Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1947, Side 5

Fálkinn - 31.01.1947, Side 5
FÁLKINN 5 Á fíáröarbiuigu (Frá vinstri: Sigurður, Árni, Einar S., Einar P., Egill (sitjandi) og Steinþór. röndinni og var komið í snjó. Jepparnir komust nú ekki lengra, og þar sein dimmviðri var og áliðið dags var tjaldað og gengið til náða. Þarna dvöldumst við i fimm daga vegna dimmviðris. Hitastigið var alltaf nálægt frostmarki, annað veif- ið snjóaði og stundum rigndi. Yið settum vélsleðann saman og tókum að æfa okkur í þvi að aka honum. Sem betur fer var engin umferða- lögregla í grenndinni og víðáttan nóg á alla vegu, því illa vildi ganga að hafa hemil á hraðanum. En allt lærðist þetta með tímanum. Einn daginn fórum við Árni i könnunar- leiðangur upp jökulinn. Komumst við þá að raun um, að nokkrum km. sunnan við okkur tók við ófær krapablá. Þann 11. ágúst var all- mikið tekið að líða á þann tíma, sem við gátum verið á jöklinum. Hafði þá snjóað um 15 cm. síðan við komum á jökulinn, svo að færi liafði batnað. Ennfremur hafði fryst dá- lítið um nóttina, og við vonuðum að hægt væri að komast yfir krapa- blána. Þá höfðum við og grun um að vera kynni bjart suður i Gríms- vötnum. Var því búið upp á sleða, sem vélsleðinn átti að draga, en er halda átti af stað, sýndi sig, að farangurinn var of þungur fyrir færið. Álcveðið var þá, að fara suð- ur í Grímsvötn með mat til eins dags, tjald og prínius, en alla svefnpokana skildum við eftir og ánnan farangur. Þannig komumst við með erfiðis- munum upp verstu brekkurnar og yfir krapablána. Vorum við um þrjár stundir að komast fyrstu 7 kílómetr- ana. En siðan tók við jafnara land og þar var snjórinn l'astur, svo að sleðinn rann mjög auðveldlega. Dró nú sleðinn alla á skíðum, auk farangursins, og gekk ferðin nú stór- slysalaust suður að Grimsvötnum, en þangað komum við klukkan sex um kvöldið. Var þá orðið hjart veð- ur og nokkuð frost. Jú, ferðin gekk stórslysalaust. Að visu datt mótor- inn einu sinni af vélsleðanum, en það eru bara smámunir, þegar Árni er með. Ekki þarf heldur að geta þess, að Sigurður gróf sig niður í snjóinn með tveggja kílómetra milli- hili til þess að mæla snjódýptina meðan við byggðum vörður til þess að merkja leiðina. Ailt tekur þetta sinn tíma. Það var rétt með naum- índum að við gátuni mælt það í Grímsvötnum, sem við ætluðum að mæla, áður en sólin livarf bak við Bárðarbungu sunnanverða. Ætlunin var að verða þarna um nóttina, en einhvernveginn varð það úr að við lögðum af stað heimleiðis um mið- nætti. Þótti víst öllum frekar kalt að leggjast til svefns í tjaldinu án poka, þótt allir væru vel búnir. Nú fórum við í öll þau föt sem við höfðum meðferðis, drógum hett- urnar yfir höfuðið og settum trefil eða klút fyrir andlitið nema hvað augun gægðust gegnum smágat. Það var sem sé norðannæðingur, sem við höfðum beint fangið, og dálítill renningur. Eg stýrði sleðanum og Einar Pálsson sat í aftursætinu. — Hann hafði meitt sig lítilsháttar i fæti. Hinir hengu i böndum. Ekkert sást vegna inyrkurs og renningsins. Við fórum eftir átta- vita. Eftir skamma stund var farið hjá fyrstu vörðunni. Siðan sáum við enga vörðu. Síðar kom í ljós, að við vorum lítið eitt of austar- lega. Ferðin gekk mjög vel, þvi færi var hið besta. Þegar birti, voru Kverkfjöll ekki langt i burtu fram- undan. Veður var stillt og bjart og ákváðum við þá að bregða okkur til Kverkfjalla. Við stefndum á gufusúlur vestast i fjöllunum. Land- inu tekur að lialla á fótinn og við verðuin að fara hægara. Einar sofn- ar á sleðanum, sem við höfum í eftirdragi, og mér er ekki grun- laust um að sumir af hinum liafi stundum fengið sér dúr standandi á skíðunum. Þegar komið er allhátt upp i vest- urbunguna á fjöllunum, en hún er 1860 m. há skellur á okkur þoka. Við lendum lítið eitt austan í bung- unni, en þar er snjórinn svo djúp- ur og hliðarhalli mikill, að erfitt er að komast áfram. Skyggni var einnig slæmt, vegna þokunnar, og við þorðum ekki að halda áfram með sleðann. Var þvi tjaldað og lagst til svefns. Eftir tæpa klukkustund vöknuðum við í glaða sólskini. Þokunni hafði létt, er sólin kom á loft. Er strax haldið af stað, og allur farangur skilinn eftir. Það eru að- eins fjórir km. að dalnum með hverunum. Við skildum meira að segja skiðin eftir, nema Árni. Hinir liggja á sleðanum, sem alltaf er í eftirdragi. Vélsleðinn þyrlar snjón- um yfir þá, og Sigurður, sem situr fremstur er horfinn í stóran snjó- skafl á sleðanum, þegar við stað- næmumst. Þetta er einn af þessum ótrúlega björtu og stilltu dögum, sem einstöku siniium eru hér á háfjöll- u m. Hveradalurinn blasir við okkur. Gufumekkina leggur beint í loft upp. Umhverfis eru háir hamrar og hengjur. Allt er þakið nýfallinni mjöll. Árni brunar á skíðum niður i dalinn, á annað hundrað metra háa brekku, en við hinir bindum okkur í fjallalínu og göngum varlega niður brekkuna. Þarna dveljum við fram undir hádegi. Er þá haldið til baka, setst á sleðann og ekið austur á austustu og hæstu hnúkana tvo. Við ökum alveg upp á annan þeirra, en staðnæmdumst um 20 metra fyr- ir neðan hinn, í 1900 metra liæð. Hnúkurinn er 1921 metri að liæð. Útsýnið er stórkostlegt í allar áttir, og Brúarjökull liggur við fætur okk- ar. Þá ér lialdið heim í tjaldið og síðasta nestið borðað. Að þvi búnu er lagst til svefns í nokkrar minútur og allt hengt til þerris, sem deigt er orðið. Síðan er haldið heim i tjaldstaðinn á Dyngjujökli. Brekkurnar eru lang- ar véstur af Kverkfjöllum og hallar undan fæti, en færi tekið að verða þungt vegna sólarinnar. Bensinið er komið að þrotum, svo að við bjugg- umst við þvi þá og þegar að sleðinn staðnæmdist. Allt gekk þó að ósk- um. Við komum heim skömmu fyrir sólarlag, og höfðum þá verið þrjár klukkustundir á leiðinni. Bárðarbunga var heið og björt i vestri. „Hver vill skreppa með mér þangað upp,“ segir Árni. Enginn vill fara. Allir fara að sofa. Næsta morgun á að halda af stað heimleiðis. En næsta morgun er Bárðartunga heið og freistingin er of mikil. Aftur er haldið af stað. Færið er hið á- kjósanlegasta. Ferðin gengur vel, en oft verðum við að vera á lággirun- um, því að brekkurnar eru margar á leiðinni. Tjaldstaðurinn er i 1200 metra hæð, en Bárðarbungan er um 2000 metrar. Eftir fjórar klukku- stundir erum við uppi. Vegalengd- in sem við höfðum farið var um 40 km. Þarna er eitt viðasta útsýni á öllu landinu. Austur á Dimma- fjallgarð og Snæfell, norður að Kerlingu í Eyjafirði og Mælifells- hnúk, vestur á Reykjanesfjallgarð og suður á Öræfajökul. Við mælum snjódýpt og hæð. — Hæðin er 1988 metrar. Þá er Ijós- myndað og filmað. í austri heyrist til flugvélar. Ör- lítill depill sést i fjarska. Hann stækkar, nálgast. Það er Kata. Hún flýgur beint yfir okkur á jöklinum. Við sjáum fólkið í gluggunum. Kata snýr við, tekur stóran sveig og lækkar flugið og flýgur aftur yfir okkur. Aftur er myndað og veifað. Kata hverfur í vestri. Við liöldum í austur, eftir háhryggnum. I suðri er Hamarinn, ekki langt í burtu. Nú er allt undan fæti og áður en varir erum við komnir niður bröttustu brekkurnar. í suðri sést til Gríms- vatna og skammt frá okkur er stóra „jarð“-fallið, sem myndaðist við jökulhlaupið í vetur. Við staðnæm- umst og mælum, myndum og borð- um. Þá er haldið beint í tjaldstað. Vörðurnar okkar eru skammt austan við okkur. Nú eru engir erfiðleik- ar að sjá þær. Eftir rúma klukku- stund erum við heima í tjaldinu og staðnæmumst aldrei á leiðinni. — Var nú haldið rakleitt norður í Reykjahlíð um nóttina og allan næsta dag. Þar tjölduðum við hjá Stóru- gjá og fengum okkur bað í gjánni. Á teiff niffur i Iweradalinn Hjá Grimsvötnum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.