Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent SKRADDARAÞANKAR „Notið sjóinn og sólskinið“, var ábending sem hér einu sinni stóð i dagblöðunum á sumrin. Þá fjöl- mennti fóllc suður í Skerjafjörð og baðaði sig og lá í sólbaði á klöpp- unum við Nauthólsvíkina og fannst það vera í Paradis. Á ófriðarárunum hvarf þessi sið- ur að mestu leyti, vegna umferða- bánna og annara' tálmana. En fólk hafði Sundhöllina og notaði hana ósleitilega. En þó að Sundhöllin sé góð þá er sjórinn betri. Og sólskins- dagarnir í Reykjavík eru ekki svo margir, að ekki sé full ástæða til að nota þá. Fólk setur hinsvegar fyrir sig að fara i sjó vegna þess live allur að- búnaður er slæmur við Skerjafjörð. Fólk verður að klæða sig úr fötun- um úti og leggja þau af sér á ein- liverja þúfuna og lielst að hafa að- stoðarmann til að gæta þeirra . Og það vantar líka góða og næðings- lausa staði til sólbaða. Þetta er hægt að lagfæra með sára- iitlum tilkostnaði. Fataskýli kosta ekki nema smámurii hjá því, sem svo margt annað kostar, sem gert er fyrir iþróttirnar. Og það er í raun og veru rangt að útskrifa unglinga af sundnám- skeiði eftir að hafa kennt þeim í volgri laug eingöngu. Það er ekki í heitu vatni, heldur köldu, sem menn þurfa á sundkunnáttu sinni að lialda, til þess að bjarga lífi sínu. Þessvegna þarf öllum námskeiðum að ljúka með sundi i sjó og jafnvel með sundi í fötum. Þegar nemand- inn liefir fengið sæmilega þjálfun i algengustu tegundum sunds i laug- inni, verður kennarinn að fara með hann í sjóinn. Þegar það er gert verður fyrst talið að nemandinn sé fullnuma. Þó að Sundhöllin sé góð þá er úti- vistin samt ennþá betri. Og Sund- höllin ætti að verða til þess að auka sjóböð almennings. Það verða fleiri og fleiri sem læra að synda, og geta því liætt sér á sjó þessvegna. En ó- syndir menn fara ógjarnan i sjó nema þar sem þvi betur hagar til og nægt og gott útgrynni er fyrir hendi. Valdimar Björnsson Sjóliðsforingi Vestur-íslendingurinn Valdimar Björnsson, sjóliðsforingi, átti ferlugs- afmæli á höfuðdaginn, 29. fyrra mánaðar. Hann hefir dvalið hér á landi, svo að segja óslitið i undan- farin 4 ár, en hingað kom hann sem liðsforingi í flota Bandarikjanna i desembermánuði 1942. En þrátt fyr- ir það, þó að hann sé skráður í flotann hefir hann ekkert starfað á sjónum lieldur alltaf í landi. Undireins og hann steig hér á land, var liann settur til að gegna störfum í þeirri deild liersins, sem liafði með höndum allt, er laut að sambúð setuliðsins við landsmenn, en þeirri deild veitti þá forstöðu annar Vestur-íslendingur, Dóri Hjálmarsson major. En auk þeirra starfaði Ragnar Stefánsson major fyrir norðan og síðar einnig hér og gerir enn. — Eins og allir vita er hér um ákaflega þýðingar- mikil störf að ræða. Það valt á þeim, hvernig sambúðin yrði, hvort hernámið kæmi lítið við þjóðina og hvort hermennirnir skyldu hana og settu sig í fótspor liennar. Á slíkum tímum er hætt við árekstrum og það er næstum óhjákvæmilegt að upp korni mál, sem valda úlfúð og jafnvel vandræðum. Það hefir því mikið að segja að af hálfu hins er- lenda setuliðs veljist til starfa i þessum málum menn, sem geti sett sig í spor heggja aðila, viti um hugsunarliátt beggja og láti ekkert annað hafa álirif á sig en nauðsyn þess að ráða heilt fram úr hverju máli, að auka vináttu og skilning milli nábúanna og breiða yfir mis- fellurnar eins og unnt er. Þetta starf mæddi þó oft mest á Valdimar, þar sem liann átti liér fyrir marga kunningja og flestir leituðu til lians. með vandræði sín. Hann telur ekki eftir sér að að- stoða og hjálpa öðrum, enda eru þau störf ótalin, sem liann hefir unnið fyrir fjölda íslendinga, og þá ekki sist fyrir íslenska námsmenn og ferðamenn, sem þurft hafa að fara vestur um liaf á stríðsárunum. Þetta var oltast aukastarf lians. Hér voru sérhagsmunir íslendinga, sem her- varnarliðinu kom beinlínis ekki við. Við íslendingar getum því aldrei fullþakkað Valdimar Björnssyni störf lians hér. Hann var livorttveggja í senn, góður fulltrúi fósturjarðar sinnar og fulltrúi okkar, sem talaði máli okkar við yfirmenn hersins og undirmenn þegar þess þurfti. Og fyrir þessi störf var sambúðin hér á landi á styrjaldarárunum með þeim fyrirmyndarbrag sem raun varð og ég hygg að sé eins dæmi í heiminum. Valdimar Björnsson vann þannig ekki aðeins hin daglegu störf sín, heldur flutti hann kvöld eftir kvöld fyrirlestra meðal hermanna í bæki- stöðvum þeirra, um land og þjóð. Valdimar er eins og kunnugt er sonur Ingibjargar og Gunnars Björns sonar fyrrverandi ritstjóra í Minne- sota. — — Foreldrar hans eru bæði fædd liér á landi, en fluttust kornung vestur. Valdemar á fimm systkini, þrjá bræður og tvær syst- ur. Bræður hans allir dvöldu liér um skeið á stríðsárunum. Allir unnu bræðurnir ungir við blað föður síns, en liann átti og prentsmiðju, sem blað hans var prentað í og lærðu bræðurnir því prentverk um leið. Valdimar gekk i menntaskóla í Minnesota og litskrifaðist þaðan með ágætiseinkunn að námstíma loknum. — Fékk hann þá verðlaun fyrir mælskulist, eftir að samkeppni hafði farið fram milli nemenda úr öllu ríkinu. Siðan fór hann i háskólann i Minneapolis og lauk þaðan prófi með ágætiseinkunn. Að því loknu gerðist hann ritstjóri við blað föður síns og var það í nokkur ár. Árið 1935 flutti hann útvarpsfyrirlestra um stjórnmál og alþjóðamál og hélt því starfi áfram þar til hann gekk í lierinn. Jafnframt var hann ráð- inn til þess að skrifa ritstjórnar- greinar i eitt af helstu blöðum i Minneapolis. Er liann mjög vinsæll ræðumaður, blaðamaður og útvarps- fyrirlesari. Og sem dæmi um það, sagði íslenskur námsmaður, sem er fyrir nokkru kominn lieim eftir dvöl vestra, mér þá sögu, að er maður kæmi til Minneapolis og tal- aði við menn spyrðu þeir strax hvort maður þekkti Valdimar Björns- son. — Valdimar er í Republikana- flokknum og liefir oft komið til orða að liann væri i kjöri fyrir flokkinn sem senator eða ríkisstjóri. — Má því búast við að hans bíði umfangsmikil störf, þegar hann fer heim vestur um haf, en gera má ráð fyrir að það verði á komandi hausti. Valdimar Björnsson er kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur frá ísafirði og eiga þau eina dóttur. Á höfuðdaginn var fjölmennt lijá Valdimar Björnssyni. Þá sást hversu afburða vinsæll hann er. Hann má lika vera viss um það, að hann nýtur hér mikilla vinsælda, þvi að mörg hundruð íslendinga telja sig standa í mikilli þakklætisskuld við hann. Og ég tel að jijóðin öll megi þakka honum fyrir afburða vel unnin störf í hennar þágu á stríðs- árunum. Hann liefir verið góður fulltrúi ættlands síns um leið og hann var fulltrúi fósturjarðar sinn- ar. Fálkinn óskar honum allra heilla gæfu og gengis i tilefni af afmæl- inu. Ungfrú Anna sem flestum íslendingum mun vera kunnug sem söngkona, efnir til söng- skemmtana i Gamla Bíó þann 17. og 20. september. Ungfrúin byrjaði söngnám í Kaupmannahöfn lijá norskri söngkonu, Iíristine Hofman, og stundaði nám lijá henni í eitt ár. Um margra ára slceið var hún fastur meðlimur i kór Sigfúsar Ein- arssonar, en hefir auk þess lika oft sungið undir stjórn annarra þekktra söngstjóra. Árið 1929 undirbjó Sig. Birkis alla þá, sem voru i utanfararkórnum, sem l'ór á söngmótið i Kaupmanna- höfn. Þann vetur stundaði hún nám lijá honum. Síðstliðið haust settist hún i Juilli- ard-skólann í New York og var þar til vorsins. Kennslukona hennar, Belle Julie Soudant, sem liefir kennt mörgum þekktum sön.gmönnum i Bandaríkjunum og víðar, sagðist vera hrifin af mýkt og fegurð radd- ar Önnu Þórliallsdóttur og spáir Þórhallsdóttir henni vænlegri framtíð. Þar fyrir vestan hefir ungfrúin og sungið hjá einum þekktum hljómlistarklúbb, og fengið góða dóma í amerísku tón- listarblaði. Nú i liaust hefir Anna i hyggju að fara til Bretlands til framhalds- náms og er búin að sækja um upp- töku i Royal Academy i Lundúnum. Hún hefr hug á að syngja nokkur íslensk lög þar inn á hljómplötur, ef samningar nást. Anna Þórhallsdóttir hefir oft sung- ið liér i útvarpið, lialdið nokkrar sjálfstæðar söngskemmtanir í Reykja- vík, á Akranesi, i Vestmannaeyjum, aulc þess þráfaldlega sungið á skemmtunum. En síðan hún kom að vestan í vor, hefir hún ekki hald- ið söngskemmtun og mun þvi liljómleika hennar vera beðið með mikilli eftirvæntingu af öllum unn- endum sönglistarinnar. Ungfrúin hef- ir vel vandað til undirhúnings, liún mun syngja ljóðalög bæði eftir inn- lenda og erlenda höfunda, auk þess nokkrar óperuaríur. Undirleik mun annast dr. Urbantschitsch. Vér óskum söngkonunni allra heilla til frekari afreka á sviði tón- leikasöngs.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.