Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1945, Síða 1

Fálkinn - 16.11.1945, Síða 1
ReijKvíkingum þyldr vænt um Tjörnina sína. Á sunnudögum þegar gott er veður, lwort heldur er að vetri eða sumri tit, flykkjast þeir niður í miðbæinn þúsundum saman og fá sér bressandi göngutúr í kringum hana. Tjörnin er ekkert sérlega tilkomumikil við fyrstu sýn, en það er einhver rómantískur blær yfir henni, og þegar luín liggur spegilslétt i glampandi roðaskini kvöldsólarinnar, eða glitrandi af Ijósaröðum borgarinnar, þá getur hún haft æði skrítin og örlagarík áhrif á ung hjörtu. Það er einmitt þessi eiginleiki Tjarnarinnar, sem hefir gert það að verkum, að líklega hafa fleiri menn trúlofast við hana en noklcurn annan stað á landi liér. Myndin hér að ofan er tekin um þetta leyti árs, þegar krían er löngu flogin iil heitu landanna langt í burtu, og endurnar ráða einar ríkj um í Tjarnarhólmanum. Til vinstri sést hornið á Miðbæjar- skólanum og Fríkirkjan lengra til suðurs, en í baksýn Hljómskálinn. Myndina tók Kjartan Ó. Bjarnason.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.