Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1946, Side 12

Fálkinn - 15.02.1946, Side 12
12 *’ Á L K I N N Ragnhild Breinholt Nörgaard: • • Oldur örlaganna 14 eins til þess að þú getir betur skilið, _að það sé ekki ávinningur fyrir okkur að hafa drenginn, iieldur er það aðeins af góðsemi. — Eg skil það vel, Emanuel, ég er ykkur báðum þakklát, sagði Inga, sem var fegin að maður hennar bafði ekki lieyrt þetta samtal. — Eg skal reyna að borga meira með honum, ef ég mögulega get, en nú sem stendur, er mér það því miður ekki unnt. — Það besta sem þú gætir gert, væri að draga úr heimsóknum þínum liingað, sagði séra Emanuel, í fyrsta lagi, af því að ferðirnar lcosta þó alltaf nokkuð, og í öðru lagi með tilliti til drengsins. Því eftir því, sem liann sér þig sjaldnar, mun hann una sér betur. í hvert skifti, sem þú ert búin að vera hér, og ert farin aft- ur, er ekki hægt að fá hann út úr herberg- inu; liann liggur þar bara og grætur. Hann unir sér aldrei vel með þessu lagi. Inga svaraði ekki, en henni varð þungt í huga. Hún sá Per litla í huganum, ein- mana gráta sig í svefn. Hann var alltaf svo kotroskinn er hún fór og gætti þess að hún yrði þess ekki vör, hversu hrygg- ur hann var, en á eftir------já, hún gat svo vel skilið það. Hann var undarlegt barn, og skilnings- gott. Hún var viss um að skilningur lians og nærgætni var eins mikil og hjá þeim, sem fullorðnir voru. Hann vissi að liann mundi þyngja áhyggjur foreldra sinna, ef hann segði þeim, hve mikið liann langaði heim, og þessvegna talaði hann ekki um það við þau. Hún hugsaði um það, að um veturinn, sem nú nálgaðist myndi hann ekki geta notið þeirrar friðsældar, fegurðar og gleði, sem sumarið veitti, heldur verða að sitja inni í hinni óvistlegu stofu, kvöld eftir kvöld, stofunni sem hún sjálf hafði feng- ið óbeit á í sambúð sinni með Emanuel og konu hans. Henni hryllti við þessari hugsun. Hún varð að taka drenginn heim fyrir veturinn. Þrátt fyrir það þótt lofts- lagið væri betra í sveitinni. En hún mundi geta farið með hann út fyrir bæinn, í gönguferðir og bætt honum það þannig að nokkru. Ilinsvegar mundi það verða lil þess, að hún yrði að hætta atvinnu sinni, og þar með ekki geta Iengur lagl Erik lið, við öflun hins daglega brauðs. Hún hafði aldrei haft jafn mikla þrá eftir pening- um sem nú — liafði aldrei skilist fyrr hverja þýðingu þeir geta haft. Ef liún hefði peninga myndi hún geta gert svo mikið fyrir drenginn; hún myndi geta ferðast með hann til Suðurlanda, í sól- ina og lilýjuna. Ef til vill, hugsaði hún, mundi gerast eitthvert kraftaverk! Eitthvert óvænt at- vilc gat borið að höndum, Erik gæti skyndi lega komist í góða stöðu, þau máttu ekki gcifa upp alla von, heldur vona það besta í lengstu lög, aðeins ekki gefast upp. IX. kafli. En vonirnar virtust ekki ætla að ræt- ast — þvert á móti! Sala Eriks varð minni og minni, og honum var livað eftir annað sýnl fram á það af forstjóra fyrirtækisins, sem liann vann hjá, að sölúlaun hans yrðu að lækka, j)ví að fyrirtækið gæti ekki staðið undir rekstrinum. Inga fylltist meðauinkvunar með lionum, er hún sá hver álirif þetta hafði á hann, þó reyndi liann að bera sig vel til þess að vekja sem minstan ugg hjá henni. Svo skeði það sem í augum Ingu var það þungbærasta, sem ennþá liafði kom- ið fyrir hana; en hún reyndi að líta á það með sömu augum og maður liennar, því að hún vissi, að með því gæfist ef til vill tækifæri, sem gæti gei’breytt fram- tíð þeirra. Kvöld eitt kom Sylvía Williams þeim alveg á óvart. Þau liöfðu ekki séð hana í margar vikur, og voru farin að halda að hún mundi vera hætt heimsóknunum. Er hún hafði heilsað Ingu sneri hún sér til Eriks, og spurði um afkomu hans. Erfið, svaraði hann, og liafði nú gefist upp við að dylja hversu bágar á- stæður hans voru. — Það getur varla orð- ið verra, bætti hann við. Nú kom honum ekki til hugar lengur að látast meiri en hann var. Samtal hans og Ingu fyrir nokkrum mánuðum, var lionum enn í fersku minni og hann sá, að þá hafði hún haft rétt fyrir sér. Ef Sylvía liti niður á þau fyrir fátækt þeirra, þá lét hann sér það nú í léttu rúmi liggja. Við höfðum ekki séð þig lengi, sagði hann til þess að halda samtalinu áfram. —Þú hlýtur að hafa mikið að gera, get ég ímyndað mér. — Nei, ekki sérslaklega, svaraði Syl- via og hristi liöfuðið, með leyndardóms- fullum svip. — En ég vildi ekki koma fyrr en ég gæti komið með góðar fréttir, ég vona að ininnsla kosti að þær verði ykkur til gleði. Eg hefi skrifað lil frænda míns, sem — eins og þú veist — er stórútgerð- armaður í New York, og sagt lionum frá þér; frá dugnaði þiítúm og menntun, og hversu erfitt þú hafir átt. Eg liefi beðið hann að gera það fyrir frændsemis sakir við mig, að útvega þér atvinnu. Eg sagði honum auðvitað að þú værir góður mála- maður, og hefðir unnið ábyrgðarmikil störf. Nú hefir liann fallist á að taka þig í þjónustu sína við fyrirtæki sitt, og þetta er tækifæri, sem getur gefið mikla fram- tíðarmöguleika, þrátt fyrir það, þótt laun- in verði ekki mjög lvá fyrst í stað. Eftir ársdvöl, getur þú verið búinn að sjá hvernig allt gengur, og munt þá eflaust geta unnið þig upp, minstakosti fremur en hér heima. — Hún rétti honum bréf. — Segðu svo að ég liafi ekki gert það sem ég gat. Eg hefi alla lið viljað reyna að hjálpa þér. — Inga, sagði Erik og sneri sér til konu sinnar, er hann hafði lesið bréfið. — Lestu þetla! Rödd lians var klöldc af geðshræringu. — Eg verð að fara burt frá öllu bér lieima; í burt frá þér og drengn- um. En skilurðu livað það hefir í för með sér fyrir okkur! Eg fæ tækifæri til þess að vinna mig upp aftur; ég var þó búinn að missa alla von um það. Það birti yfir svip hans. — Inga, segðu eitt- hvað um þetta, þetta er undarlegt — næstum ótrúlegra en svo að ég geti trú- að því. Ef til vill verður þetta þó til þess að við verðum að vera fjarverandi hvorl öðru um stundarsakir, þar til ég get stofnað lieimili fyrir okkur í Am- eríku, en þótt skilnaðurinn verði sár, þá mildar það söknuðinn, að við eigum i vændum öryggi, og' getum lifað góðu lífi. Eg...... Inga! Hann þagnaði skyndilega og greip hönd hennar, þegar hann sá hversu föl hún var. — Ástin mín, ertu ekki glöð? Er þér óbærileg hugsunin um það að ég fari svona langt í burtu frá þér. Ef svo er, þá fer ég auðvitað ekki, en þú hlýtur að sjá hverja þýðingu þetta hefir fyrir okkur, og nú sérðu að krafta- verkið, sem við höfum beðið eftir að gerðist, hefir skeð. Segðu að þú sért ham- ingjusöm, Inga, sagði hann uppörfandi, og Inga sem skildi vel afstöðu hans kink- aði kolli. En samt var henni þungt í liuga, og henni fannst sem farg hvíldi á lijarta sínu. Að þurfa að skilja við Erik — ef til vill fyrir langan tíma — fannst henni óbærilegt, og þar að auki kom tortryggni hennar, sem ekki gat yfirgefið hana þrátt fyrir allt. — Óttinn við það, að Sylvía væri ekki öll þar sem hún var séð, og að tilgangur hennar með þessari ráða- gerð, væri sá að fjarlægja þau Erilc livort frá öðru. Hún reyndi að hrinda þessari liugsun frá sér, en gat það ekki. Ef hún bara væri viss um að hún hefði Sylviu fyrir rangri sök, og að hún gerði þetta af einlægum hug til þess að lijálpa þeim, gæti hún afborið það að Erik færi í burtu. En hún gat ekki komist að því rétta. — Þér finnst rétl að ég fari, sagði Erik með gleðihreim i röddinni. — Hugsaðu um það, Inga, hverja gæfu það getur fært okkur. Já, Erik, það er einmitt það, sem ég hugsa út í. Hún þagnaði skyndilega. Hún gal ekki látið tilfinningar sínar í Ijós í nærveru Sylvíu. — Þú verður auð- vitað að gera það sem þér finnst hyggi- legast, bætti liún við. — Ef til vill megum við ekki láta þetta tækifæri fara fram hjá okkur. Nei, áreiðanlega ekki, sagði Sylvía,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.