Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1945, Blaðsíða 36

Fálkinn - 21.12.1945, Blaðsíða 36
30 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1945 Gortarinn Barnasaga ANN VAR EKKI nema í þriðja bekk en þótt- ist vera orSinn ansi mikill maður. Kennslu- konan hrósaði honum kunni alltaf lexíurnar sinar vel, og heima fyrir var liann potturinn og pannan í ölíu. En þar voru margir hestar og kindur og kýr, og yfirleitt allt þaS, sem ungur strákur getur óskaS sér. Svo var hann líka stór og sterkur, eftir ahlri, svo aS öllum í bekknum fannst sjálfsagt að lita upp til hans. En af þ'essu öllu fannst Jóni Árna að liann væri talsvert mikils- háttar maður, ekki síður en Gamli- Nói, og það var ekki laust við. að hann fyndi dálítið til sín, hæði heima og heiman. Þetta hafði þó getað gengið — þó slæmt sé — ef hann hefði ekki haft annan verri galla. Honum hætti svo til að gorta, og með gortinu vilja koma ýkjur. Hann vissi vel að maður á ekki að ljúga, en hinsvegar taldi liann saklaust að bæta viS eða draga frá sannleikanum, þegar svo har undir. Og það kunni Jón Árni svo vel, aS félagarnir í skólanum göptu af undrun þegar þeir heyrðu sög- urnar hans. Einu sinni kom hann til dæmis hlaupandi i skólann á síðustu stundu. Og hversvegna kom Iiann svona seint? Jú, það fæddist kálfur í fjósinu í morgun, og hann var svo stór að Óli, strákurinn í fjós- inu, gat ekki komið honum i kálfa- stíuna einn. Svo að Jón Árni varð að hjálpa honum. En þegar hann kom, ])á skifti um. Þið hefðuð átt að sjá þennan kálf. ÞaS var eflaust stærsti kálfurinn, sem nokkurn- tíma hafði fæðst i Melasveitinni. Og sjö lítra af mjólk drakk liann í fyrsta málið. Og svo baulaði hann eins og gömul kýr. Strákarnir göptu og stelpurnar fölnuðu. „Mér finnst kálfarnir fallegri þeg- ar þeir eru litlir,“ sagði lítil telpa með fléttur og bláköflótta svuntu. Jón Árni dæsti fyrirlitlega. Krakkarnir í skólanum fengu oft að lieyra, að enginn bær jafnaðist á við Efra-Ás, livorki innan sveit- ar né utan. Allt stórt og mikið gerðist þar, og var meira en ann- arsstaðar. Og strákarnir trúðu öllu, sem Jón Árni sagði — sérstaklega þeir minnstu. En þeir stærri fóru að kalla liann ,,Gortarann“ sín á milli. Það var Iitlu betra heima. Því að þar sagði Jón Árni skólasögur, sem meira að segja fullorðna fólkið trúði. Og alltaf var hann sjálfur hetjan i sögunni. Einn daginn kom liann heim og sagði að nú hefði bekkurinn verið látinn endursegja í fyrsta sinn. Mamma var ein inni, og hún fékk nú að heyra, að stíll Jóns Árna hefði verið lesinn liátt í bekkn- um, og síðan hefðu tveir strákar boriS hann i gullstól um alla kennslustofuna, en kennslukonan stóð við púltið, stjórnaði öllu með reglustikunni og hrópaði liúrra! Mamma leit frá eldhúsborðinu til hans. „Þetla er nú spennandi,“ sagði lnin, „en það er ekki bein- línis fallegt af þér að ljúga svona.“ „Ljúga?“ Jón Árni þóttist móðg- aður. „Spurðu kennslukonuna, þá lieyrirðu livort þaS er ekki satt að hún las upp endursögnina mína.“ „En liitt þá?“ „Æ — liitt — !“ sagði hann með semingi. „Eg sagði það i gamni.“ „ÞaS er ljótt gaman,“ sagSi mamma. „Þetta er hrein og bein lygi. Og þú veist að það er ljótt að ljúga. Og það hefnir sín alltaf" Jón Árni glápti á gólfiS. ÞaS var naumast mamma var alvarleg! „Svo verður þú lika að muna, að allt sem þú segir er skrifað uppi á himnum,“ sagði mamma. „Og þér þýðir ekki að gorta fyrir Guði, og þykjast vera mikill, þvi að liann veit hvernig þú ert.“ Jón Árni andvarpaði. Þetta var Ijóta gamanið. Hann þorði ómögu- lega að líta framan i mömmu sína. ■ Hún var víst alvarleg núna og rauna- leg til augnanna. Nú sneri hún sér aftur að eld- húsborðinu. Og Jón Árni laumaðist út. Jón Árni hafði einsett sér að gorta ekki framar. Hann stillti sig heilan dag. En svo varð freisting- in yfirsterkari þegar hann kom i skólann aftur. Hann fór varlegar heima, sérstaklega þegar mamma var viðstödd. Og alltaf voru þessi orð að sveima í huga hans: „ — — allt verður skrifað upp á himnum.“ Svo kom veturinn og snjórinn. Allt varð hvítt. Nú var gaman! En Jón Árni átti engin skíði og það var lítilmótlegt fyrir annan eins mann. Hvað rfkyldu hinir því að hann strákarnir segja? Hann hafði verið að biðja pabba sinn um skiði á hverjum degi síðan um réttir. En pabbi sagSi, að livergi væri hægt að fá keypt skíði. En hvernig sem þaS nú var, náði Jón Árni sér nú í skíði samt. ÞaS var gamall smiður í sveitinni sem bjó þau til, að vísu voru þau bara úr furu, en þau litu vel út. „Farðu varlega með þau,“ sagði pabbi. „Þau eru ekki sterk.“ Jón Árni lofaði því. Hann var glaður aS þurfa ekki að koma í skíðabrekkuna skíðalaus. Sunnudaginn næsta voru allir strákarnir samankomnir í skíða- brckkunni. Og vitanlega var Jón Árni þar með ný skíði. — Hickory- skíði! lasm! — minna mátti ekki gagn gera, sagði hann. Strákarnir horfðu fyrst rannsókn- ar- en siSan aðdáunaraugum á skíðin. Jú, víst voru J)etta falleg skíði. Þú átt gott, Jón Árni! — Og „gortarinn“ fann til sín. En það lækkaði á honum risið þegar strákarnir úr efri bekkjun- um komu og sáu skíðin. Þeir uppá- stóðu að þau væru ekki úr hickory — þetta voru ekki nema furufjalir! Svei! Jón Árni mannaði sig upp: „Þau eru sterk eins og grjót!“ sagði hann. En Jens, sem var hesti hopparinn í bekknum sagði: „Má ég prófa þau í brekkunni?" Jón Árni liugsaSi sig um. „Þú gæt- ir brotið þau fyrir mér,“ sagði hann. „Sagðirðu ekki að þau væru úr hickory,“ sagði Jens háðslega. „Gerðu svo vel. Taktu þau!“ sagði Jón Árni. Og svo fór Jens. Og vitanlega braut Jens annað skíðið. „Furusprek!" sagði Jens fyr- irlitlega og fleygði brotunum í Jón Árna. Og allir strákarnir æptu: „Þú sagðir að þau væru úr hickory, Jón Árni!“ Þó að Jón Árni væri orðinn níu ára, grét hann þegar hann kom heim og fór að segja mömmu sinni frá þessum sorglega atburSi. Og nú hvarf „gortarinn“ alveg, — eftir var bara svolítill aumur strákur, sem sagði mömmu sinni alveg eins og var, og ýkti ekkert. „Af þessu geturðu lært,“ sagði mamma hans. „þakkaSu GuSi fyrir að það kostaði ekki meira. Og nú hættir þú að ýkja, er það ekki?“ „Það er svo erfitt að láta það vera.“ Jón Árni hikstaði. „Veistu engin ráð þegar þú átt erfitt með eittlivað?" sagði mamma. Jón Árni horfði á hana. Ef til vill las liann eitthvað út úr aug- unum á henni. Og svo kom bros á grátbólgið andlitið: „Eg get beðið Jesús að hjálpa mér,“ sagði liann. Um vorið kom Jón Árni einu sinni í skólann og sagði að Brúnka hefði eignast folald. „Var það mjög stórt? Var það ekki stærra en Brúnka?“ sagði ein telpan sakleysislega. Hún var svo vön því að allt væri stórt á Efra- Asi. Jón Árni saup kveljur. „Nei, það var bara venjulegt folald,“ sagði hann. Getrannir Hvar er úrið keypt? Ef þú setur réttan bókstaf fyr- ir framan hvern tölustaf á úr- skífunni þá geturSu lesið nafnið á staSnum, sem úrið er keyp á! sagði Óli við Árna. En þú getur lesið margt fleira út úr tölunum. Til dæmis eru tölurnar: II III IV XI XII — stúlkunafn. I VII II VI IV — bæjarnafn. I VII IX X — hristi VII II VI X XI XII — þrælsnafn. II VII VII XI XII — fengur. VI XI X X IT — innheimta. III er sama og XI, VII sama og X, VIII sama og XII. Og hvað lieitir svo bærinn? Hve mörg voru frímerkin? Einu sinni kom maður með bréf til tveggja skátastúlkna. Hann var með grímu fyrir andlitinu, því að hann vildi ekki láta þekkja sig. Fyrst urðu stúlkurnar hræddar, en þegar þær heyrðu að þær áttu von á óvæntri gjöf kom annað hljóð i strokkinn. Maðurinn vissi að stúlkurnar söfnuðu frímerkjum, og í bréfinu, sem hann var með í hendinni, voru mörg sjaldgæf frímerki. En þær fengu ekki hréf- iS nema þær gælu sjálfar reiknað út hve mörg frimerkin væru í því. Til leiðbeiningar fyrir þær sagði grímumaðurinn þeim eftirfarandi: Frímerkin voru fleiri en 100 og l'ærri en 400. Talan var ódeilan- leg nema með 1 og sjálfri sér (prímtala). El' henni var deilt meS 3, 5 eða 7 varð alltaf 1 afgangs. Báðar skátastúlkurnar gátu ráð- ið gátuna svo að grímumaðurinn gaf þeim sitt bréfið hvorri. Get- ur þú ráðið hana, ef haiin skyldi koma til þín?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.