Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1946, Síða 10

Fálkinn - 03.05.1946, Síða 10
10 F Á L K I N N YNQ/VU LEftNfcURNIR Góða drottningin mjög reiður. — Af hverju gerðir l>ú þetta? spurði hann. — Nú vil ég ekki hafa þig fyrir drottningu lengur. Og drottningunni þótti líka súrt í brotið. hví að hún varð að fara úr höllinni úr því að hún fékk ekki að vera drottning'. — Fæ ég að hafa nokkuð úr höllinni með mér? spurði hún. — Já, sagði kongurinn. Taktu eitthvað sem þér þykir vænt um. Þegar kongurinn sofnaði um kvöldið tók drottningin dúnsæng og vafði utan um hann. Og svo bað hún hermennina að bera hann í litta bæinn, sem hún liafði átt heima í ])egar hún var stúlka. Þegar kongurinn vaknaði morg- uninn eftir spurði hann: — Hvar er ég? — Þú tofaðir að ég mætti taka með mér, það sem mér þætti vænst um, og mér þótti vænt um þig. Þá gugnaði kongurinn. Og svo fluttu þau í liöllina aftur. S k r í 11 u r Einu sinni var gamalt maður, sem var ósköi) fátækur. En hann átti duglega og góða telpu. Og einu sinni sagði telpan við hann: —• Farðu í höllina, pabbi, og' spurðu konginn hvort hann vilji ekki gefa okkur svolítinn jarðar- skika, svo að við getuin sett þar niður kartöflur og fengið eittlivað að borða. Og gamli maðurinn fór í liöll- ina, og kongurinn var góður og gaf honum stóra skák. Og einu sinni þegar liann var að vinna i kálgarðinum sínum rak liann skófluna í gullskrín. En ])að var ekkert lok á þvi. Karlinn fór með ]iað heim tii sín og sagði við dóttur sína: — Mér finnst að við ættum að gefa konginum skrínið, úr því að hann var svo vænn að gefa okkur skákina. — Nei, ekki skaltu gera það, sagði telpan. Því að ef kongurinn fær loklaust skrín, þá heldur hann ef til vill að við séum að pretta sig og höfum haldið lokinu sjálf. En karlinn skeytti ekki Jjví sem telpan sagði og fór beina leið í höllina til að gefa konginum skrín- ið. Kongurinn þakkaði fyrir en spurði hvar lokið væri. — Það var ekkert lok á þvi, sagði maðurinn. — Hafi skrínið verið þar, þá hcfir lokið verið þar, sagði kongurinn. — Farðu nú undir eins og sæktu lokið. — En gamli maðurinn sagðist ekki hafa fundið neitt lok. — Ætlarðu að pretta mig, sem liefi verið svo góður við þig, sagði kongurinn. Og svo lét hann her- menina sina taka manninn og læsa hann inni í hallarturninum. — Þarna skaltu dúsa þangað lil þú segir mér, hvar lokið er! sagði konungurinn. — — — — Einn daginn þegar hermennirnir komu með mat handá karlinum, sagði hann: — Hvers- vegna gerði ég ekki eins og telpan mín vildi? — Hvað var það, sem lnin vildi? spurðu hermennirnir. — Hún sagði að ég ætti ekki að gefa konginum skrínið, úr því að ekkert væri á því lokið. Hermennirnir fóru til kongsins og sögðu honum frá þessu. — Færið þér með þessa stúlku, sagði konungurinn. — Eg vil tala við liana, því að hún er auðsjáan- lega greind. En segið henni að lnin megi ekki vera í neinum fötum þegar liún kemur í höllina. En hún má heldur ekki koma nakin. Og svo má hún livorki koma gang- andi, akandi eða ríðandi. Og ef hún getur ráðið fram úr þessu skal hún verða drottningin mín! Hermennirnir fóru til stúlkunnar og skiluðu boðunum frá kóngi. Stúlkan fór nú fyrst úr öllum fötunum. Svo tók lnin stórt sil- unganet og vafði því utan um sig. Þá var lnin fatalaus en ekki nakin samt. —• Svo náði lnin í hest og hnýtti endanum á netinu í taglið á honum. Og svo lét hún liestinn draga sig í höllina. Kongurinn var glaður þegar hann sá stúlkuna. — Þú ert bæði dugleg greind og góð, sagði hann. Og nú kaltu verða drottning mín. Og svo var gamla manninum leppt úr turninum og hann var viðstaddur þegar dóttir hans var ;erð að drottningu. Eftir nokkra daga reið kongur- inn út með hermennina sína. I sama bili komu nokkrir karlar að höllinni með eldivið. Sumir höfðu uxa, sem drógu viðinn, og sumir voru með hesta. Og einni merinni fylgdi folald. Meðan þeir voru að afferma viðinn hljóp folaldið inn á milli uxanna. Og þegar karlarn- ir liéldu heim vildi sá, sem átti folaldið, fá það aftur. — Það er mitt folald, því að það fór til uxans míns, sagði ann- ar. Þegar kongurinn heyrði að þeir voru að rifast spurði liann um ástæðuna. Og þá sagði uxakarlinn að hann ætti folaldið. — Þá er folaldið að fara með þér, sagði kongurinn. En hryssan var svo döpur er hún missti folaldið. Og daginn eftir fór maðurinn, sem átti hryssuna, til drottningarinnar. — Þú ert svo góð drottning, að þú vilt eflaust hjálpa mér, sagði hann. Hryssan mín fékk ekki að lialda folaldinu sinu. Hvað á ég að gera? Kongurinn sagði að uxakarl- inn ætti folaldið. — Fáðu þér stórt net, sagði drotn- ingin. Og þegar kongurinn ríður næst út með hermennina sína. Þá skaltu l'ara á torgið og láta eins og þú sért að veiða. Karlinn gerði það. Og þegar kong- urinn spurði hann hvað hann væri að gera, svaraði hann. —■ Eg er að veiða, sagði karlinn. — Ekki geturðu veitt á þurru landi, sagði kongurinn. — Víst get ég það. Þegar uxi getur eignast folald, þá getur mað- ur fiskað á þurru landi líka. Kongurinn spurði liver hefði sagt honum að svara svona. — Það gerði drottningin, sagði karlinn. Þá reið kongurinn heim og var — Bara að ég vissi, hvernig ég gœti látiff kaffiskammiinn endast? — Eltu þennan vagn þarna, segi ég — / — Þetta er hann Bill, bölvaður bjáninn, — liann heldur að ég sé meff stelpuna hans. Jens hefir verið tekinn fastur, grunaður um íkveikju. Verjandi hans kemur i steininn lil að tala við hann. - Það væri gott, el' þér gætuð fært fram sannanir fyrir því, að þér hafið ekki komið þarna nærri. Gelið þér ekki nefnt neinn, sem sá yður um það leyti, sem kviknaði i húsinu? — Nei, Guði sé lof! Leikarinn: — Herra minn, mér er sagl að þér hafið í gær, i sam- kvæmi sem talaði um að ég væri mikill listamaður, andmælt því. Er ])etta rétt? — Nei, ég hefi aldrei verið í sam- kvæmi, sem hefir talað um að þér væruð listamaður. Faffir: - Hvernig stóð á því, Mummi lilli, að þú félsl núna aftur á prófinu? Mummi: — Það kom nú bara til af því að þeir héldu próf. Lítið þér á Stína, hérna liefi ég safnað saimui myndum af öllum þeim, sem ég skulda. Athugið ]iér nú myndirnar vel, og ef einhver |iess ara manna spyr eftir mér, þá mun- ið að segja að ég sé ekki heima! — Eg mætti konunni þinni á götunni um daginn. Hvernig í ó- sköþunum liefir þú efni á að láta hana ganga í svona dýrri loðkápu? Eg keypti hana upp á krít og á ekki að borga hana fyrr en eftir þrjá mánuði. — En hefirðu efni á að borga hana þá? Nei, en þá verður orðið svo lieitt í veðrinu. — Talar maðurinn minn nokkurn- líma í svefni? Nei, hann hara liggur og bros- ir, skömmin sú arna. Við liátið eina hjá prússnesku hirðinni var leikinn þjóðsöngurinn: „Eg er Prússi, liekkið þið liti inína?“ Hertoginn af Anholt-Köthen sneri sér að Friðrik Wilhelm IV. og sagði: — En hvað ég öfunda yðar liálign af að eiga svona fallegan söng! — Þér getið notað hann og sung- ið hann svona: „Eg er Köther (seppi), þekkið þið litinn á mér?“ svaraði konungurinn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.