Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 15.02.1946, Blaðsíða 3
F Á L K i N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag AHar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR Það er sagt að þrumuveður hreinsi loftið. Væri það rétt þá ætti að liafa lireinsast til í loftinu núna, eftir þrumudyn nærri sex ára. Og sé það rétt, sem gamla fóllcið sagði, að blóðtökur lireinsuðu „óhreina vessa“ úr líkamanum, þá ætti lítið af þeim vessum að vera i mannkyn- inu núna, eftir stærstu sláturtíð ver- ahlar. í marga mánuði hafa dómstólar ófriðarþjóðanna verið að dæma mál föðuríandssvikaranna og stríðs- glæpamanna Þjóðverja, æðri og lægri, bæði liöfuðpauranna sem réðu styrjöldinni og kúguninni, og til- kvaddra starfsmanna og sjálfboða- liða, sem hafa haft það sér til dægra- styttingar í nokkur ár að liýða menn og brjóta i þeim bein og tenn- ur, drepa þá með gasi, hengingu og skotum, eða svelta þá i hel. Þjóðirnar, sem lentu í hernámi eru í tukthusvandræðum. Það hefir verið sagt, að ef Danir ættu að hegna öllum þcim þegnum sínum, sem sekir eru um óþjóðlegt fram- ferði, jjyrftu þeir að reisa tugthús fyrir um 25 miljónir krópa. Og það er vitanlegt, að Danir hafa tekið vægar á liðsmönnum Þjóðverja en t. d. Norðmenn, enda var meira til af tukthúsum eftir Þjóðverja í Noregi en í Danmörku. Og nú eru Norðmenn að talca fé af smásyndur- um, samkvæmt þeirri reglu, að all- ir, sem hafa fénast á viðskiftum við Þjóðverja missi jiann ágóða og fái sekt að auki, eins og efni þola. En loftið hreinsast ekki við þetta. Það er molluloft yfir veröldinni enn, alveg eins og nýtt þrumuveð- ur sé í aðsigi. Enn er hætt við að reyndin verði sú, að styrjöldin verði ekki til að hreinsa til í ver- öldinni fremur en síðast. Og það hreinsast ekki lil fyrr en einhver atómsprengja kemur fram á andlega sviðinu. Ný vakning og viðurkenning á því, að þrátt fyr- ir allar tækniframfarir er mannkyn- ið á hættubraut, sem getur orðið heimsmenningunni til glötunar. Eftir fyrri lieimsstyrjöld voru menn að spá því, að hún yrði sú síðasta. Nú spáir enginn sliku. — Menn trúa ekki á Fróðafrið né Þúsundáraríki. Leikfélag Templara: Tengdamamma Ef einhver skyldi vera svo fá- fróður að halda, að Templarar hafi ekkert annað á stefnuskrá sinni en baráttu gegn brennivini, þá ætti sá hinn sami að reyna að kynna sér starfsemi þeirra og félagslíf örlítið nánar. Það yrði ef til vill til þess að liann gengi i regluna. Að vísu fær enginn upptöku í Góðtemplararegluna án þess fyrst að sverja sig hatraman óvin áfengis og einlægan fylgjanda þess, að því sé útrýmt fyrir fullt og allt, en um leið og hann gerir það, fær liann óhindraðan aðgang að fjörugu fé- lagslífi og skemmtunum, sem eru í flestu tilliti mjög frábrugðnar og ólíkt göfugri en þær skemmtanir, er nú tiðkast mest hér um slóðir. í hverri stúku eru fundir haldn- ir reglulega með mjög stuttu milli- bili. Vissár nefndir hafa það hlutverk að gangast fyrir kaffikvöldum, mál- fundiim og dansleikjum, en slíka dansleiki sækja menn auðvitað fyrst og fremst í þvi sjálfsagða augna- miði a'ð dansa, en ekki til að drekka sig fulla, eins og oft vill brenna við á almennum dansleikjum hér í bæ. 1 mörgum stúkum starfa auk þess ýmsir skemmtiklúbbar svo sem spjlaklúbbar, taflklúbbar og sauma- klúbbar, þvi allir eru meðlimir regl- unnar samtaka um það, að verja tómstundum sínum þannig, að þeim sé bæði gagn og gaman að. í fám orðum sagt, er félagslíf TemiDlara til fyrirmyndar og vel þess vert að þvi sé gaumur gefinn. Enn er samt ótalinn einn merk- asti þátturinn í starfsemi og skemm- lanalífi Templara, en ])að er leik- félag þeirra. Árlega liefir það sýn- ingar á einhverjum góðum sjón- leik og tekst það venjulega mjög vel, enda hefir Leikfélag Templara inörgum ágætum leikurum á að skipa. Á þessu ári hefir leikfélag Templ- ara valið sér til meðferðar sjónleik í 5 þáttum, sem heitir Tengda- Framhald á bls. lk. Kristjana ISenediktsdóltir sem Þura gamla, vinnukona á Heiði. Soffía Guðlaugsdóttir sem Björg á Heiði og Guðjón Einarsson og Finnborg Örnólfsdóttir sem hjónin Ari og Ásta. Hallgrímur Tulinius, stórkaupmað- Ingimar Jónsson, skólastjóri, verð- Sveinbjörn Jónsson, byggingameist- ur, varð 50 ára H. j). m. ur 55 ára í dag (15. febr.). ari, varð 50 ára 11. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.