Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 31.05.1946, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N „Hvide Falke“ Ljóðaþýðingar Guðmundar Kamban - LITLA SAGAN - A. M.: Óvænt gleði Gallinn á þér cr sá, að þú tekur ekki herþjónustuna nógu alvarlega, sagðl Mulligan og góndi hugsandi ofan i ölglasið. Strákurinn hló. — Já, hélt Gissberg áfrara. — Er enginn raetnaður i þér, drengur? — Nei, fjarri fer því — sem betur fer, sagði strákurinn og hló enn. — Það er miklu þægilegra svona. — Það sem þú þarfnast fyrst og fremst, sagði Mulligan, — er liö- þjálfi, sem kann skil á mannlegu eðli. Helst einskonar sambland af .Boris Karloff og górilla-apa. Maður sem gæti þröngvað þér til að starfa eilthvað til tilbreytingar. Strákurinn fnæsti. — Það er ekki nema einn maður, sem nokk- urntíma hefir getað fengið mig til að vinna, og mér þætti gaman ef ég hitti liann hérna í hernum. Eg á óútkljáð skifti við hann. — Og hver er sá ógæfusami mað- ur? spurði Mulligan. — Það er latínukennarinn minn. f.angur, skraufþurr þorpari, með íshjarta. Hann fór méð okkur eins og samanbundna fanga. Og gagn- v.art mér hegðaði hann sér þannig, að ég liefði gaman af að lumbra eftirminnilega á honum. — Gerðirðu ])að þá aldrei? — Nei, svaraði strákurinn skömmustulegur. — Eg þorði það ekki. Þegar liann leit fiskaugunum sínum á mann þá dró úr manni allan mátt. Á ég að segja yður hvað hann gerði við mig? Ginsberg og Mulligan biðu á- tekta. — Jones! sagði hann einn dag- inn. Eg geri ráð fyrir að þú viljir taka þótt í íþróttamótinu, sem verð- ur haldið eftir hálfan mánuð. — Auðvitað, svaraði ég. — Jahá! sagði hann kaldhæðinn. En eftir stíln- um þínum í gær að dæma, er latín- an eins og gríska fyrir þér. Ef þú færð ekki að minsta kosti dável fyrir næsta stílinn ])inn, þá skal ég sjá til þess að þú fáir hvorki að laka þátt í mólinu né vera á- horfandi. — Haltu áfram, sagði Ginsberg. — Eg fer að verða forvitinn um hvernig þessu reiðir af. — Jæja, svo hámaði ég i mig latínu í tvær vikur, mig dreymdi á latínu og ég andaði að mér latínu. Eg gerði stilinn og hann stóðst, og ég tók ])átt i íþróttamótinu og fékk meira að segja verðlaun. —- Og það sem betra var, — sagði hann og tók upp vasabókina sína. — Eg náði mér í stelpu líka. Hérna er myndin af henni! Þú hefir of lílið fyrir lífinu, sagði Mulligan. (Framhald á hls. 11. í sambandi við grein, sem ég skrifaði einhverntíma í vetur, þar sem minnst var á þýðingar íslenskra ljóða á erlendar tungur, var mér bent á, að mér hefði skotist yfir ljóðaþýðingar Guðmundar Kamban á dönsku. Eg hafði ekki séð þá bók, af þeirri ástæðu að hún var ekki komin í bókaverslanir heima þegar ég fór. Og' ég geri ráð fyrir að flestum hafi farið eins og mér. En nú liefi ég fengið bókina, „Hvide Falke“ heitir hún. Og vegna þess hvílíkt snilldarverk hún er þá ligg- ur nærri að benda almenningi á hana, því að hún á ekki skilið að liggja í þagnargildi. Ef til vill hel'ir enginn íslending- ur verið jafn fær til að vinna þetta verk og Iíamban var. Hann var næmari fyrir hrynjandi hljóðs en flestir aðrir enda va>' hann afburða- maður í frásagnarlist. Hann lagði sérstaka alúð við að vanda málfar sitt, og vildi aldrei nota málið sem flík, heldur sem skrúða hugsunar- innar. Fyrsta verk hans er hann kom sem ungur stúdent til Dan- merkur var að fá sér tilsögn í með- ferð málsins, og kennari hans var enginn annar en P. A. Jerndorff leikari, sem talinn var tala feg- ust mál allra Dana á sinni tíð. Kamban varð að því er vitað er fyrstur allra íslendinga til þess að gera tungutak sitt að list. Og þessi kunnátta kemur vel fram í meðferð skáldsins á ljóðum hinna tiu islensku skálda, sem hann leiðir fram á sjónarsviðið í „Ilvide Falke". Ljóðin eru 45, flest eftir Jónas og .Bjarna og Grím Thomsen, og bún- ingur þeirra allra eru ekki flíkur heldur skrúði, yfirlætislausrar tign- ar og breytilegur eftir því sem hverju kvæði hæfir. Þýðingasafnið hefst með sálmi Hallgrims Péturssonar um „Dauðans óvissan tíma.“ Það er undravert hversu tekist hefir að varðveita yfirbragð hins islenska útfararsálms i danska búningnum; þar hvílir sama róin og festan yfir öllu. Tök- um l. d. erindið „Hvorki fyrir liefð né valdi“: Saalidt for Magt som Ære viger Döden en Streg, han la’r sig ej besnære, ströes end med Guld hans Vej; hans Syn kan larame, lokke, det kommer ham ej ved, ej Graad, ej Iíarm kan rokke lians Ubönhörlighed. Eftir Bjarna Thorarensen eru í safninu sjö kvæði, þar á meðal Sig- rúnarljóð, Vetur, Sæmundur Hólm og Oddur Hjaltalín. Hér skal tekið til dæmis livernig Kamban þýðir liið ramaukna upphafserindi í „Oddur Hjaltalín" — „Enginn ámælir þeim undir björgum“: Ingen dadler den sem under Klipper ligger með knuste Lemmer og Ködet flænger af Lavalanse, livis ej lians Skrig fölger Rytmens Regler. Frá Jónasi Hallgrímssyni er m. a. Gunnarshólma. Ferðalok, ísland farsældar frón, Eg bið að lieilsa og Hvað er svo glatt. Þannig hljóðar niðurlag Gunnarshólma i þýðingu Kambans: Thi Gunnar trodset modigt Svig og [Mord, fremfor at römme Fosterlandets [Strande. Hans Fjender fik ved List og Nidd- [.ingsord Held til en Overmand at overmande. Dog finder jeg hans Saga skön og [stor: Med Undren ser jeg, end paa kolde [Sande den grönbevoxne Gunnarsholm at [fejre over den vilde Vandflom stolte [Sejre. —--------Hvor gyldne Agre för gav [rige Fold, aflejrer Tveraa Sand í Dynger, [Bjerge. Sol staar paa Fjelde, som í Heden- [old, men ser nu Floden Dalens Skönhed [hærge. Flygtet er hver en Dverg og död [hver Trold, Folket í Nöd og kan sig ikke værge. Men skjulte Magter skærmer alle [Dage det Stykke Land, hvor Gunnar red [tilbage. Það er ósegjanlegur munur á þessu og þeim þýðingum á Norðui'- landamál, sem áður eru til af Gunn- arshólma. Lítið hefir verið gert af því að þýða Grím Thomsen. Kamban hefir þýtt Skúlaskeið, Á Glæsivöllum, Sverri konung og fimm önnur kvæði. í þýðingu Kambans segir Sverrir meðal annars: Mangen Dödspynt har jcg rundet, Birkebark om Leggen vundet, stridt mig frem mens Frosten bed. Men hvad er det mod Sjelekviden hele Vejen, hele Tiden, som for Dig, mit Land, jeg led. „Vor“ Steingríms Thorsteinsson- ar og nokkrar vísur eftir hann eru i bókinni, og eftir Matthías er m. a. fyrsta erindið af „Ó Guð vors lands“, sem margir hafa reynt að þýða, en engum sennilega tekist eins vel og Kamban. Þar er „Eggert Ólafsson“ og sálmurinn fagri, „Fyrst boðar Guð sitt blessað náðarorðið“. Þar er síðasta erindið svo: O, Herre, Du, sem kalder, beder, [tvinger, jeg selv er blind, men ved Din Sön [mig bringer fra Synd og Farer gennem Dödens [Daíe til evig Fryd I Dine skönne Sale. Stephan G. á þarna „Þó þú lang- förull legðir, Þorsteinn Erlingsson þrjú lcvæði og eftir Hannes Haf- slein eru fjögur, þ. á m. Við Vala- gilsá, Sprettur og Kakalakvæðið. Ilvor stolt han Halsen krummer! Mærk nu blot den Kraft sem Rytmen rummer! Hör livor flol Naturen stemmer i; Fjeld og Slette synger Sang ii! Lette Fodslags Melodi. segir í 4 vísu í „Spretti". Það hefii' löngum verið talin ó- gerningur að þýða Einar Benedikt..- son svo vel fari. Kamban liefir sýnt að þetta var rangt. Hann þýðir hin þungu kvæði Norðurljós og Útsæ og Ivvöld í Róm jafn glæsilega og önnur, sem telja mætli lélegri viðfangs, ])annig að þau eru svo tignarleg í hinum nýja búningi að bestu skáld Norðurlanda mundu telja sér lieiður að þeim. Þarna er líka fyrsta erindið úr Skriflabúð- inni mergjað i máli ekki siður en frumkvæðið: En graakröllet, skulende Aagerkarl [væk fra Disken til Ivnagen sig iisler, mikkelöjet og flygtig-fræk, med Svigen malt í livert Ansigts- [træk, lians Haansmil et Udaadsregister. Heie iians lange Liv betöd en Legen með andres Taarer og Nöd, det skænket ham Velvære, skænket [Bröd — til Helvedes Tugt ham rister. Loks er eitt kvæði eftir Kaniban sjálfan, um Arinbjörn presl i Reyk- liolti, stórfenglegt og fagurt. Kristján Albei'tson hefir skrifað inngang að kvæðunum og segii' þar frá skáldunum, sem hlut ciga að máli, ljóst og skilmerkilega. Er mik- ill fengur að þessu bókmennlayfir- iiti hans. En um bók ])essa sem heild má segja, að liún er sú besta landkynn- ing' sem ísland gat fengið handa frændþjóðunum á Norðurlöndum, sem yfirleitl eru býsna fáfróðar um nútiðarbókmenntir okkar. Það er ómetanlega dýrmæt gjöf, sem Kamb- an hefir gefið þjóð sinni með þess- um þýðingum, og það er skylda vor að sjá tii þess að hún beri skáldmenningu þjóðarinnar og snilli þýðandans vitni sem allra viðast. Sk. Sk.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.