Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1945, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.12.1945, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1945 Glæ§ileg:a§ta JólagrJöfin! Gefid liiiiiiiu nngfii filendinguiii I§lending:asög:iirnar í jólagrjöf! „íslendingasögurnar eru dýrustu gim- steinar bókmennta vorra, og þjóðinni holl- astar að lesa allra bóka. Þær eru handa mönnum á öllum aldri, enda eiga þær að marglesast. Meðan þú ert barn þykir þér gaman að viðburðunum, sem opt eru margbreyttir og skemmtilegir, en stund- um áhrifamiklir og sorglegir. En er þér vex fiskur um hrygg og eykst sálar- þroski þá fyrst lærirðu að dást að snilld- inni á frásögninni og meta rétt skap- kostu og skaplöstu söguhetjanna. íslend- ingasögurnar eru brunnur, sem seint eða aldrei verður ausinn í botn.“ — (Unga ísland I, 10,). »ISLENDINGAR VILJUM VÉR ALLIR VERA« Sigurður Kristjánsson bókaútgefandi gaf íslensku þjóðinni fyrstur manna kost á heildarútgáfu af Islendingasögunum. Takmark Sigurðar var að út- gáfan væri vönduð og ódýr, svo ódýr, að hver einasti íslendingur gæti eignast íslendingasög- urnar. Hann valdi jafnan hina færustu menn til að búa Islendingasögurnar undir prentun og kröfu- harður var hann um pappír og prentun, enda er frágangur allur svo vandaður, að hann stenst á- gætlega samanburð enn í dag við aðrar íslenskar og dýrari bækur. íslenska þjóðin mat þetta fyrir- tæki Sigurðar að verðleikum með því að kaupa íslendingasögurnar svo ört, að endurprenta varð margar þeirra að skömmum tíma liðnum og eru þær gefnar út og keyptar enn í dag meir en nokkru sinni áður. Enda hefir alþýðuútgáfa Sigurðar Kristjánssonar af íslendingasögunum jafnan ver- ið trú hinum upphaflega tilgangi sínum, sem er að sjá yður fyrir ódýrri og vandaðri útgáfu af íslendingasögunum, Sæmundar Eddu, Snorra Eddu og Sturlungasögu. „Með íslendingasagnaútgáfu þessari hefir Sigurður Kristjánsson bókaútgef- andi reisti þjóðinni þann einingarvarða, sem hún á öll og má skipast um; það er kraftur frá fornöldinni, sem felst í sögum þessum, svo mikill og ósvikinn kjarni, svo mikil þjóðleg alefling í anda þeirra og máli, að þær ciga að vera lesnar á hverju heimili. Allar þjóðir Norðurálfunnar, að minsta kosti fyrir norðan Alpafjöll, öfunda oss af þessum dýrustu fornmenjum, og reyndu sumar þeirra um tíma að eigna sér sumt af fornritum vorum. Svo þóttu þau dýrmæt; og enginn vafi er á því, að annan auð eigum vér ekki betri og dýrmætari .... það er málið, sem vér tölum, þessi yndisfagra tunga, sem er jafnborin systir grískunnar og latínunnar að fegurð og krafti og kjarnyrðum .... Það er varla auðið að lesa svo sögurnar, að oss fari ekki að renna blóðið til skyldunnar með það, að reyna að halda máli voru svo hreinu og ómenguðu sem oss er framast unt. Og í gegnum sögurnar gengur eins og rauður þráður sú tilfinning að sjá sér farborða gegn öllum útlendum áhrifum og útlendri ásælni, sem að síðustu kreppir sig saman einhverju dauðahaldi, þegar hið forna frelsi var horf- ið, í þessum orðum: íslendingar viljum vér allir vera. Úr sögunum andar að oss stöðugt sama sjálfstæðistilfinningin, sem varði ísland fyrir útlendri ásælni Nor- egskonunga í mynd landvættanna á dögum Haraldar hins hárfagra, og fram komu Einars Þveræings á dögum Ólafs konungs helga.“ (Nýjar Kvöldv. I, 8). Auðvitað er ekki nauðsynlegt að gefa allar íslendingasögnrnar strax, því það er algjurlega á yðar valdi, hvort þér kaupið eina eða fleiri eða allar íslendingasögurnar samtímis. BÓKAVERSLUN SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR, BANKASTRÆTI 3-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.