Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 14

Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Leikvangurinn i Oslo Natvælagepslan Fyrir skömmu var stofnað hér í bænum lilutafélag, Matvælageymslan h.f., sem mun annast geymslu á matvælum fyrir fólk, sem þess óskar. Slíkt mun áreiðanlega koma sér vel fyrir fjöldann, þvi að lengi að undanförnu liefir mikill matarforði Reykvíkinga skemmst, aðeins vegna skorts á góðum geymslustað. — Geymsluliúsin eru rétt hjá Háloga- iandi, en þar hefir félagið fest kaup á ýmsum góðum tækjum lijá hern- um, en li'efir að sjálfsögðu aukið við þau, til þess að gera allt sem best úr garði. Fyrirtækið lætur sækja matvæli, sem geyma á, heim til hvers eins, en sendandi þarf að ganga vel frá þeim i þannig pökkum, að ekki þurfi að búta þá sundur við heimsendingu. Hvert hólf sem tekur 250 - 300 pund af kjöti, er leigt á 300 kr. yfir árið, og ef fólk iætur líka senda sér heim, þá kostar það 100 kr. á ári, miðað við tvær heimsendingar á viku. En það ber að athuga, að flutningurinn á geymslustaðinn er innifalinn í 300 króna gjaldinu. Gert er ráð fyrir, að geymslan verði opin frá 9-12 f. h. og 3-6 e. h., og þá er öllum þeim, sem sækja sjálfir, heimilt að koma. Það er augljóst mál, hversu mik- ill hægðarauki er að slíku fyrirtæki fyrir húsmæðurnar, því að hér losná þær við stöður í búðum, og eiga vísan óskemmdan mat, þegar vora tekur, í stað skemmds, eins og svo oft hefir viijað vera. Auk þess verður tvímælalaust sparnað- ur að þessu, þegar fólk er farið að nota liólfin til fullnustu, því að smásöluálagningin á þann forða, sem þarna mætti geyma, er ekki svo lítil. Þarna má geyma kjöt, slátur, fisk o. fl. yfir lengri eða skemmri tíma. Sérstaklega mætti vekja athygli húsmæðranna á því, að blóðmör, sem ekki er soðinn, heldur aðeins látinn í keppina og siðan strax í frysti, reynist prýði- lega, þegar líður á veturinn. Þá fyrst er hann soðinn og er sem nýr. Nú þegar hafa verið gerðir 12 klefar, 50 hólf í hverjum, og hægt er að bæta við 1500 hólfum, ef þörf krefur. Kjötið er hraðfryst, strax og tekið er við því, en siðan geymt í 15 stiga frosti inni í klefunum. Sérstök vél er fyrir hvern klefa, og einn stór blásari, sem er í sambandi við þá alla tekur við, ef einliver bilar. En litlu vélarnar eru þó sjálfvirkar og geta gengið jafnvel mánuðum saman, án þess að hreyft sé við þeim. Eini ókosturinn á þessu, ef svo mætti segja, er sá, hversu langt frá sjálfum bænum geymslan er, en þó ætti það ekki að koma að sök, þeg- ar senl er lieim. Þess ber lika að gæta, að það er töluvert undir því komið, hvort lóð fæst á hentug- um stað, að fólkið sjálft sýni áhuga á framgangi málsins, og geymslu- kostnaðurinn verður minni eftir því sem hólfanotendum fjölgar, því að þá dreifist reksturskostnaðurinn. — Mynd þessi er tekin við setningu Evrópumeistaramótsins i Osló. í- þróttamennirnir standa fylktu liði á leikvangnum, en hvert sæti er sipað áhorfendum alla vega. Þarna unnu Norðurlandaþjóðirnar mörg afrekk, og Svíar og Finnar hlutu flest stig út úr mótinu. Og við ís- lendingar, gleymum þvi ekki heldur að miðað vi ðfólksfjölda stóðum Algengustu nöfnin 1912. Árið 1912 var nafnið Guðrún al- gengasta kvenmannsnafnið á ís- landi, og báru það 4620 kvenmenn. Næst kom Sigríður, en svo hétu 3605. Síðan var röðin ]>essi: Kristín 2286, Margrét 2007, Ingibjörg 1837, Anna 1359, Helga 1311, Jóhanna 1292 og Guðbjörg 1074. Karla nöfnin voru í þessari röð: Jón 3934, Guðmundur 2852, Sigurð- ur 2098, Ólafur 1352, Magnús 1290, Kristján 1178 og Einar 1050. við okkur ef til vill best. Gunnar Huseby sigraði í kúluvarpinu og margir aðrir stóðu sig vel. Við þennan leikvang eru þvi bundnar góðar endurminningar hinna ís- lensku jþróttamanna, er þangað voru sendir, og varla mun mótið, er þar var liáð, gleymast íslend- ingum í náinni framtið. Á skólabekknum. Munurinn á kóngi og forseta er sá, að kóngurinn er sonur föður síns, en forsetinn ekki. Benjamín Franklin dó árið 1790 og er dauður ennþá. Orustan við Trafalgar var háð á sjó — þessvegna er hún stundum kölluð Waterloo. Sólin sest aldrei í breska heims- veldinu vegna þess, að það er i suðaustri frá okkur — en sólin sest í vestri. íslendingasogur Alþýðuútgáfa Sfgurðar Kristjánssonar Kr. 1.- 2. Islendingab. ok Landnáma 18.00 3. Harðar saga ok Hólmverja 6.25 4. Egils saga Skallagi’ímssonar 15.00 5. Hænsa-Þóris saga .......... 1.00 6. Kormáks saga .............. 4.00 7. Vatnsdæla saga ............ 4.00 8. Hrafnkels saga freysgoða 2.75 9. Gunnlaugs saga ormstungu 4.00 10. Njáls saga ............... 20.00 11. Laxdæla saga.............. 14.75 12. Eyrbyggja saga ............ 8.00 13. Fljótsdæla saga ok Droplaugarsona saga .... 7.00 14. Ljósvetninga saga ......... 5.25 15. Hávarðar saga ísfirðings .. 3.75 16. Reykdæla saga ............. 3.00 17. Þorskfirðinga saga ........ 1.50 18. Finnboga saga ............ 2.65 19. Víga-Glúms saga .......... 2.65 20. Svarfdæla saga ........... 2.70 21. Valla-Ljóts saga.......... 1.20 22. Vápnfirðinga saga ........ 1.20 23. Flóamanna saga ........... 1.85 24. Bjarnar saga Hítdælakappa 3.00 25. Gísla saga Súrssonar .... 11.00 26. Fóstbræðra saga .......... 4.15 27. Víga-Styrs saga ok Heiðarv. 3.00 28. Grettis saga ............ 14.75 29. Þórðar saga hreðu ........ 2.25 30. Bandamanna saga .......... 4.80 31. Hallfreðar saga .......... 2.10 32. Þorsteins saga livíta... 1.30 33. Þorsteins saga Siðuhallss. 1.15 34. Eiríks saga rauða ok Grænlendingaþáttr ......... 1.15 35. Þorfinns saga Karlsefnis.. 1.15 36. Kjalnesinga saga ......... 1.50 37. Bárðar saga Snæfellsáss .. 1.50 38. Víglundar saga ........... 1.50 íslendinga þættir 42 ......... 20.00 íslendingasögur samtals . .kr. 204.80 Ennfremur: Sæmundar edda .... kr. 15.50 Snorra edda ......... — 18.00 33.50 Sturlunga saga I. kr. 16.00 Sturlunga saga II. — 18.00 Sturlunga saga III. — 16.00 Sturlunga saga IV. — 23.00 73.00 íslendinga sögur, Sæmundar og Snorra edda, Sturlunga saga I.- IV. samtals krónur . . 311.30 Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar Bankastr. 3 - Sími 3635 - P.O.Box 502 Allir eldri verðlistar ógildir. Verð- breytingar áskildar án fyrirvara. Ljósmpda i heimahúsum Eg undirritaður tek myndir í heimahúsum fyrir þá, er þess óska. Vil sérstaklega benda fólki á að barnamynd- ,Ír verða eðlilegastar ©f þær eru teknar heima, t. d. af börnum að leik, bæði inni og úti. Ennfremur tek ég myndir við ýms tækifæri, svo sem brúðkaup, afmæli o. fl. úfgreiði allar myndir fljótt og nákvæmt. V irðingarfyllst, Ljósmpdavinnustofan Háteigsveg h — Sími Í0h9 Þdrarinn Sigurðsson ljósmyndari.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.