Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1946, Blaðsíða 8

Fálkinn - 15.02.1946, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Hún söng fyrir þá ... Það var ekki oft, sem um- ferðaleikfélögin villtust til Lev- enford. Þessvegna vakti það til- hlýðilega athygli er það stóð skráð með stóru letri á aug- lýsingum, sem festar liöfðu ver- ið á múrveggi og þil i bænum, að Samúels-leikfélagið ætlaði að sýna ævintýraleikinn „Ösku- husku“. — Þetta var víst eitt- hvað fyrir börnin! En þrátt fyrir það lásu bæði ungir og gamlir auglýsingarnar nákvæm- lega og með mikilli gagni’ýni. Doggy Lind, sonur bæjarráðs- mannsins, lét meira að segja svo lítið að athuga auglýsing- una, vitanlega af miklu lítil- læti, því að Dogg>r var mikils- verður ineðlimur i litlu snobh- klíkunni, sem hélt bæjarbúum við efnið hvað nýjustu tísku snerti, svo og það, sem við bar í veröldinni. Hann var fölt ungmenni með gárótt hörund, hrossabrests- hlátra og talaði kankvíslegt gargansmál, sem hinir eldri kunningjar lians gátu orðið honum gramir yfir stund- um. Hann gekk í litríkum skyrt- um og úrvals úlsterfrakka með gríðarstórum vösum. Það sem hann vissi ekki um tísku og kvenfólk var ekki þess vert að vita það. í rauninni var ekkert illt til í Doggy. Helstu mein hans voru ríkur faðir, veikgeðja móðir og viðkvæm heilsa. Þegar við þetta hættist nauðsyn smábæjarfor- ingjans á því að vera talinn karl í krapinu, þá var Doggy kominn allur, eins og hann var upp á sitt versta. Samúels-leikfélaginu liafði ekki gengið vel með förina. Á einum staðnum liafði tómötum ringt yfir leikendurna, og á öðrum stað hafði fólkið kosið fúlegg í staðinn. Þegar til Lev- enford kom, munaði minstu að leiknum yrði aflýst. Tveimur dögum eftir frum- sýninguna rakst Finley læknir á Doggy Lind í Stórgötunni. — Halló, kunningi! orgaði Doggy glaður. Hann langaði til að fá sér glas með Finlay, þvi að hann leit upp til manna, sem voru jafn kunnugir leynd- ardómum mannslíkamans og hann var. — Hefirðu séð um- ferðaleikfélagið? — Nei, sagði Finlay, er það gott? — Gott? Doggy kastaði höfð- inu aftur og ýlfraði af hlátri. — Sýningin er blátt áfram brjálsemi. Versta bull, sem nokkurntíma hefir sést á leik- sviði. Hún er svo að maður getur hlegið sér til óbóta að henni. Nú fékk liann nýtt krampahláturskast, tók i hand- legginn á Finlay og stundi: — Hefirðu ekki heldur séð Dandini? — Nei, ég sagði að ég hefði ekkert séð af þessu. —- Hana verður þú að sjá, Finlay, sagði hann, þegar hann hafði jafnað sig svo að hann fékk niálið. — Hún segir nú sex. Hún Iítur út eins og liúð- arbykkja í prjónasamfestingi. Þú skilur livað ég meina — sem með naumindum liefir sloppið undan státraranum. Hún er ekki einum degi undir fimtugu -— dansar eins og fjal- högg, og röddin eins og í kvefaðri rottu — drottinn minn — ég fæ krampahlátur þegar ég hugsa til þess. Svo fékk liann nýtt liláturs- kast. Loksins stillti hann sig og sagði: — Þú mátt til með að sjá hana. Þú mátt ekki neita þér um þá ánægju! Eg hefi heila röð af sætum á fremsta bekk á hverju hvöldi. Komdu með mér í kvöld. Pétur West kemur líka og Jackson frá Morgunblaðinu. Finlay horfði á Doggy með liálfgerðum óánægjusvip. — Stundum féll honum vel við hann en stundum hafði liann viðbjóð á honum. Fyrst ætlaði liann að afþakka boðið, en á hinn bóginn þá langaði hann talsvert til að sjá þetta — segjum að það hafi verið for- vitni. Iiann svaraði stuttur i spuna: — Það getur verið að ég komi ef ég hefi tíma. Haltu eftir einum miða lianda mér. Sýningin var nýbyrjuð þegar Finlay laumaðist í sæti sitt, en áhorfendurnir, sem aðal lega voru búðarsendlar og ungt fóík, voi’u byrjaðir að ólátast. Ekki var hægt að neita þvi að þetta var bágborin leiksýn- ing. Og það bætti ekki úr skák hvað leikendurnir voru óviss- ir og hræddir. Sérstaklega var Dandini óviss, hin töfrandi Dand ini, dísin við hirðina, fallega stúlkan, sem vann prinsinn. Finlajr leit í leilcskrána. Lettv le Brun kallaði hún sig. IIví- líkt nafn! Og hvílíkur leikur! Hún var löng, beinamikil og hornótt. í kinnunum voru tveir eldrauðir blettir, og' það sást greinilega að hún var stoppuð liér og hvar. Hún hreyfði sig eins og leikbrúða og dansaði eins og liún gengi í svefni. Hún söng ekki einn einasta tón. Meira að segja þeg- ar kórinn tók undir þá söng hún elcki en bærði aðeins varirnar. Finlay liefði getað svarið að hún kæmi ekki upp nokkrum tón. En augu hennar voru töfr- andi —• stór, blá augu, sem einu sinni hlutu að hafa verið fögur, en nú voru full af ör- væntingu og sjálfsfyrirlitningu. í livert skifti sem hláturgusurn- ar dundu á henni — og það var oft — drógust raunalegu augun saman í stirðnuðu and- litinu. Það varð verra og verra eftir því sem á leið sýninguna. Blístur, suss og hræðileg kö 1 — þessu rigndi yfir háua. Doggy, sem var frá sér numinn af kæti, kreisti handlegginn á Finlay lækni og ldó svo að hann gat varla setið uppréttur í stólnum. — Getur maður ekki drepist úr hlátri af þessu! Er hún ekki það stórfenglegasta, sem þú hefir séð? stundi liann, eins og þetta væri upprennandi stjarna og hann sjálfur leikfróði mað- urinn, sem liefði uppgötvað hana. En Finlay hló ekki. I djúpi sálar hans var eitthvað, sem kenndi til við að sjá svo mikla lítillækkun konunnar á sjálfri sér. Loks féll tjaldið og dundi þá á fellibylur af háðsglósum og háreysti, og Finlay dró andann léttar. En Doggy var ekki bú- inn ennþá. — Nú förmn við að tjalda- baki, sagði hann og deplaði augunum glottandi til kunningj- anna. Finlay ætlaði að mótmæla þessu, en þeir félagar voru þegar komnir af stað. Finlay elti þá gegnum kaldan gang, þar sem nístandi dragsúgur var, upp brakandi stiga og inn í klæðakompu Letty le Brun. Þetta var óvistleg hola með rifnu veggfóðri og full af raka. Flestir leikenduruir voru farn- ir, fegnir þvi að komast á gisti- húsið eins fljótt og unnt væri. En Letty le Brun var þarna ennþá. Hún sat við borð, sem var alsett allskonar smádóti. Var að hneppa að sér kjólnum sínum. I nálægð sást enn betur hve aumingjaleg hún var. Hún hafði þvegið farðann framan úr sér, en roðablettirnir voru enn í kinnunum — undir stóru, bláu augunum voru svart- fr hringir. Hún starði á þá og kom ekki upp nokkru orði. Lolcs sagði hún, og það var nokkur virðu- leiki í röddinni: — Hvers óskið þið, lierrarnir? Doggy steig skref fram, með uppgerðar kurteisi liann vissi hvernig hann átti að liaga sér — og sagði biðjandi: — Við vorum allir svo hrifnir af leik yðar i kvöld, ungfrú le Brun. Við erum komnir til að lýsa aðdáun okkar og um leið ætl- uðum við að biðja yður að gera okkur þann sóma og gleði að borða ofurlítinn kvöldverð með okkur í kvöld. Það varð hljótt i herberginu. Ungi West, sem stóð næstur dyrunum, reyndi að halda niðri í sér lilátrinum. —, Eg get það ekki i kvöld. Eg er svo þreytt núna, sagði hún. Doggy var samt eklci af baki dottinn. — En lieyrið þér ung- frú le Brun. Þetta er bara ofur- lítill kvöldverður. — Leikkona með yðar reynslu getur ekki verið of þreytt til þess. Hún horfði á þá alla, róleg- um, raunalegum augum. — Hún finnur að hann er að skopast að lienni, liugsaði Finlay og kenndi sársauka, — en hún tekur þvi eins og drottning. — Ef þér eruð áfram um þetta get ég það kanske á morg- un. Nú varð Doggy ánægður. — Fyrirtak! hrópaði hann og svo ákváðu þau stund og stað. Svo varð þögn og Doggy rétti fram Saga eftir R. J. Cronin

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.