Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1946, Síða 15

Fálkinn - 23.08.1946, Síða 15
»>»»»»»t»»»-»ft»»»-frfr»».t-)H.-fr+-»-t-»tttfrfrfrfrt»frt-frfrfrfrfrfrt-frtttfrttfrttttfr><v<v<!><><l>A<>A<><!><><><><>A<>*<><><!><><><:><><>*<!><><><><><><>*<><>^<> FÁLKINK 15 Bækur sem komið hafa út á þessu ári frá ísafoldarprentsmiðju 1. Heildarútgáfa af ljóðum Einars Benediktssonar. Einar Benediktsson er höfuðskáld Íslendinga. Ljóð lians hafa komið út með nokkru millibili, en aldrei fyrri en nú verið öll samtímis í bókaverslunum. Þessi heildarútgáfa er smekklega útgefin, og þarf hver góður bókamaður að eiga hana, jafnvel þótt liann eigi fyrri útgáfur af ijóðum Einars. 2. Samtíð og saga III. Þetta 3. hcfti af Samtíð og sögu er langstærst, og eru í því merkar greinar eftir Sigurð Guðmundsson skólameist- ara um Læknakviður Bjarna Thorarensen og Líðan og ljóðgerð Bjarna Thorarensen á Möðruvöllum, Málfrelsi og meiðyrði, eftir Gunnar Thoroddsen, íslenska síldin eftir Árna Friðriksson. Er styrjöld stríð milli liagkerfa eftir Gylfa Þ. Gislason, Um Hallgrím Pétursson eftir Magnús Jónsson, ísland í frönskum bókmenntum eftir Alexander Jóhannesson, Tíminn og eilífðin eftir Guðmund Finnboga- son og Uppruni íslendinga eftir dr. Jón Steffensen. — Samtíð og saga er ein af merkustu bókum, sem koma út á íslandi, fróðlegt og skemmtilegt rit. 3. Héraðssaga Borgarfjarðar III. Nokkuð er síðan tvö fyrri bindi héraðssögunnar komu út. Þau hlutu ágæta dóma og seldust upp. Þetta 3. bindi er að mestu helgað bændaskólanum á Hvanneyri og hefir Guðmundur Jónsson kennari skrifað það. Er það skemmti- lega skrifað og mikill fróðleikur saman dreginn um skól- ann og búnaðarmál héraðsins. í ritinu eru um 50 myndir, prentaðar á sérstakan myndapappír. 4. Frá ystu nesium. 3. liefti af vestfirskum sögnum eftir Gils Guðmundsson. Með þessu liefti er lokið 1. bindi sagnanna og fylgir því nafnaskrá yfir allt bindið. 5. Itauðskinna VI. Er þar lokið öðru bindi og fylgir nafnaskrá yfir bindið. I Rauðskinnu eru eins og vant er margar góðar sagnir, enda er hún vinsæl með afbrigðum. 6. Islenzkir sagnaþættir og þjóðsögur Guðna Jónssonar VI. Lok annars bindis og nafnaskrá. Af sögnum í þessu hefti mættii nefna sagnir af Ófeigi ríka á Fjalli auk fjölda margra skemmtilegra og fróðlcgra sagna. a 7. Á bernskustöðvum, eftir Guðjón Jónsson frá Litlu-Brekku i Barðastrandarsýslu. Ólafur Lárusson prófessor ritar formála fyrir þessari skennntilegu bók og segir þar réttilega, að bókin sé merki- leg þjóðlífslýsing. Þar er lýst ýmsum þáttum í daglegu lifi manna, eins og það gerist á uppvaxtarárum höfundar. í bókinni er fjöldi mynda. 8. Raddir úr hópnum. Sögur eftir Stefán Jónsson. Stefán er eitt okkar bestu skálda. Fyrri sögur lians liafa fengið ágæta dóma og selst vel. Og fyrir barnasögur sínar og ljóð er hann þjóðkunnur. 9. Jörðin grær, síðasta ljóðabók Jóns Magnússonar. í þessari bók cru öll ljóð Jóns, sem ekki höfðu komið i fyrri bókum lians, en þau eru að sjálfsögðu i lieildarútgáfu ljóða lians, sem kom út á síðasta hausti undir nafninu Bláskógar. 10. Lilli í sumarleyfi, eftir Þórunni Magnúsdóttur, Þórunn er þjóðkunn skáld- kona og hafa áður komið frá henni margar bækur, sem hafa hlo'tið nviklar vinsældir. Tryggvi Magnússon hefir teiknað nokkrar myndir í bókina. 11. Á valdi hafsins, eftir Jóhann Kúld. Áður hafa komið út eftir Jóhann 4 bækur, en cru nú löngu uppseldar. Bækur Jóhanns eru fjörlega ritaðar og lýsa vel lífi alþýðu raanna. 12. Fingrarím, ljósprentuð útgáfa eftir útgáfu, er prentuð var i Kaup- mannahöfn árið 1838, en sú útgáfa var óbreytt að efni frá hinni fyrstu, er gefin var út árið 1739. Þetta er merlc bók, sem hókamenn og fróðleiksfúsir munu hafa gaman af að eiga og kynnast. Bókavcrzlun 13. Lokuð sund. Ferðasögur nokkurra íslendinga frá Þýskalandi, dr. Matth- ías Jónasson safnaði og bjó til prentunar. Nokkrir þeirra íslendinga, sem voru i Þýjskalandi i lok ófriðarins, segja hér frá ýmsu sem fyrir þá bar. Það er merkileg saga og lærdómsrík. 14. Frændlönd og heimahagar, eftir Hallgrím Jónasson. Þeir sem gaman hafa af ferða- sögum og endurminninguin ættu að lesa bók Hallgríms. Hann segir skemmtilega frá, hefir víða larið og lýsir svo vel að unun er að lesa. 15. Gestir á Hamri, unglingasaga eftir Sigurð Helgason. Skemmtileg og falleg bók, sem allir unglingar hafa óblandna ánægju af að lesa. í bókinni eru myndir eftir ungan listamann. 16. Glens og gaman, eftir Þorlák Einarsson frá Borg á Mýrum. Mikill fjöldi kýmnisagna, sem gripa má til við ýms tækifæri. 17. Forskriftir eftir Benedikt Gröndal. ’ Ljósprentun eftir forskriftabók Benedikts Gröndals, sein prentuð var í Kaupmannahöfn 1883. Auk þess sem þetta er prýðileg kennslubók, mun margur hafa gaman af að kynnast rithönd Gröndals, en liann var, eins og flestum er kunnugt, listaskrifari og drátthagur vel. 18. Ljóðheimar, Ijóðabók eftir Jiinar Markan. Einar Markan er öllum ís- lendingum kur.nur fyrir söng sinn, en hitt er ekki jafn kunnugt, að hann fæst við ljóðagerð. Nú er tækifærið til að kynnast Ijóðagerð hans. 19. Hitt og þetta. Ljóð, sögur og þulur eftir Guðrúnu Jóliannsdóttur frá Brautarholti. Þetta er ljómandi falleg bók, bæði að efni og frágangi. Þulur og ljóð Puðrúnar þekkja allir lands- menn, en þessa bók prýða margar frábærlegar myndir, eftir Kjartan Guðjónsson, ungan listamann. 20. Fósturlandsins Freyja. Guðmundur heitinn Finnbogason, tók þessa bók saman. Það er margt af þvi fegursta, sein ort hefir verið um ís- lensku konuna. Skennntileg gjöf handa konum á öllum aldri. 21. Snót, vinsælasta ljóðabók islenskrar alþýðu, er nú komin út á ný. 1 þessari útgáfu eru öll ljóð, sem komu í hinum fyrri. Þar hittir margur fornan kunningja. 22. Saratoga, skáldsaga eftir Edna Ferber. Ástarsaga, spennandi og mjög skemmtileg. 23. Dýrin tala, dýrasögur lianda börnum og unglingum. Árið 1935 þýddu og frumsömdu þeir kennararnir Eirikur Magnússon, Gunn- ar M. Magnúss og Jón Sigurðsson dýrasögur úr sænsku. Upplag bókarinnar var þá aldrei heft allt og liefir bókin verið ófáanleg um hrið. Nú er liún kominn aftur í bóka- verslanir. í þessari bók munu vera þær bestu dýramyndir sem komið hafa i íslenskri kennslubók. 24. Rödd hrópandans, eftir Douglas Reed. Þessi bók hefir komið út áður. Reed er lieimsfrægur rithöfundur og þessi bók hans hefir vakið athygli um allan heim. 25. Iceland and the Icelanders, eftir Helga P. Briem. Myndirnar eftir Vigfús Sigurgeirsson. Þeir menn, sem vilja senda vinum sínum og kunningjum erlendis gjöf og kynna landið okkar um leið, æltu að skoða þessa fallegu bók. Betri gjöf cr eltki hægt að velja. Bækur Kristínar Ólafsdóttur læknis: Heilsulræði lnismæðra og Manneldisfræðin eru nauðsynlegar liandbækur á liverju íslensku heimili. Og svo eru það Þjóðliættir Jónasar frá Hrafnagili. Varla getur það talist bókamaður, sem ekki á Þjóðhættina, meðan þeir eru fáanlegir í bókaverslunum. I§afoldar +<>»»»♦<>»»♦»»»»♦»»❖»»<><»»»»»»-»»»♦»♦♦»♦♦»»♦»»»

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.