Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1946, Page 11

Fálkinn - 04.01.1946, Page 11
FÁLKINN 11 - LITLA SAGAN - K. G.: Hái múrinn. Það var ekki fyrr en í vikunni sem leið, er Dana Means dó, áttatíu Qg eins árs að aldri, að ég heyrði æfisögu hans. Den Dyer, sem hafði verið í þjónustu hans í þrjátíu ár, sagSi mér frá þessu. — Móðir lians dó, þegar hann fæddist, og tveimur árum síðar dó faðir hans. Chris Andrews og kon- an lians tóku drenginn sér í son- ar stað. Þau voru bændafólk. Þegar Dana hafði gengið í skólann í þrjú ár fannst þeim liann hafa lært eins mikið og liann þyrfti með, svo að hann var látinn liætta skólagöngu en byrjaði að vinna á heimilinu í staðinn. Hann bjó hjá þeim i tíu ár enn. Svo strauk hann. Drengurinn var oroinn gramur, skiljið þér. Hann hafði aldrei fengið að leika sér við önnur börn eða taka þátt í neinu, sem börn liafa venjulega gaman af. Og börnin, scm óttu föður og móður og fengu að ganga í skólann, átlu falleg föt, fengu að hafa heimboð og þurftu ekki að vinna nema stund- um, þau litu niður á hann og gerðu gys að honum. Eftir að hann strauk varð eng- inn jjarna var við liann i ein þrjátíu til fjörutíu ór. Þá kom hann aftur í lúxusbíl ásamt bílstjóra og þjóni. Fólk stóð og gapti af undrun, og þegar það frétti, að þessi ríki gestur væri sami maðurinn og drengurinn, sem hafði alist upp lijá Chris And- rews, gaf það sig fram og ætlaði að heilsa honum með handabandi og bjóða hann velkominn í plássið 'aftur. En Dana veigraði sér við að heilsa því með liandabandi. Hann hafði ekki gleymt óréttinum, sem hann liafði orðið að þola. Daginn, sem hann strauk hafði liann aðeins hafl eitt takmark: að verða ríkur. Honum hafði skilist svo sem þelta væri eina leiðin til þess að ávinna sér virðingu og aðdáun. Og svo hafði drengurinn strengt þess lieit að koma aftur á bernskustöðvarnar og særa alla þá, sem liöfðu átt sinn þátt i að eitra uppvaxtarár hans. Hann keypti gömlu jörðina lians Andrews (bæði Chris og konan lians voru dáin fyrir löngu). Og það fyrsta sem liann gerði þar var að Játa setja afar Iiáa steingirðingu kringum landareignina. Það tók sex mánuði að fá það gert. Samtímis voru aðrir settir til að breyta húsinu og byggja það upp. Þarna reis upp stóreflis höll, en í kring voru trjágarðar og sundlaugar, þar sem gamli bærinn hafði staðið. Þessi háa steingirðing lokaði Dana inni frá öllum skiftum við umheim- inn. Hann bjó þarna aleinn, harður, bitur og hefnigjarn. Fyrst botnaði fóllc ekkert í honum. Hélt að liann ætlaði að lána út peninga af ein- tómum mannkærleika, og svo setti það jarðirnar sinar i veð. En þegar hann svo fór að girða jarðirnar og reka fólkið burt af þeim, sá fólkið liver hin sanni tilgangur hans var. Þetta var aðferð Dana lil þess að hefna sín á þcim, sem einu sinni höfðu gantast að honum. Og innan skamms átti liann meiri jarðeignir en nokkur annar maður í öllu fylk- inu. En svo sannfærðist hann um það smátt og smátt, að hann liafði feil- reiknað sig. Fólkið afrækti hann. Hann hélt að það mundi grátbæna hann og ganga á eftir honum. En það geröi það eklci. Hann sat einn þarna fyrir innan múrinn með biturt glott á vörun- um. Árin liðu. Enginn lónaði pen- inga lijá honum. og enginn vildi framar selja honum land. Fólk hætti smámsaman að muna eftir að liann væri til. En hann leigði sér leyni- snata, sem keyptu meira land, og hann kynokaði sér að selja það, þegar ríkið þurfti á því að halda undir byggingar. Ákvörðun hans um að lifa óháður öðrum en láta aðrar verða háða sér varð æ óbifanlegri lijá honum með hverju ári sem leið. En fyrst nú, þegar hann er dauður er fólk farið að verða vart þess að liann hafi vcrið til. Hversvegna? Vegna þess að það vildi ná i peningana hans og löndin. Og það fær það líka. Mikið fcr í óborgaða skatta og reikn- inga. Auðitað fer þetta í mál, en fólkið vinnur. Sveitin nýtur auðæf- anna, hvort sem Dana vill eða ekki. — Den lauk sögu sinni. Hann stóð enn og starði á steingarðinn þegar ég sldldi við hann. Skömmu síðar varð mér lilið á smágrein í blaði. Þar var ágrip af arfleiðslu- skrá Dana. Samkvæmt henni áttu allar eignir lians að renna til bæjar- ins og skyldi varið á þann liátt sem ráðsmönnum hans þætti best henta. o GLEÐILEGT NÝÁR! þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. h.f. Ölgeröin Egill 5kallagn'mssDn GLEÐILEGT N Ý Á R ! þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Sjóklæðagerð íslands h.f. GLEÐILEGT NÝÁR ! þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Verslunin Fálkinn Óskum öllum viðskiftavinum vorum GLEÐILEGS NÝÁRS með þökk fyrir það liðna. Vinnufatagerð Islands Óskum öllum viðskiftavinum vorum GLEÐILEGS NÝÁRS UErsIun Ingibjargar Jnhnsnn Óskum öllum viðskiftavinum vorum GLEÐILEGS NÝÁRS nteð þökk fyrir það liðna. Nýja Efnalaugin

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.