Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1945, Blaðsíða 26

Fálkinn - 21.12.1945, Blaðsíða 26
20 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1945 frá Reykjavíkur lœrða skóla, og hefir Menntaskólinn i Reykjavík þó margfaldað stúdentatölu sína hin síð ari ár. Það er orðið öðruvísi um að litast í menntabóli Norðurlands núna, en var í stofum Möðruvalia- skóla frostaveturinn 1880 -’81. Þar voru þá þrír kennarar og 35 nem- endur, en deildirnar tvær. Nú er kennaraliðið fimmfaldað, nemenda- talan nær tífölduð og deildafjöldinn sexfaldaður, því að allir bekkir gagnfræðadeildar eru tvískiftir. III. Akureyrarskóli stendur á háum stað. Þaðan sér yfir Pollinn til Vaðlaheiðar, norður Eyjafjörð til Kaldbaks og til Súlna í suðvestri. Skólahúsið er úr timbri, tvílyft, með háum kjallara og þremur kvist- um á austurhlið, hið reisulegasta hús og prýðilega í sveit sett. En það er orðið úrelt, þó eigi sé það nema fertugt, og aðrir skólar í höfuðstað Norðuriands búa nú við betri húsakynni en Menntaskól- inn á Akureyri. Og umfram allt - húsið er orðið mikið til of lít- ið, enda var það ekki i uppliafi ætlað nema þriðjungi þess nem- endafjölda, scm þar er nú. Það munar miklu á húsnæði, að Akureyrarskólinn var frá öndverðu lieimavistarskóli og er enn, þó að vitanlega geti hann ekki veitt nema litlum hluta nemendanna heima- vist nú orðið og alls ekki innan- bæjarnemendum. Heimavistirnar eru á skólaloftinu og nefnast Suður- vistir og Norðurvistir, en mötu- neyti og eldhús skólans í kjallara, og inatast fleiri í skólanum en i heimavistum eru. Heimavistarnem- endur hafa félag með sér, skólinn skipar því framkvæmdarstjóra eða ráðamann og fæðið er selt fyrir sannvirði, en húsnæði og eldsneyti leggur skólinn til. Með þessu móti liefir verið hægt að gera dvalar- kostnaðinn viðráðanlegri en ella. Siðasta árið fyrir stríð var liann kr. 1.73 á dag, þar af réttur helm- ingur fyrir mjólk, ket og fisle, en mjólkin er stærsti gjaldaliðurinn. En skólaárið 1941 - 42 var dag- kostnaðurinn orðinn kr. 4.43 (þar Skíðaskálinn „Útgarður skóli hleypt heimdraganum. Gagnfræðaskólinn er orðimi fullgildur menntaskóli, sem í engu mun standa að baki hin- um gamla latínuskóla í Reykja- vík, og nemendafjöldinn hefir margfaldast. Hér hefir hjálp- ast að markvisst starf skóla- meistarans og annara velunn- ara skólans, metnaðarhugul• Norðlinga um að endurreisa hinn forna Ilólaskóla, aukin fjárhagsgeta þjóðarinnar ásaml bilandi trausti löggjafanna á því vafasama spektarorði að „bókvitið verður ekki i askana látið“ og loks vaxandi mennta- þrá unga fólksins og bætt skil- yrði til að fullnægja lienni. Krafan um lærdómsdeild við Akureyrarskólann var réttmæt. Skólinn í Reykjavík var svo setinn að hann gat ekki tekið við öllum þeim, er tekið liöfðu gagnfræðapróf syðra og nyrðra, og Akureyrarskólinn var þeg- ar eftir fyrri styrjöld orðinn svo nemendamargur, að hann þurfti Iærdómsdeild til handa þeim nemendum sínum, sem vildu taka stúdentspróf. For- ustumenn skólans og ýmsir mætir Norðlingar réru öllum árum að framkvæmd málsins, en undirtektir syðra voru dauf- ar lengi vel, enda var þá sparn- aðarhugur í ráðandi mönnum, og hann jafnvel svo mikill hjá sumum, að þeir vildu fækka kennaraembættum en ekki fjölga. Það var Jónas Jónsson, sem „tók af tvímælin öll í bræði“ er bann varð mennta- málaráðherra. Hinn 29. okt. 1927 kom hann norður á Akur- eyri með stjórnarráðsbréf upp á vasann, er hann las upp á samkomu í skólanum. Það hafði inni að lialda langþráðan fagn- aðarboðskap, svobljóðandi: „Á fundi 22. okt. s. I. hefir ráðuneylið ákveðið, að Gagn- fræðaskólinn á Akureyri skuli héreftir hafa heimild til !að halda uppi lærdómsdeild eftir sömu reglum og gilda um lær- dómsdeild Menntaskólans, sam- kvæmt reglugerð frá 1908, með tveim minniháttar breytingum viðvíkjandi aldurstakmarki og sumarleyfi. Skal fjessi deild hafa rétt iil að útskrifa stád- enta og fari próf þeirra, þar til öðruvísi verður ákveðið með tögum, að öllu fram eftir ákveðnum gildandi prófreglum Menntaskólans, enda veiti all- an sama rétt.“ „Áður en kenmr að prófi næsta vor, mun ráðuneytið Menntaskólinn á Akureyri. gefa út reglugerð til handa Gagnfræðaskólanum vegna þess ara áðurnefndu breytinga í lengd og starfsháttum skólans.“ Samkvæmt þessari „Magna charta“ liefir Akureyrarskólinn starfað síð- an. Framhaldskennsla í lærdóms- deild var þegar hafin áður en rétt- indin voru gefin, svo að í lok þessa sama skólaárs, vorið 1928 voru fyrslu finim stúdentarnir út- skrifaðir frá Akureyri og nutu þeir sömu réttinda við æðri mennta- stofnanir innanlands og utan, sem stúdentar frá Reykjavíkurskóla. Síðan hefir lærdómsdeildin kom- ist í fastar skorður. 1 bréfi Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, 25. okt. 1927, er aðeins talað um mála- deild í sambandi við próf, en bráðlega var farið að útskrifa stúd- enta úr stærfræðideild. Og nú eru útskrifaðir úr hvorri deildinni um sig fleiri stúdentar á hverju ári en stúdentar voru alls hér fyrrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.