Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 15

Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 “Hann elskar mig . „Elskarðu mig?“ er spurning, sem konan mun ætið spyrja. En fögur kona þarf ekki að spyrja, hún þarf aðeins að líta í spegilinn. Ef þér hreinsið húðina með Yardley mýkjandi kremi oy notið „Bond Street“ púður á eftir Yardley dagkremi, þá verður húðin dúnmjúk og lifandi. Og Yardley vara- litur gerir varirnar töfrandi. i London Þessar og aðrar fegurðarvör- ur frá Yardley fást í góðum verslunum um allan heim, lit- ir og gerðir við allra hæfi. YARDLEY - 33 OLIJ BOND STREET - LONDON SOLANO - gardínur verja gluggasýningar yðar og innan- stokksmuni skemmdum af völdum sólarljóss. Gerið pantanir yðar sem fyrst. Einkaumboð á íslandi : c&QsaiLA smííMMOaiD % Hringbraut 56. Símar 3107 og 6593. HKESSANVl COLA DMKKUR Skólaskip íslendingar hafa eignast fullkom- inn sjómannaskóla, sem er svo ríf- lega sniðinn við vöxt, að liann œtti að geta orðið til langframa. En skólaskip höfum við aldrei átt, en það er að sínu leyti eins nauðsyn- legt og skólinn. Norðmenn eru ein mesta siglinga- þjóð lieimsins, enda eiga þeir fimm skólaskip, sem veita unglingum al- menna fræðslu á sjómannastörfum. NámskeiÖin standa frá maíbyrjun til septemberloka. Skólaskip Oslóar heitir „Christian Radich“ eftir gefandanum. Það er þrímastraður „fullrigger“ 676 smá- lestir byggður 1937, og rúmar 100 nemendur. Skólagjaldið er 300 kr. Skólaskip Þrándheims lieitir „Tordenskjold“, 254 smál. barkskip þrímastrað, smíðað 1905. Það tekur 55 nemendur. „Statsraad Lehmkuhl" heitir skóla- skip Björgvinar, 2500 smálestir og smiðað 1914. Það tekur 200 nem- endur og er langstærst allra skip- anna. Skólaskip Suður-Noregs heitir „Sörlandet“, 577 smálestir og tekur 95 nemendur. Það er þrímastra „fullrigge'r“. Loks er „Statsraad Ericlisen“ í Porsgrunn. Þetta er tvímastra brigg- skip, aðeins 119 smálestir, en tek- ur þó 50 nemendur. Skólagjaldið Olugfgatjaldastengfnr með öllu tilheyrandi, höfum við nú aftur fyrirliggjandi. Verxlnnin lirynjii er 500 krónur en ekki nema 300 á öllum liinum skipunum. Nemendurnir eru allir á aldrinum 15-18 ára. Alls komast 500 nem- endur fyrir á þessum fimm skipum og er eftirspurnin jafnan meiri en rúm leyfir. Strákarnir sækjast eftir að komast á skólaskipin, m. a. til þess að sjá ókunna stigu, þvi að skipin fara oft í langferðir til fjar- lægra staða og liafa viðstöðu þar. Og þeir, sem verið liafa á skóla- skipi ganga að jafnaði fyrir öðrum, einkanlega um pláss á farþegaskip- um. Það eru bæjarfélögin cn ekki rikið, sem haída þessum skipum úti, oft með styrk frá fylkinu og hjálp einstakra manna. Sum eimskipafé- lögin leggja líka skólaskipunum verulegan styrk. Þessvegna er kennslugjaldið svo lágt, að það fæl- ir ekki frá. íslendingar þurfa að eignast varð- skip, sem jafnframt gæti verið skólaskip fyrir 50 - 100 unglinga. Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.