Fálkinn - 31.05.1946, Side 9
F A L K I N N
9
taugarnar i samt lag aftur. Með
endurnýjuðu þreki fór hann að
vinna að doktorsritgerð sinni aftur,
og er hún hafði verið tekin gild
varði hann hana með lieiðri.
Á næstu árum hrást lninn ekki
þeim vonum, sem menn höfðu gert
sér um hann. Hann varð frábær
skurðlæknir og nafn lians var á
allra vörum. Þess mundi skammt að
bíða að liann yrði prófessor.
Þá var bréfapressan og leyndar-
dómur hennar fyrir löngu gleymt.
Og hefði hann af tilviljun rekist á
hana ncðst niðri í skúffu, og gaml-
ar endurminningar komið honum í
lnig, mundi hann líklega hafa
skammast sín fyrir live mikið flón
hann liafði verið einu sinni.
Nei, dr. med. Jens Brant yfir-
læknir lá nú fyrir traustum fest-
um i heimi veruleikans, raunliygg-
inn vísindamaður en alls ekki
draumóramaður. Einn sólbjartau
síðdag labbaði hann fram gang-
stéttina innan um mergð af fólki,
öruggur og ánægður með lífið.
Hann var á leið heim til sín, og
mót venju hafði hann lagt leið sína
um aðalgötuna, því að liann lang-
aði til að sjá glöð og brosandi and-
lit. Hann liafði gaman af að slóra
þarna og horfa á allt fólkið og um-
ferðipa, fann til sín yfir því hvað
hann var beinn og íturvaxinn þeg-
ar hann af tilviljun sá sjálfan sig
í glugganum á einni ilmvatnaversl-
uninni.
Gamall liðsforingi í hérbúningi
kom á móti honum, svo að hann
varð að heygja út á akbrautina. . . .
í sama augnahljki datl honum
skyndilega í hug: Hvað er þetta'?
Þú hefir lifað alll þetta áður.
Hann mundi ekki hvar eða hvern-
ig, en ósjálfrátt leit liann í ákveðna
átt, því að hann vissi að þar á
gangstéttarbrúninni baðaði ung
stúlka út höndunum til að missa
ekki jafnvægið, og svo datt ln’|n
aftur yfir sig. Stór, hlá bifreið ætl-
að að staðnæmast og það ískraði
í hemlunum. Nú mundi heyrast
óp......!
Hann æddi áfram án þess að gera
sér grein fyrir livorl þetta mundi
verða. Olnhogaði sig áfram gegn-
um mannfjöldann, sem hafði linapp-
ast þarna saman. Það var ekki fyrr
en liann stóð með meðvitundar-
lausa stúlkuna í fanginu og hann
heyrði sjálfan sig hvísla: Irene....
að hann kom til sjálf sín aftur.
Ilann leit kringum sig eins og úli
á þekju og fannst líkast því og
þetta væri draumur en ekki veru-
leiki.
Titrandi af óþolinmæði beið hann
]iess að einhver rödd mundi segja,
að lyfjabúð væri á næsta horni.
Hann vissi nú þegar hvar og hvern-
ig sófinn stóð, sem hann mundi
leggja hana á, og hvernig lyfjafræð-
ingurinn leit út, sem mundi koma
hlaupandi með umbúðirnar. Með-
an hann har hana áfram hugsaði
hann mest um eitt: Hvað mundi
gerast þegar liún hefði opnað flau-
elsmjúku augun og brosað til hans.
Mundi ekki gerast neitt meira'?
Allt þetta fór um hugrenningar
hans á nokkrum sekúndum. Svo
minntist hann þess að liann var
læknir og að þetta var alvara. Inni
í bakherbegi lyfjahúðarinnar gaf
hann fyrirskipanir og um leið og
liann leit kringum sig og kinkaði
kolli. . . . jú, hann kannaðist við
þetta allt. Það var allt eins og hann
hafði séð það forðum. Já, en hve-
nær'? Það var fásinna að láta sér
detla í hug að hann liefði lifað
þetta áður. Og svo minntist liann
þess að húsið sem lyfjabúðin var i
var nýbygt, tæplega ársgamalt. Og
hann liafði aldrei komið þarna inn
áður, en hvernig stóð þá á því, að
lionum fannst liann kannast við
þetta allt?
Nú opnaði hún augun! Nú brosti
hún, vandræðaleg og viðutan, alveg
eins og hann vissi að hún mundi
brosa. Og ósjálfrátt hvislaði hann
nafn liennar aftur: „Irene!“ Og
fyrst þegar hann sá að hún rak
upp stór augu og spurði forviða
og liann heyrði hana segja: „Já,
ég heiti það. En liver eruð þér?
Og hvað liefir gerst?“ rann það
upp fyrir honum að það væri víst
mál til komið að hann færi að átta
sig. En honum var fróun að því
að sjá að það hafði áhrif á hana
er hann nefndi sitt eigið, alkunna
nafn.
Sem betur fór var sárið í gagn-
auganu ekki djúpt. Yfirliðið hafði
aðallega stafað af hræðslu og tauga-
áreynslu. Þegar lnin hafði jafnað
sig dálitið tók hún með þökkum
hoði hans um að hann fylgdi henni
heim og talaði hughreystandi við
foreldra hennar.
Svona kynntist Brant læknir konu-
efninu sínu. Þau giftust nokkrum
mánuðum síðar. Það var ekki eftir
neinu að biða — þvi að hvorugt
var í nokkrum vafa um að þau
væri ætluð hvort öðru.
Hann hafði alveg gleymt bréfa-
pressunni og dulmagni hennar. Það
var ekki fyrr en daginn sem ln’m
gaf lionum myndina af sér í silfur-
rammanum að það fór að rofa fyrir
einhverju í endurminningu lians,
en liann gat ekki gert sér fulla
grein lyrir þvi. Með óljósum kviða
skildi hann aðeins að þegar hann
kyssti myndina, vissi hann að það
hafði hann gert áður. En hvenær. .?
Það var eitt kvöldið að hún
hafði farið snemma að liátta og
ætlaði að gæða sér á súkkulaði og
lesa síðustu myndablöðin. Hún
gerði það stundum þegar liann
þurfti að skrifa vísindaritgerð og
varð að liafa gott næði. Nú mundi
hún vísl vera sofnuð — hann kyssti
myndina af henni og bauð góða
nótt, eins og í draumsýninni. Þegar
hann hafði sett myndina á sinn
stað aftur tók hann eftir þvi að
ljósið frá lampanum féll á tileink-
unina, sem luin hafði skrifað í eitl
hornið og á nafnið Irene, skrifað
með föstum, settum stöfum.
Svo settist hann yfir hvit papp-
irsblöðin og tók upp sjálfblekung-
inn. Hann setti stóra klessu á papp-
írinn og svo varð hann að fylla
bleki á hann aftur.
En um leið og hann kippti taþp-
anum úr blekbyttunni fann hann
með vissu að nú mundi eitthvað
gerast, sem hann hefði upplifað
áður, og hann hrökk við. Og nú
var um að gera að liann gæti gert
sér ljósl hvar og lievnær. Hann
einbeitti augunum. Og allt í einu
vissi hann það: Bréfapressan! —
Litli skínandi ljósdepillinn.......!
Vitleysa var það — en l>að var
satt!
Ósjálfrátt bandaði hann hendinni,
eins og hann vildi víkja þessari
hugsun frá sér, en svo hreytti liann
út sér einhverjum ónotum og stóð
upp. Hann hafði hellt úr blekflösk-
unni á ljósu buxurnar sínar. —
Og nú gat hann sjálfur haldið á-
fram „eftir minni“. Nú mundi hann
þjóta inn í baðherbergið og fara
að nudda blettina með sápu og
naglabursta og bletturinn mundi
verða stærri og stærri! Og svo. . . . !
Hvað var það, sem hann liafði ekki
getað munað þá? Eitthvað ógeðfelt
og hræðilegt liafði komið fyrir?
Hvað var það? Ef hann færi að
eins og í sýninni forðum þá mundi
hann sjá það! Nú var hann við-
búinn og gæli kanske afstýrt ógæf-
unni.
Hann gaf sér ekki tíma til að
hugsa um þetta. Hljóp gegnum stof-
una án þess að kveikja á ljósi. í
borðstofunni velti hann um stól
— hann nam staðar orðláus af undr-
un. Þetla var brakið, sem liann hafði
heyrt! — Hann mundi það aftur!
Og svo var eitthvað með skært ljós?
Þarna.... í svefnherbergisgættinni
........!
Hann hrinli upp hurðinni, stað-
næmdist, tók öndina á lofti .—
Logana lagði á móti honum —
rúmið var alelda. Og í rúminu —
Irene!
Hann þreif hana til sín en hafði
hugsun á að vefja dúnábreiðu fast
að henni. Og nú, er hann stóð
þarna með hana i fanginu hvarf
honum allur kvíði. Hann vissi að
i
I
hún var frelsuð, og að hún var ó-
sködduð. Að hann hafði komið á
síðasta augnabliki, áður en eldurinn
hafði náð að brenna gegnum yfir-
sængina.
í liugaræsingnum hafði honum
sýnst eldurinn meiri en hann var
i raun og verú. Honum tókst von
bráðar að slökkva hann með tveim-
ur könnum af vatni. Vindlinga-
askjan á náttborðinu bar þess vitni
hvernig eldurinn liafði komið upp.
— Hann hafði margsinnis varað
hana við að reykja í rúminu.
Hann stóð kyrr um stund og
hristi höfuðið. Svo brosti hann.
Það var glaðlegt þakklætisbros, en
það var efi í því líka. —
En einhversstaðar innra með hon-
um skaut upp spurningunni: —•
Hver eða hvar er undirvitund min
— að liún skyldi vita allt þetta
fyrir og geta aðvarað mig?
Eða er það tíminn sjálfur sem
r skynhverfing. Skeði þetta allt
orðum, þegar hann sá það?
En svo vísaði hann öllum slíkum
spurningum á bug og þrýsti henni
að sér. Henni, sem var lífið, nú-
timinn og öll tilveran fyrir hann
Frú Skauk er að skamma vinnu-
konuna: — Hvernig getið þér verið
fjóra tíma að fara út í búð til að
kaupa eitt kíló af hveiti?
— Fyrirgefið þér. Það voru tvö
kíló en ekki eitt, svaraði stúlkan.
HART ER í HEIMI. — Lögreglustjóri Uamborgar hefir fyrirskipdS
kaupmönnum borgarinnar að setja járngrindur fyrir sýningarglugga
sina og bannað matvörukaupmönnum að ,,stilla út“ varningi sínum
svo nokkru nemi til þess að freista ekki hinna hungruðu íbúa borgar-
innar til óhappaverka. Oft hefir þó komið fyrir, að hatramlegar á-
rásir múgsins á matvælabúðir hafa endað með harðvítugum bardög-
um við lögreglulið borgarinnar. Myndin sýnir búð varða með járn-
grindum.