Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1946, Side 14

Fálkinn - 26.07.1946, Side 14
14 FÁLKINN Einar Nörby kgl. óperusöngvari Einn hinn besti óperusöngvari I)ana gistir land okkar þessa dag- ana með konu sinni. Þetta eru hjónin Einar og Guldberg Nörby. Hann er barítónsöngvari, en liún er píanóleikari og leikur undir söng- inn hjá manni sinum. Þau liafa haldið hljómleika í Reykjavík á vegum tónlistarfélagsins við hinar bestu viðtökur. Þeir íslendingar, sem séð liafa herra Nörby á óperu- sviðinu í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi, segja að hann sé ekki aðeins góður söngmaður, lieldur einnig ágætur leikari, en þetta hvorttveggja liefir gert hann að ágætum óperu- söngvara. Einar Nörby hefir hljóm- mikla barítónrödd, sem er lireim- fögur og karlmannlég. Hann liefir rika túlkandi gáfu, sem sérstaklega nýtur sín vel í óperulögum. Hann er reyndur og þaulþjálfaður söng- maður, sem kann að syngja eftir listarinnar reglum, og liafa menn hér haft yndi-af að hlýða á söng hans, því að hann syngur af viti og kun náttu. Einar Nörby er konunglegur „kammersöngvari“, en þessari nafn- bót geta aðeins bestu söngvarar skartað, því að aðrir verða ekki heiðraðir með lienni. Hinn mjög svo dáði danski söngvari á sínum tima Wilhelm Herold fékk þessa nafnbót, svo og hinir kunnu söngvar- ar Helge Nissen og Cornelius. Af dönskum söngvurum, sein nú eru uppi, mun einna mest orð fara af Melchior, sem um langan tíma hefir verið við Metropoiitanópeauna í New York, Frú Guðmiuida Línberg, Skólavörðu- hoJt 13, verður 50 ára 20. júlí. Lúðvig C. Magnússon skrifstofustjóri, varð fimtugiir 23. jútí síðastliðinn. Clemens Marot var hirðþjónn Franz keisara I. en líka hagmæltur vel og fyndinn. Á velmaktardögum sínum fór hann einu sinni til Róm með kardínálanum af Lothringen og gengu jieir fyrir páfa. Kardinálinn gekk á undan inn að páfatróninum, beygði sig og kyssti á fót páfa. Þegar Marot sá þetta tók hann við- bragð og snaraðist út. --- Mikil hörmúng! sagði kardí- nálinn þegar hann hitti Marot, litlu síðar, — hvað hafið þér gert? Vit- ið þér ekki að það er hneykslan- legt brot á öllu velsæmi að fara af páfafundi eins og þér gerðuð? Hvað gat ég gert annað? sagði Marot. — Sá ég ekki með eigin aug- um, að jafn tiginn maður og þér kysstuð á ristina á páfanum. Hvar haldið þér að jafn lítilmótlegur maður og ég hefði ótt að kyssa hann? $ $ $ $ $ Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar Skúlatúni 6. Sími 5753. FRAMKVÆMIR: Hverskonar viðgerðir á Dieselmótorum og Benzínmótorum. SMÍÐUM: Bobbinga úr járni fyrir mótorbáta. Elnnft-emur gróðurhús úr járni, mjög hentug við samsetningu. Rafkatla til upphitunar á íbúðarhúsum. Rafgufukatla. Síldarflökunarvélar o. m. fl. Vjelaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar Sími 5753. Danska landsliðið. Framh. af bls. 3. var haldið að Geysi og |>ar sesl að snæðingi í hinum nýby ggða og rúmgóða veitingasal staðarins, þar árnaði borgarritari, Tómas Jónsson, gestunum allra heilla í nafni bæjar- stjórnar Reykjavikur, og lét i Ijós l)á von að þeir eignuðust góðar endurminningar um för þessa. Er máltíðinni var lokið var gengið upp að Geysi og borin í hann sápa, og lét hann ekki lengi standa á sér, gaus hann vel, og þótti gestunum gosið býsna mikið, og létu hrifningu sína óspart í Ijósi. Heim var ekið um Ljósafoss og mannvirkin þar skoðuð, síðan var ekið til Þing- valla, en þar var staðnæmst um stund og drukkið kaffi. í báðum þessum ferðum, til Þingvalla og Gullfoss og Geysis var veður sér- slaklega fagurt, glampandi sól, logn og hiti. Annars voru Danirnir mjög heppnir með veðrið meðan þeir dvöldu hér. Auk þessara ferða var farið bæði um bæinn og nágrenni hans. Að Álafossi þar sem Sigurjón Péturs- son, einn kunnasti íþróttafrömuður þjóðarinnar tók á móti flokknum af mikilli rausn, og að Reykjum, til Hafnarfjarðar og víða. — Sunnudaginn 21. júlí fór svo síð- asti kappleikurinn fram, kdpptu Danir við úrval Reykjavíkurfélag- anna og lauk þeiin leik, sem var fjörugur og vel leikinn, einkum af hálfu íslendinga, með fullum sigri Reykvíkinga 4:1. Létu Danir í ljós nokkra undrun yfir úrslitunum, sem virtust koma þeim mjög á óvart, en þó ef til vill enn meir, hversu Reykjavíkurúrvalið var miklu betra en lið það, sem þeir áltu i höggi við á miHilandaleiknum. Að þessum leik loknuin var s.vo dansleikur haldinn fyrir þá í Sjálf- stæðisliúsinu og loks kveðjusamsæti í Stúdentagarðinum á mánudags- kvöld, en 'þriðjudagsmor^un, 23. júlí héldu þeir svo lieim á leið flugleiðis til Stokkhólms, eins og fyrr segir. Ljósmgndirnar tók Fálkinn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.