Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1946, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.08.1946, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Frú Annci Jakobíiut Eiriksdúttir, frá Dröngum, varð 90 ára 18. þ.m. Ólafur Friðriksson, rithöfuhdur varð 00 ára 16. þ. m. g'ratitude • !e train bleu Tilkynning frá Síldarverksmiðjum ríkisins um verð á síldarmjöli Ákveðið hefir verið að verð á síldarmjöli á inn- lendum markaði verði kr. 78.00 per 100 kg. fob. verksmiðjuhöfn, ef mjölið er greitt og tekið fyrir 15. september næstkomandi. Sé mjölið ekki greitt og tekið fyrir þann tíma, bætast vextir og bruna- tryggingarkostnaður við mjölverðið. Sé liins vegar mjölið greitt fyrir 15. september en ekki tekið fyrir þann tíma, þá bætisl aðeins brunatryggingarkostn- aður við. Allt mjöl verður að vera pantað fyrir 30. september og greitt að fullu fyrir 10. nóv. næst- komandi. Vinsamlegast sendið pantanir yðar sem fyrst. Síldarverksmiðjur ríkisins Siglufirði, 15. ágúst 1940 Svifflugfélagið. Niðurlag af bls. 3. Reykjafvíkurflug'Jellinuni. Við vit- uni það líka mæta vel sjálfir, að iand okkar á eftir að verða flug- miðstöð, og er þegar orðið það í vissum skilningi. Þessvegna ber okk- ur að ijá flugmálunum góðan stuðn- ing. En svo að snúið sé aftur að sýn- ingunni sjálfri, þá sýndi hún okkur, að við megum vænta mikils af æsku landsins, hvað flug snertir, því að þarna kom fram á sjónar- sviðið hver æskumaðurinn á fætur öðrum, sem tákn hins brennandi áhuga ungu kynslóðarínnar á flug- listinni. Auk flugsýningarinnar sjálfrar var þarna á vellinum margt fleira til skemmtunar. Almenningur gat fengið að fara hringflug yfir Reykja- vik, dansað í stærsta flugskýlinu og gert ser ýmislegt fleira til gam- ans, því að margt var þarna ný- stárlegra skemmtiatriða. Vegna þess að veður var mjög gott allan sunnudaginn lá sífelldur fólksstraumur á sýninguna, og var því þarna óvenju margt fólk sam- ankomið, jafnvel þótt miðað sé við hinar fjölsóttu útiskemmtanir hér i bæ og nágrenni. Meðal gesta voru forseti Islands og sámgöngumála- ráðherra. Svifflugfélaginu bárust heillaskeyti frá félögum og einstaklingum, sem þökkuðu því gott starf í þágu góðs málefnis og áfifuðu þíeim allra lieilla. Fálkinn vill taka í sama streng og óska afmælisbarninu gæfu og gengis í framtíðinni. „Divina Comedia“. Framhald af bls. 5. Dante hittir brátt draumamær sína. Hún kemur dansandi á móti lionum jneð fangið fullt af blómum og leiðir iiann tii stúkunnar, sem liann unni liugástum í æs'ku — Beatrice. Og nú getur flugið liafist til hinnar iiimnesku Paradísar. Ferðin um Inferno hófst á föstu- daginn langa. En á táknrænan liátt lætur Dante Himnaríkisferðina licfj- ast á páskamorgni. Nú er engin þjáning eða kvöl lengur, en um- hverfis hann er fjöldi af þjónandi öndum. Dante finnur frið í sálu sinni. Þegar hann lítur i augu Beatrice streymir sælukennd um hann allan. Paradís er full af göfug- um öndum. Allt i einu sér Dante fljót úr ljósi streyma fram. Á árbökkunum vaxa fegurstu blóm. Neistar dansa upp úr ánni, fljúga inn á milli blómanna og snúa svo aftur þangað sem þeir komu. Það er eins og þeir slokkni en nýir neistar koma í staðinn. Ljósfljótið er tákn tímans. Til þess að vera óbundinn af tímanum og komast tii liinnar æðri raunveru verður Dante að drekka úr ánni. Hann beygir sig ákafur niður að ánni, en undir eins og liann snertir yfirborðið breytist allt umhverfið i einni svipan. Fijótið breytist nú í stórt stöðuvatn og yfir því leikur annarlegur bjarmi. En kringum þetta mikla stöðuvatn sitja hinir sæiu í þyrpingmn og englar eru á flugi kringum þá: Á einum stað á vatns- bakkanum er autt rúm handa þeim, sem nýir koma. Dante sér guðdóm- inn opinberast í þroskasögu mann- kynsins, loks sér hann allt þetta hverfa og verða eitt — alit verður Guð. Þannig lýkur þessum mikla Ijóða- bálki. Þar voru sögð mörg bitur orð um dóm og réttlæti, en undiraldan er alisstaðar: ást til alls sem lifir. Divina Comedia er líkingaskáld- skapur. Það sem iiggur að baki er að mannssálin verði að vakna af myrkri syndarinnar og hefja bar- átfu við sjálfa sig. Hún á að gera sér grein fyrir tilverunni til þess að geta sigrast á syndinni. Eins og skáldum þeirra tíma var titt málar Dante hinar svörtustu myndir samtíðar sinnar, en líka þær björtustu. Hann iætur Comedia enda í birtu. Þegar hann lilur inn í Paradís leggur hann sjálfum sér þessi orð í munn: „Sá, sem á jörðinni kveinar undan dauðanum, liann þekkir ekki hina eilífu, svalandi dögg himnaríkis. .“ Skógarnes. Framhald af bls. 11. kallar frú Kristin á okkur og segir: „Þið megið til með að koma inn.“ Og hvað var svo erindið? •— Jú, ég má til með að bjóða ykkur upp á jarðarber. Þá urðum við alveg hissa, og ég spyr frú Kristínu: — Já, þið hafið náttúrulega jarð- bita — þessvegna er þetta hægt? -—- Nei, en við höfum glerskála — óupphitaðan. Þá hugsaði ég með mér, að bókin um „undur íslands“, sem gefin var út fyrir fjórum öldum væri ekki Vinnukonuauglýsing. Vinnustúlka óskast. Afarliátt kaup. Frí á hverjum degi. Hjálp við öll hússtörfin. Dagstofan til afnota. Frú- in býr í vinnukonuherberginu. Sund- laug, reiðhestur, bifreið og sími, ameríkanskar sígarettur og radíó- grammófónn! — Bara að ég vissi hvort það er plötuskiftir á grammófóninum, sagði atvinnulausa stúlkan, þegar hún las auglýsinguna. kanske svo mikil lygi. Því að þarna voru staðreyndirnar. Og til þess hefi ég sagt svona stað- reyndir, að ég vildi segja að lokuni: Far þú og gjör slíkt hið sama! Því að þá líða ekki margir áratugir þangað til að hverfur úr barna- skólabókunum í Danmörku, Noregi og Sviþjóð, þessi setning: „Island er en ö, oppfyllt av sten. Folket lev- er av fiskefangst.“ Þetta var norska landafræðin, sem börnin þar lærðu 1934. Eg vona að Skógarnes og nýju bændurnir með vinnuvélarnar hjálpi til þess að breyta þeirri skoðun. Og þessvegna — ekki síst, þakka ég Meinholtshjónunum fyrir, að ég tekk að koma heim til þeirra. Sk. NINON Samkvæmis- □g kuöldkjólar. Eftirmiðdagskjólar Peysur og pils UattEraðir silkisloppar □g suEÍnjakkar Hikið litaúrual SEnt gEgn póstkröfu um allt land. — Bankastræti 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.