Fálkinn - 04.01.1946, Side 4
4
F A L K I N N
HJARTFÓLGNASTA SKÁLD NORÐMANNA
HENRIK WERGELAND
Það er freistandi ad bera
saman hjartfólgnustu skáld ís-
lendinga og Norðmanna. Dán-
ardægur þeirra var með sex
vikna millibili, fijrir réttri öld
síðan. Báðir dóu þeir ungir.
Bóiðir tjóðskáld og ortu á svo
fagurri tungu að enn bera þeir
af eftirkomendum sínum. Báð-
ir einlægir ættjarðarvinir og
vakningamenn þjóða sinna. —
Á sama hátt og Jónas Hall-
grímsson er enn ástsælast allra
íslenskra skálda þrátt fyrir
Matthías og Einar Benedikts-
son, svo er Henrik Wergeland
Norðmönnum allra skálda hjart
fólgnastur, þrátt fyrir Björn-
stjerne Björnsson og JJenrik
Ibsen. — Jónas IJallgrímsson
var fyrst og fremst Ijóðskáld-
ið og náttúruskoðarinn, Werge-
land var skáldið og bardaga-
maðurinn, málsvari 'hins kúg-
aða. En vinir frelsisins voru
þeir báðir. Og það er ekki síst
frelsisvinurinn Wergeland, sem
Norðmenn minnast í dag. —
Andi lians vakir yfir vötnunum
hjá þeirri þjóð, sem fyrir rúm-
um tveimur mánuðum endur-
heimti frelsi sitt eftir verstu
áiþján, sem hún hefir orðið
að þola frá upphafi vega sinna.
— Jónas Hallgrimsson dó á
38. aldursárinu. Wergeland lika.
Hann átli ufmælisdag 17. júní,
með Jóni Sigurðssyni. En báð-
ir höfðu þeir á sinni skömmu
æfi unnið ótrúlega mikið starf,
s'vo að síðari tíma menn eiga
bágt með að gera sér grein
fyrir, að þeir skuli ekki hafa
orðið eldri.
HENRIK Arnold Tliaulow
WERGELAND fæddist í
Kristjánssandi og var
elstur barna föður sins Nicolaj,
sem var latínuskólakennari þar,
en varð síðar prófastur á hin-
um sögufræga stað Eiðsvelli.
En Thaulownafnið, sem Werge-
land var einnig skírður, var
ættarnafn móður lians. Föður-
ætt skáldsins var hændaætt úr
Út-Sogni. Níu ára gamall flutt-
ist Wergeland að Eiðsvelli og
lifði þar frjálsu lífi, en 11 ára
var hann settur í latínuskóla í
Osló og var fyrst til húsa hjá
háttsettum hershöfðingja á Ak-
ershúsi en undi sér þar eigi
og íluttist þá i leiguherbergi
í götu einni í fátækrahverf-
inu; þar bjó hann með öðrum
námsmönnum, sem gáfu hon-
um „ókeypis kennslu í að
drekka sterkt öl í stórslöttum
að reykja tóbak“. Þrettán ára
skrifaði hann fyrstu blaðagrein
sína (í Morgenhladet) og síð-
an ýmsar greinar ásamt vini
sínum og frænda, Jens Aubert,
sem dó kornungur. Wergeland
varð stúdent með fyrstu ein-
kunn ekki fullra 17 ára gam-
all, og lét brátt til sín taka
innan stúdentafélagsins; tók
mikinn þátt í stælum þar og
var óvæginn. Myndaðist þegar
einskonar upreisnarflokkur um
hann innan félagsins. Hann
varð fyrst og fremst talsmaður
frelsisins, mannvinur, sem ekki
mátti neitt aumt sjá, og brenn-
andi ættjarðarvinur en þó fyrst
og fremst vinur almúgans, sem
þá átti við bág kjör að búa.
Oft gaf hann fátækum af mat
sínum, og færði sig úr flík til
þess að gefa hana fátækum.
En þrátt fyrir afskifti sín af
ahnennum málum gafst hon-
um tími til að rækja guðfræði-
nám sitt og til að yrltja. Hann
hafði gert frumdrögin að stór-
fenglegu verki 19 ára gamall,
en síðan lá það í salti í tíu ár;
þá lauk hann við það á nokkr-
um mánuðum og út kom það
á miðju árinu 1830 og nefnd-
ist „Sköpunin, maðurinn og
Messías“, Ijóðabálkur yfir 700
bls. langur. Nútímafólki mundi
liklega þykja margt af þvi,
sem þar er sagt, býsna tormelt,
enda hleypur skáldið úr einu
í annað; liann vill ná til alls,
spanna *rá þvi óverðugasta til
þess æð ta, frá fornöld um nú-
tíð til framtíðar; ekkert vill
hann láta sér óviðkomandi.
Andagift hans er eins og árflóð
í leysingu, er byltir sér í óra-
víðuni farvegi. — Á banabeði
endurskoðaði Wergeland þetta
mikla verk sitt og breytti þvi
allmikið. En fáir gáfu því gaum.
Einn góður ritdómur birtist um
það og fáir lásu það. En sam-
tíðarskáldið Welhaven orti
um ritið skopkvæði og samdi
síðan ádeilu á Wergeland, sem
hann gaf út í bókarformi, og
þjarmaði þar mjög að Werge-
land, sem var örgeðja og hljóp
stundum á sig í deilum.
Wergeland hafði lokið guð-
fræðiprófi 1829 og sumarið 1831
fór liann í kynnisför til Eng-
lands og Frakklands og varð
fyrir margvíslegum áhrifum í
þeirri för. En 27 ára gamall
tekur hann viðaukapróf það,
sem krafist var til þess að geta
orðið prestur, og fer nú að
sækja um embælti. Gekk svo
í mörg ár að Wergeland sótti
um brauð eftir brauð, en yfir-
völdunum leist ekki á hann
sem sálusorgara. í þeirra aug-
um var hann uppreisnarmaður
og þótti jafnvel lifa hneyksl-
anlegu lifi, svo að Wergeland
þóttist sjá fram á að embætt-
isprófið mundi aldrei gefa af
sér lífsuppeldi, og tók því að
lesa læknisfræði, þó að ekki
lyki hann því námi, enda fékk
liann nú sm’áslarf við bókasafn
háskólans. Árið 1839 fékk hann
loforð konungs fyrir aðstoðar-
prestsembætti í Nannestad
„því aumasta i landinu“, en þá
bar það við að Wergeland lenti
í gleðskap nokkrum, svo að
kapelánsembættið „gufaði upp
í fallega rautt slcý“. Um þessar
mundir trúlofaðist liann fá-
tælcri alþýðustúlku, sem' liét
Amalie Sofie Bekkevold, og var
nú nauðugur einn kostur að fá
eitthvert lífsuppeldi. Konungi
var í aðra röndina vel lil
Wergelands og liét honum 200
dala ársstyrk af eigin sjóði og
þægilegu embætli undir eins og
laust yrði. Wergeland tók við
styrknum með þökkum en bað
um að mega endurgjalda hann
með því að gefa út alþýðu-
fræðslurit; komu af því sex árg.
(For Arbeidsklassen, 1839-45).
En árið 1840 kom konungur
því til leiðar, að Wergeland var
skipáður þjóðskjalavörður, og
þótti hag hans nú borgið.
Þó að hið mikla skáldrit sem
áður var nefnt kæmi út 1830
telur Wergeland sjálfur, að sem
skáld liafi liann ekki verið far-
inn „að skilja greinarmun góðs
og ills“ fyrr en fjórum árum
siðar. Þá hefir hann öðlast liið
tæra, ljóðræna yfirbragð, sem
gert hefir hann að óviðjafnan-
legu góðskáldi norsku þjóðar-
innar. Efnisvalið er viðfemt;
liann yrkir barnaljóð og sjó-
mannavísur og heimspekileg
ljóð, en allt þrungið af tilfinn-
ingu — það er hjartsláttur í
hörpuslætti lians. En umfram
allt er liann náttúruskáld, eins
og Jónas, hann hjalar við blóm
og um blómin, fyrst og fremst,
en líka steinana, dýrin og skýin
á festingunni, fiðrildin á blóm-
unum og maðkinn í moldinni.
„Ekkert er mér liulið,“ segir
hann, „ég sé gletturnar í and-
liti bárunnar, les skrift lauf-
blaðanna, heyri æðar grassins
slá og hjarta rósanna titra.“
Ýms bestu kvæði hans eru
frá árunum kringum 1840; þá
var hann á liátindi snilldar
sinnar, rúmlega þrítugur. Og
þá stendur um liann meira
veður en nokkurn annan mann