Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1946, Side 4

Fálkinn - 15.02.1946, Side 4
4 F Á L K I N N Norski flotinn og stríðið Þegar kafbátaherna'ðurinn var sem æðisgengnastur bar það við einu sinni í New York, að amerík- anskur forráðamaður ávarpaði lióp norskra farmanna, sem þar voru staddir. „Þið hafið verið miklu meira virði en heil miljón manna," sagði hann. Maðurinn, sem sagði þessi orð var enginn annar en Land aðmíráll, yfirmaður allra siglinga- mála Bandaríkjanna. Hann þekkti manna best livers virði siglingarnar voru fyrir hernað hinna sameinuðu þjóða, og hann kunni að meta það hugrekki og fórnfýsi, sein farmenn- irnir sýndu og sem nauðsynleg var til þess að herirnir í Evrópu gætu yfirleitt barist. í maí síðastliðnum fékst stað- festing á þessum orðum, og hún sýndi að þau voru ekki nein glam- uryrði eða að Land stæði einn uppi með áðurnefnda skoðun. Þeg- ar Christmas Möller, utanríkisráð- herra Dana kom heim úr útlegð- inni í London, en þaðan stjórn- aði hann andstöðuhreyfingunni í Danmörku, sagði hann: „Eitt er víst og það er það, að stríðið vanst með aðstoð þeirri er norski versl- unarflotinn lét í té árin 1940 og 1941. Eg held að England, sem á l>eim árum stóð eitt uppi, liefði tapað stríðinu ef það hefði ekki' haft aðstoð norska flotans þá. Þessi styrjöld hefir verið olín- styrjöld, öllum öðrum fremur, og þessvegna er engin furða þó að tankskipin liafi verið þýðingarmikil fyrir öll þau ógrynni flugvéla, sem verið hafa í lofti, og fyrir þá skrið- drekaskriðu og önnur vélknúin hernaðartæki, sem brunað hafa um vígstöðvarnar í austri og vestri. „Norðmönnunum var ekki hernað- ur i liuga þegar þeir létu smiða hinn mikla tankskipaflota sinn, en það hefir komið á daginn að framsýni þeirra varð bjargvættur okkar“, skrifuðu ensku siglingablöðin á sin- um tíma. Og af hálfu sjálfs siglinga- málaráðuneytisins breska féllu þau orð nokkru síðar, að „fyrir orust- una um Atlantshafið hafði norski tankskipaflotinn sömu þýðingu og Spitfireflugvélarnar fyrir orustuna um England sumarið 1940.“ Þegar verst stóð á fyrir Bretum fengu þeir helminginn af öllu ben- síni sínu og olíu með norskum skipum, og það sama verður uppi á teningnum þegar litið er á aðrar nauðsynjar til hernaðar og fæðis. Norsku skipin keptust um að koma sem flestum förmum yfir Atlants- hafið. Það var norskt tankskip, sem fékk „bláa bandið“ i olíu- flutningunum yfir Atlantshaf og norsk v.oru þau skipin öll, sem næst komust metinu. Á ákveðnum tíma í stríðinu hafði eitt einstakt norskt skip farið 45 ferðir yfir Atlantshafið og flutt 575 miljón lítra af bensíni til vígstöðvanna, en það var nægilegt til að gera þúsund sprengjuflugvélar út i hundrað ferðir til óvinavigstöðv- anna. Hér eins og oftar sýndi norski sjómaðurinn sannleik þeirra orða skáldsins, að „þar sem fley getur flotið þá er liann fremsti maður- inn.“ Þegar sameinuðu þjóðirnar hófust handa á þvi erfiða vcrkefni að endurheimta töpuð svæði i Aust- urlöndum og byrjuðu með land- göngunni á Madagaskar, var það engin tilviljun að fyrsta skipið með landgönguliðið þangað var norskt. Þetta var upphafið að óförum Japana. Og þegar baróttan um Miðjarðar- hafið, sem lauk með falli Ítalíu, færðist í aukana, var það enn norskt skip sem var i fararbroddi innrásarflotans og selti fyrsta lið- ið á land í Casablanca! En áður höfðu norsk skip unnið þau af- rek í Miðjarðarhafi, sem Ijómi stóð af. Meðan stóð á hinum þrotlausu árásum á Malta hafði ekki einu einasta skipi tekist að komast þar í liöfn í þrjá mánuði samfleytt. Hvað eftir annað gerðu þrautvarð- ar skipalestir tilraun til að koma hinum aðþrengdu eyjarskeggjum til hjálpar, en þýskum og ítölskum flugvélum tókst ávalt að tvístra skipalestunum og sökktu þá mörg- um skipum. Nú var sex skipa hóp- ur sendur af stað og voru fjögur skipin norsk. Þar voru skipin „Thermopylæ“ og „Talbot“ fró útgerðarfélagi Wilhelmsens i Töns- berg og tvö tankskip, „Svenör“ og „Höegh Hood“ og ennfremur enskt skip og danskt. Skipin komust í höfn og var fagnað innilega, en áð- ur en þau höfðu varpað akkerum kom fyrsta hættutilkynningin frá loftvarnarliðinu. Það var kl. 10%. Klukkan 12,10 var næsta merki gef- ið og aftur kl. 14%. — Þessu áttu skipverjar að venjast þó þrjá mán- uði, sem þeir lágu í Valetta á Malta, og þessu liöfðu íbúarnir ótt að vpnjast í tvö ár. Það ræður að líkum að norsku skipin tóku þátt í innrásinni í Frakkland, sem vsrð uppliafið að síðasta þætti styrjaldarinnar og leiddi til þess að Noregur varð frjáls aftur. Tíunda hvert skip í innrásarflotamim var norskt! Og fyrsta skipið sem lagði að bryggju i Antwerpen eftir að sú mikla sigl- ingaborg var endurheimt, var norska skipið „Lysland“ frá Berg- en. V-flugurnar sprungu allt í kringum það, en „Lysland" slapp. — — — En öll þessi afrek hafa kostað Noreg mörg skip og enn fleiri mannslíf. Þegar þetta er skrifað er enn ekki fengið endan- legt' yfirlit um tjónið, en gera mó róð fyrir að flotinn hafi rýrnað um 000—700 skip, að smálestatali nær fíajidamenn gera innrás. helmingi af flotanum eins og hann var fyrir stríð, í ágúst 1939. Mun láta nærri að tapast hafi um 2,3 miljón brúttósmálestir, en það svar- ar til alls kaupskipaflota Svía og hálfs danska flotans að auk! Það eru stóru skipin, sem hafa orðið hlutfallslega verst úti. Meðal ann- ars liafa þrjú stærstu skip Noregs sokkið, nfl. „Oslofjord“, sem var til- tölulega nýtt skip, og hvalveiða- móðurskipin tvö frá félcginu „Kos- mos“. En þetta skarð verður hægt að fylla með tíð og tíma. Hinsvegar verður það skarð aldrei fyllt, sem höggið er í farmannahópinn norska. Bráðabirgðaskráin yfir þó, sem farist hafa og látið lífið fyrir Nor- eg og frelsið telur 3300 nöfn, frá 15—16 ára drengjum til öldunga yfir sjötugt. Öllum var þeim það sameiginlegt að þeir virtu að vett- ugi hættur kafbótanna, flugvélanna og rónskipanna, og létu ekki hug- fallast þó að þeir stæðu andspænis falILyssukjöftum hinna þýsku her- skipa . Tökum til dæmis skipið „Borgestad“ frá Porsgrunn, Það var eitt af mörgum skipum, sem þýskt beitiskip réðst á í Atlantshafi. Allt í einu sást frá hinum skipunum hvar „Borgestad“ sigldi út frá hópnum og stefndi beint á þýska herskipið, sem nú varð að beina öllum sínum skeytum að þessu norska skipi og hélt að það væri fullvopnað herskip í felubúningi friðsamlegs kaupfars. Hinar fífl- djörfu aðfarir norska skipsins urðu til þess að hin skipin sluppu sæmi- lega vel úr hildarleiknum, en „Borgestad" var skotið niður, með Grotnes skipstjóra ó brúnni og yfir 30 skipverja. Aldrei hvarflaði það að norsku farmönnunum að gefast upp fyrir óvinunum. Þjóðverjar reyndu að múta þeim; með þráðlausum skeyt- um buðu þeir þeim of fjór ef þeir vildu skerast úr leik sameinuðu pjóðanna og sigla skipum sínum + d. í japanska liöfn. Þessi boð uröu jafnan til þess að norsku piltarni skirptu í lófana og lögðu sig enn betur fram en áður. En þeir gerðu meira: „Förti tusen norske sjöfolk en for alle valgte strid, valgte hjemlösliet og lengsel valgte flammedöd og koldbrand valgtc drift pá spinkle fláter tusen ville mil fra hjelpen — evig lieder skal de ha,“ segir Nordahl Grieg. Þessar fáu línur um þann lcost, sem norsku sjómennirnir völdu, sýndu svarið er þeir gáfu tylliboðum Þjóðverja. Veikbyggðu flekarnir, þúsund óra- mílur frá lieimilinu urðu stundum vistarverur norsku sjómannanna svo vikum skifti. Tökum t. d. menn- ina fimm, sem komust af af „Mold- anger“ frá Bergen og voru á reki

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.