Fálkinn - 04.01.1946, Side 5
PÁLKINN
5
í Noregi, og hann verður fyr-
ir svæsnari árásum en nokkru
sinni fyrr, og það úr hörðustu
átt. Það voru ekki aðeins gömlu
andstæðingarnir, sem liann átti
í höggi við; liitt var þungbær-
ara að vinir lians snerust nv'i
sumir gegn lionum. Þeir sögðu
hann hafa svikið sínar gömlu
hugsjónir og selt sig fyrir
konungsstyrk og émbætti. Þeim
aðdróttunum trúir nú enginn,
en á þeim tíma gat það virst
grunsamlegt að lýðveldissinn-
inn Wergeland, fjandmaður
sambandsins við Svíþjóð, flug-
ritahöfundurinn og frelsisskáld-
ið skyldi þiggja styrk af kon-
ungssjóði. En menn gætlu þess
ekki, að Wergeland var heill-
aður af Karl Johan konungi
persónulega, og takli hann
frelsishetju.
— tJti í frá er Wergeland
kunnastur sem ljóðskáld, en
hitt er nú að mestu gleymt, að
hann fékkst talsvert við leik-
ritagerð líka, og reyndi þá fyrst
og fremst að verða við kröfum
samtiðarinnar, en hirti minna
um listrænar kröfur. Flestir
ieikir hans mundu vera kallað-
ir „revyur“ nú á dögum, og
skrifaði hann þá að jafnaði
undir dulnefninu „Siful Sif-
adda“. Það var hann, sem
samdi „Campbellerne“, „Vene-
tianerne“ og „Indversku kóler-
una“, og eftir hann er lika
„Sjökadettene i land“, sem er
alþýðlegur leikur, í stíl við
„Ráðskonu Bakkabræðra“. —
Fleiri leiki lét liann eftir sig,
þar sem saman fór gaman og
alvara, enda segist hann vera
i þjónustu hinnar „skop-þung-
lyndislegu þokkagyðju“. En
þessi hliðin á ritstörfum Werge
lands er nú flestum gleymd.
Þau ljóð Wergelands, sem
hest hafa lifað og skærast hafa
blikað á bókmenntafestingu
Norðmanna eru ljóðin sem
liann orti í hinni löngu og
ströngu banalegu sinni, og eru
mörg þeirra kunn hér á landi,
s. s. „Siste reis“, „Til váren“,
„Til min gyllenlakk“ og „Den
smukke familie“. Fjórtán mán-
uði lá hann rúmfastur áður
en hann andaðist, og ljóðdísin
sat jafnan við koddann hans.
Hann tók heimsóknum vina
sinna og ræddi við þá, en þess á
milli festi hann á pappírinn
þær perlur norskrar ljóðlist-
ar, sem aldrei fyrnast.
Það er freistandi að minnast
Wergelands i sambandi við Jón
Sigurðsson. Hvor um sig voru
þeir frelsishetjur þjóðar sinnar,
þótt nokkuð væri það með ó-
líkum hætti. Wergeland var
eins og goshver, sem lá niðri
á milli, Jón Sigurðsson liinn
þrotlausi aflgjafi frelsishugsjón-
arinnar, sem aldrei fannst bil-
bugur á og var svo stérkur
að máttur lians er ennþá orku-
gjafi íslenskrar sjálfstæðishug-
sjónar. Og hér kemur enn skrit-
in tilviljun lil greina: þeir eiga
afmælisdag saman, þó að
Wergeland væri þrémur árum
eldri.
Nú er afmælisdagur þeirra
þjóðardagur Islendinga. En það
er Wergeland, sem er liinn rélti
höfundur að þjóðardegi Noregs
17. maí, á sama hátt og Jón
Sigurðsson varð höfundur þjóð-
ardags Islands, 17. júní. Og
vorið er álíka vel á veg komið
í Noregi 17. maí og það er á
íslandi 17. júní.
— El’tir 1814 var lítið stáss
gert að 17. maí, fyrstu tiu árin,
nema lielsl í Þrándlieimi, en þá
var farið að gera nokkurn daga-
mun, þó að ekki kvæði mikið
að, því. að konungurinn amað-
ist mjög við því „sjálfstæðis-
brölti“. En eftir „Torgslaginn“
1829, þegar lögreglan reyndi að
tvístra mannfjöldanum, sem
komið hafði saman ekki síst
fyrir áeggjan Wergelands, var
það sýnt að ekki þýddi að
spvrna á móti broddunum. Og
á næstu árum var það Werge-
land, sem kom því sniði á dag-
inn, sem liann hefir á aðalatrið-
um enn. Hann orti kvæði og
hélt ræður, eins og enn er gert
17. maí, enda segja Norðmenn:
„Hurra lor 17. mai og for
Henrik Wergeland, som inn-
stiftet dagen“. En annað norskt
þjóðskáld átti þó hugmyndina
að því, sem nú setur fegursta
svipinn á hátíðahöldin 17. maí.
og það var Björnson. Hann
átti upptölcin að fánaskrúð-
göngu barnanna, sem lialdist
hefir síðan 1873, er Björnson
hélt ræðu sína fyrir norsku
drengjunum.
Dagurinn í dag, aldar dánar-
dægur Wergelands hefir verið
lielgaður minningu hans með
samkomum uxn land allt, en
vitanlega fyrst og fremst hér í
Osló. Klukkan 8 var minning-
arathöfn i Þrenningarlcirkjunni
og talaði þar dr. O. M. Sandvig
og lýsti manninum og skáldinu
Heurik Wergeland, trú hans
og frelsisásl. Kirkjan var þétl-
skipuð, ekki sist börnum með
flögg, þvi að eftir athöfnina
skyldi gengið i skrúðgöngu til
grafar Wergelands á „Vor
Frelseres Gravlund“ og áttu
börnin að vera.í fararbroddi,
en fullorðna fólkið kom á eftir.
Skrúðgangan var svo löng að
hún náði nærfelt frá kirkj-
unni og að kirkjugarðinum eða
um sjö hundruð metra leið,
en í honum austanverðum eru
grafir Ibsens, Björnsons og
Wergelands skammt hver frá
annari.
Minnismerki Wergelands var
allt blómum skreytt og þegar
skrúðgangan kom á staðinn
bættust djmgjur af blómum við,
sem fóllc lagði á gröfina. í far-
arbroddi var Didrik Arup Seip,
sem fyrir skömmu er kominn
heim úr fangavistinni, próf.
Francis Bull, Rolf Stranger for-
maður borgarstjórnarinnar i
Oslo og Axel 0. Normann þjóð-
leikhússtjóri en þeir voru allir
í hátíðarefndinni. Þarna var
og sendiherra Bandaríkjanna.
Hófst nú athöfnin þarna með
því að sungið var „Til min
gyllenlakk“, en þá kynnti próf.
Bull fyrsta ræðumanninn, Claes
Gill rithöfund og formann rit-
liöfundafélagsins. llélt hann
ræðu og lagði blómsveig á
leiðið. M. a. sagði hann þetta:
„í dag fyrir hundrað árum
lokaði Henrik Wergeland aug-
um sínum og lét þjóð sinni
eftir eilifan arf svo og óborg-
aða skuld til hins opinbera. Sú
skuld var til orðin vegna æfi-
langra málaferla, sem hann
hafði lent í, vegna eldheits á-
huga síns fyrir málum hinna
veiku og kúguðu. Skömmu fyr-
ir dauða sinn skrifaði liann
Stórþinginu: „Gefið mér þessa
upphæð eftir, mín síhöfðing-
lega þjóð! Eg skal borga þau
blöð með öðrum.“ Svarið sem
hann fékk að lokum lét í ljós
vafa um, livort „rit Jians gætu
talist þess eðlis að þau verð-
skulduðu laun af opinberu fé“.
I dag erum vér þakklát fyrir
að þjóðin var ekki í vafa. —
Hinn 11. júlí 1815 um kvöldið
og nóttina var húsagarðurinn
þéllskipaður fólki, sem beið í
kvíða. Snemma morguninn eft-
ir var garðurinn fullur af fólki,
sem langaði til að kveðja hinn
deyjandi mann. — Margir fóru
heim og sóttu börn sín og lyftu
þeim upp til þess að þau fengi
að sjá hann.
Það var vinur alls, sem lifir,
sem börnin áttu að fá að sjá.
Það var hinn tryggi elskliugi
ættjarðar sinnar, hinn óttalausi
riddari frelsisins, verndari
hinna veiku og fátæku — það
var þjóðvinurinn Henrik Werge
lánd, sem fólk hafði safnast
kringum.... En fáir vissu þá,
að þeir voru að kveðja mesta
skáld Noregs. Það vitum við
nú.“
Wergeland var ofsóttur
og varð frægur fyrir það hve
vel hann tók málstað Gyðinga.
Af hálfu sænskra Gvðinga lagði
dr. IJugo Valentin krans á leiði
Wergelands, en sænskir Gyð-
ingar höfðu á sínum tíma gef-
ið hinn fagra minnisvarða yfir
skáldið, 1847. En af hálfu
norskra Gyðinga talaði Oscar
Mendelsolm lektor.
Um kvöldið hafði Þjóðleik-
húsið hátíðasýningu. Fánar
voru dregnir að hún um alla
.borgina, og allsslaðar var
Wergelands minnst.
Undir venjulegum kringum-
stæðum liefði hundrað ára dán-
ardægurs Henriks Wergelands
verið minnst eftirminnilega uin
allan Noreg. En einmitt nú, er
Norðmenn liafa öðlast frelsið
aftur eftir meira en 5 ára kúg-
un, finna þeir betur en áður
livað þessi mikli hrópandi i
eyðimörkinni var, og hve mikla
skuld þjóðin á lionum að
gjalda. Það er ekki hægt að
hugsa sér meiri andstæður en
hugarfar og hjartaþel IJenriks
Wergelands annarsvegar og'
þýskar mannvélar, kúgunar,
ofsóknarbrjálæðis og niðings-
háttar hinsvegar.
Osló 12. júlí 19U5
Sk. Sk.
20 000 ára gömul steik.
Einn merkilegasti rétturinn, sem
nokkurntíma liefir verið borinn á
borð, var framreiddur í dýrafræð-
ingaveislu, sem haldin var i París
1934. Þetta var mammútasteik, sem
var 20.000 ára gömul og átti bún
sér þessa sögu: Landkönnuðir liöfðu
skömmu áður fundið mammút í
freðmýrum í Siberíu. Hafði liann
legið þar í klaka allan þennan
tima og var ketið alveg óskemmt.
Var fíllinn sendur á dýrasafnið í
París. Fræðimönnum þótti ketið
bragðgott, en seigt var það undir
tönnina! •
Brazilia
framleiðir tvo þriðju liluta af öllu
því kaffi, sem drukkið er í heim-
inum. En sjálfir kváðu Brazilíu-
inenn vera fremur lítið fyrir kaffi.
Það er alveg eins og með okkur
og sildina.
í Chile
þarf ekki að hafa fyrir því að lita
páskaeggin. Vísindamaður einn,
Punett að nafni, segir að bænurn-
ar þar verpi bæði bláum og græn-
um eggjum, jiegar svo ber undir.
Kralt
heitir eiturnaðra ein í Indlandi.
Hún befir fleiri mannslif á sam-
viskunni en nokkur önnur nöðru-
tegund, eða jafnvel fleiri en nokkuð
annað rándýr veraldarinnar. Eitr-
ið er svo skætt, að sá sem fær það
í blóðið er steindauður eftir fimni
mínútur.