Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 12
12 PÁLKINN Övre Richter Frich: 17 Þöglu börnin frá Úral III. hluti: Hetjan frá Tsjeluskin Félagarnir þóttust vita, að eittlivað slys heí'ði orðið á loftskeytastöðinni. Samband- ið við umheiminn var rofið. Þeir þrifn skólflur sinar og önnur tæki, sem undir venjulegum kringumstæðum voru notuð til þess að vei-jast snjónum, en bylurinn var svo mikill, að þeir gátu ekkert aðhafst. Þeir máttu þakka fyrir að geta fengið sæmilegt loft inn til sín, með því að bora löngum prikum gegnum skaflana. Svo liðu tímarnir — dagarnir. ... Með nokkru millibili reyndu þeir að ryðja sér braut gegnum margra metra liáa fönnina. En það kom ekki að neinu gagni meðan bylurinn Iiéll áfram. Þeir félagar böfðu lifað heimskautavet- urinn af. Það-var Schmidt próféssor sjálf- ur, sem liafði þjálfað þá. En aldrei liöfðu þeir lifað annað eins fárviðri og þetta marsveður. Visirinn á loftvoginni liafði nálgast þann hættulega stað, sem táknar fellibyl. Og þar stóð liann dag eftir dag. Enn einn morguninn féll skíma frá kerti á loftvogina. Hún hafði liækkað um fimm strik. Maðurinn, sem hélt á kertinu í skjálf- andi hendi missti það og rak upp öskur. — Heilagur Andreas veri lofaður! hróp- aði hann og fór að þreifa eftir krossmarki undir peysunni sinni.... loftvogin stígur .... Okkur er borgið. Fram með skófl- urnar, piltar! Og nú réðust moldvörpurnar fjórar á skúrinn, sem hafði lokað þá inni, og eftir nokkra klukkutíma störðu stjörnurnar mildum og vinalegum augum á andlitin á þeim, löðrandi af svita. Eskimóarnir sem höfðu bjálpað þeim við snjómoksturinn, geltu og létu eins og vitlausir. Þeir góndu allir í norður, þar sem blýgrátt þokulag var á loftinu og sýndi hvaða leið óveðrið bafði farið. Fárviðrið var á fíótta til Norð- urpólsins, til þess að finna þar ný fórnar- löinb, en norðurljóísin sendu brakandi leiftur á eftir hinum flýjandi óvini. — Við verðum að ná í loftskeytamann- inn, sagði hái skeggjaði maðurinn, sem var ráðsmaður þarna á stöðinni. Loftnetsmastrið er brotið, brópaði ann- ar. — Og ekkert Ijós á vitanum! sagði veðurfræðingurinn. . . . Eg þekki ekki eyj- una aftur. — Við verðum að ná í Miller sem fyrst, sagði sá skeggjaði.... Hann verður að senda skýrslu um hvað gerst hefir. Við verðum að koma upp öðru minna loft- neti. . . . Mennirnir fjórir ldofuðu snjóinn áleið- is þangað, sem sjá mátti móta fyrir loft- skeytastöðinni eins og ofurlitinn hól í skaflinum. Þeir sáu brátt að loftskeyta- mastrið liafði fallið á þakið á kofanum. Þeir grófu, þeir kölluðu og hrópuðu.... Miller! Miller-----heyrirðu til oltk- ar? En ekkert liljóð lieyrðist á móti. Loft- skeylamaðurinn hafði ekkert að segja þeim. Og aðstoðarmaður lians ekki lield- ur. Eftir langa mæðu komust þeir niður að veggnum á kofanum og brotnu bárujárns- þakinu. Gegnum rifu á bældu þakinu sáu þeir við skímu af ljóskerinu tvo menn, sem sátu álútir yfir tækjunum sínum. Andlit- ið á manninum liafði brolnað undan stál- stöng á mastrinu. En loftskeytamaðurinn, liinn frægi Mill- er, bafði marist undir sjálfu þakinu. — Hlustarlijálmurinn var á höfðinu á honum og grönn, hvít liönd teygði sig fram að símritunartækinu. Eins og þessi lirausti maður hefði verið að senda frain í and- látið: S.O.S. — Save our Souls! Ysta eyjan. EÐAN stöðvarmennirnir vorn í óða önn að grafa upp allt það, sem ffirviðrið hafði fært úr lagi, og kveiktu á Ijósvitanum svo að hann leiftr- a.ði nú ekki síður en norðurljósin, sigldi flugvélin mikla norður á bóginn yfir ís- hafinu. Hraðinn var nú 400 ldlómetrar á klukkustund, og nú var ekki bættuvon úr neinni átt. Kuldinn fór nokkuð vaxandi, en ]iað var stjörnubjart veður og dálítill bjarmi af degi um morguninn. Vorið var á leið- inni norður, og liópar af fuglum sáust á víð og dreif, á leið til þeirra slóða, sem veturinn var að kveðja. Mennirnir í flugvélinni liöfðu ekki feng- ið blund i 40 klukkustundir. En ekki sást þreytuvottur á nokkru af þeim andlitum sem nú rýndu i sífellu norður yfir ís- breiðurnar. Grái vélfuglinn hafði íyrir löngu farið framhjá Murmansk og Kolaskaga, liann hafði kvatt meginlandið og stefndi nú inn á þær slóðir, þar sem myrkrið ríkti yfir jakahólum hvítu öræfanna. Ekkerl hafði gerst lijá þeim síðan þeir fengu kveðjuna frá loflvarnafallbyssun- um. En stundum sáust í Ijósaskiftum Ijós- rákir á himninum, sem sýndu að kastljós- in á flugstöðvunum voru að skima eítir þeim. Merki voru gefin með þessum geisl- um. — Merki um að nema staðar, sagði Jer- mak og hló. Nú öskra þeir í allar útvarjis- lilustir. En við höfum bómullarlagð í eyr- unum. Það nær ekki nokkuri átt að stöðva okkur fyrr en við sjáum friðarljósiu á Rúðólfsey. Sergej ballaði sér að kennara sínum. — En ef vitinn þar logar ekki, sagði hann og kveikti sér í vindlingi. — Þá er ekki nokkur leið að rata á staðinn, svaraði gamli maðurinn þurrlega. En þessir loftvitar eru traustir. Þó ekki sé nema einn maður lifandi á stöðinni, þá liugsar liann fyrst og fremst um að grafa snjóinn frá vitanum, liafi liann far- ið í kaf. Þegar loftskeytin bila — og það getur auðveldlega komið fyrir — þá er loftvitinn einasta hjálparvonin. Eg liefi aldrei lieyrt þess getið, að lampar dr. Dahléns hafi brugðist. Þeir leiftra örugg- ir á ströndum Kamlsjatka og alla leið suður á rifin í Magliellanssundi. Sjófarend- ur og flugmenn — altir mæna þeir eftir sænska auganu. En sjálfur er liann blind- ur. Það er eitt af liinum undarlegu öfug- mælum veraldarinnar. Sá sem skyggnist of djúpt inn i leyndardóma ljóssins miss- ir sjálfur sjónina. — Ef loftskeytastöðin er í lagi þegar við komum á Rúðólfsey, spurði Sergej, — hvað verður þá? Jermak yppti öxlum og leit rannsóknar- augum á sörunauta sína, sem biðu svarsins með eftirvæntingn. — Við erum hér fjórir menn, sem verð- um annaðhvort að duga eða drepast, sagði hann eftir langa þögn. . . . Og' ég geri ráð fyrir, að engan olckar langi til að taka við skipunum frá öðrum en „Aviorkitika“. — Skipun prófessorsins liggur hér fyrir fram- an okkur. Hún er undirskrifuð af Glavsev- maarputj. Og þar stendur svo skýrt að ekki er um að villast: Moskva — Rúðólfsey — Norðurpóllinn. Ekkert getur verið ljós- ara. Og ef í harðbakka slær þá erum við vel birgir af skotfærum. Eg vona að við þurfum ekki á þeim að halda, en ef stöðv- arstjórinn á RúðVdfsey neitar okkur um aðgang að hráolíubirgðunum þá neyðumst við til að bíta frá okkur. Eg' þekki ráðs- manninn þar, hann Maljuchin. Duglegur maður, en liúsbóndahollur og þrár. Ef hann fengi skeyli frá Moskva mundi hann frem- ur sprengja olíubirgðirnar í loft upp en láta okkur fá einn einasta dropa. Það lieyrðist lágl urr frá manninum við slýrið. Sergej liafði beygt sig fram, þangað sem stóri bakpokinn, sem faðir Önnu-Maríu liafði átl, lá. Augnabliki síðar var stór skammbyssa í hendinni á lionum. Hann leil á hana eins og Iiann vildi gæla við hana og skoðaði hana í krók og kring. Svo stakk hann lienni í ytri vasann á sauðskinnsúlp- unni sinni. Hundurinn Tim, sem hafði blundað um stund, opiíaði nú áugun. Hann liafði lieyrt nafn, sem honum líkaði ekki og jafnframt Iiafði liann séð glitra á blátt hlaupið á skammbyssunni. Hann gelti. Jermak teygði sig inn í opið að stýrisldef- anum og klappaði liundinúm til að sefa hann. -— Þú verður að læra að stjórna þér, Tim, sagði hann í gælutón. . Þú, alveg eins og við. Eg veit að þú elskar ekki hann Malju- chin. Eg geri ráð fyrir að hann liafi ein- hverntíma sparkað í þig. — Já, urraði hundurinn. — Eg skil það. Og þú beisl liann auðvitað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.