Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1946, Page 7

Fálkinn - 15.02.1946, Page 7
F Á L K I N N 7 Churchill hvílir sig. — Mynd þessi af Winston Churchill og konu hans var tekin fyrir skömmu á Miami Beach, Florida, en þar hafa þau dvalist upp á siðkastið sem gestir Franks Clarke, ofursta (t. h.). Churchill skrapp til Washington um síðustu helgi til að ræða við Truman forseta, en að lík- indum mún hann hverfa afthir suður á Florida, þegar þeim viðræðum er lokið. Hausttískan í New York. — Fallegur súkkulaðibrúnn loðjakki með viðum uppbrotnum ermum, ávölum öxlum og stórum hornum. Glæsilegur en óhentugur þvi sjálfsagt er hann ekki skjólgóður i miklum kulda. Ingiríður í jólaönnum. — Danska krónprinsessan, Ingiriður, hafði i mörgu að vasast núna fyrir jólin, eins og gefur að skilja, þar sem hún er virkur meðlimur í mörgum góðgerðafélögum og lætur öll mann- úðarmál mikið til sín taka. Á myndiruii sést hún vera að heilsa fátæk- um börnum á barnaheimili á Jótlandi. Mr. Joseph Davies. — sérstakur sendinmður Trumans forseta til Moskvu og London. Heimsóknir lians þangað liöfðu mikla þýðingu, einkum fyrir samkomulagið í San Franscisko. Prófessor Auguste Piccard, hálofts- farinn frægi, sem nú áfornmr að reyna að komast í loftfari upp í hin hœstn loftlög. Símaverkfallið í Bandaríkjunum. — Þjóðlif Bandaríkjanna varð fyrir geysilegum irufluniim, þegar simastarfsfólk gerði verkfall hérna á dögunum. í vikunni, sem leið, var verkfallinu loksins aflétt, svo að nú cr allt að færast i eðlitegl horf aftur. —• Myndin hér að ofan er frá American Telephone and Telegraph Building í New York, og var hún tekin i verkfallinu. Gamiir slmamenn, löngu komnir á eftirlaun, settust aftur við skiftiborðið og hjálpuðu ungu stúlkun- um við að afgreiða nauðsynlegustu langlinusímtölin.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.