Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 7

Fálkinn - 06.09.1946, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Cricket-æfing á Gullströndinni. — Á Gullströndinni í Afríku leggja blá- ínennirnir mikla áherslu á likams- rœkt í skóium sínum. Hérná sést for- stoðumaður fyrir skóla, sem i senn 'er bændaskóli og kennaraskóli, sveifla kylfunni á cricket-æfingu í skólanum. OG SUMAR. — Honum leiðist ekki litla snáðanum að tarna, og móðirin er lika i sólskinsskapi, því að hvað getur verið indælla að sumri til en að njóta góðviðrisins■ á baðströndinni? Herforingjaskifti í Finniandi. - Lund- quist, hershöfðingi, yfirmaður hers Finnu hefir nú lagt fram lausnar- beiðni sína. Meðal þeirra, sem sækja um stöðnna má nefna hershöfðingj- ann Aarne Sihvo, sem sést hér við störf sín. Fyrir öryrkja. — í Ameríku er reynt af fremsta megni að búa svo vel i haginn fyrir öryrkja úr stríðinu, að þeir geti lifað án á- hyggna um afkomu sína. Sérstakga er lögð áhersla á, að þeir njóti sem bestrar aðhlynningar á meðan þeir eru að jafna sig, svo að þeir missi ekki kjarkinn og trúna á lífið Hér á myndinni sjást nokkrir öi- kumla menn, sem eru sjúklingar á spítala sjóhersins í Philadelphia, sitju niður við tjörn i garði sjúkrahússins og veiða. Fiskarnir hafa verið fluttir þangað aðeins í því skyni að gleðja sjúklingana. Tala umferðarslysa hér á landi hefir á siðustu árnm aukist mjög frá því, er áður var. Slysahœttan er orðin eitt af erfiðustu þjóðfélags- vandamálum okkar, og tikt er á- 'statt hjá flestum öðrum þjóðum. Óvíða mun þó meira hafa verið gert að þvi að afstýra slysum eða hjálpa slösuðum en í Englandi. — / borgum eru mjög strangar um- ferðareglur og úti á landi eru sifeltt Rauðakross-liðar, sem ferðast eftir þjóðvegunum, á bilum og mótorhjót- um, viðbúnir að rétta hjálparhönd ef slys ber að höndum. Á myndinni sjást tveir slikir veita litilli stúlku, sem keyrt hefir verið yfir, fyrstu hjálp, og hagræða henni, þar tit sjúkrabillinn kemur. Farið sparlega með öll matvæli. — Nú á dögitm er maturinn og öflun hans eitt helsta umræðuefni í flest- um löndum heims. Börnin spyrja: „Fáum við nokkuð að borða í dag?" fstendingdr œttu að vera þess minn- ugir, að gæta hófs í mat og sjá um að sem minnst fari til spitlis, einnig væri gott að skýra þessi mál fyrir sumum íslenskum börnum, sem hafa sælgœti að vild en leyfa svo af mál- tíðunum vegna ofeldis. — Myndin sýnir nokkur svettandi börn við læknisskoðun. SILFURVATN heitir þetta vatn oy er í Engadine-dalnum i Sviss. Eig- andi þess ætlaði að virkja það, en þá hefði hin rómaða fegurð þess tapað öllu sinu gildi. Þá var það, að Náttúrufriðunarfélagið svissneska skarst í leikinn. Súkkulaði var fá- gæt vara i landitiu á slríðstímuniim og þess vegna skammtað. Félagið fékk nokkurn hluta af súkkulaði- birgðum hersins, lét gera heiðurs- pening úr súkkulaði og seldi hann á hálfa miljón franka, og keypti vatnið fyrir. Efri myndin er af Silfurvatni, en sú neðri af súkku- laðipeningnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.