Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1947, Síða 8

Fálkinn - 31.01.1947, Síða 8
8 PÁL KINN Jerome Beatty Einu Niðri í Wall Street voru þeir van- ir að segja, að þegar Thoraas E. Morton tæki ákvörðun, þá væri hún eins og hæstaréttardúmur. Þegar hann loksins, eftir langa yfirvegun komst að niðurstöðu, hafði hann fullt traust á dómgreind sinni, og þegar málið var ráðið, fylgdi hann þvi ósleitilega fram. Væri reynt að hafa áhrif á hann með röksemdnv- færslum, var það eins og ætla að lokka flóðhest með sykurmola. Nú var hann á fertugusta og öðru árinu og stjórnandi og eiggpdi einn- ar stærstu bankasamsteypu í heimi. Hann hafði veitt litla en trygga banka í net sín, einn í einu, og mest kapp lagði hann á að sölsa þá banka undir sig, sem þverneit- uðu honum í fyrstu. Þar kom fram sú lyndiseinkunn sem var ríkust í honum: Hið eina, sem hann óskaði sér í lífinu var það, sem fólk sagði að hann gæti ekki fengið. Hann var vandur að meðulum, þrár og gamaldags, og trúhneigð hafði liann erft frá foreldrum sínum, sem voru púrítanar. Stundum rákust menn til New York frá London eða Shánghai eða San Francisco, sem ekkert þekktu til Thomas E. Mortons en vildu biðja hann um gott veður. Og svo fór gest- urinn að undirbúa sóknina. — Hver er nákomnastur Thomas E. Morton? hafði sá til að spyrja. — Hvern þarf ég að tala við fyrst? — Hverra dómgreind er það, sem hann treystir? Hvar leitar hann ráða? Hver getur haft áhrif á liann? Og svarið var jafnan það sama: — Sá maður er ekki til, sem getur haft áhrif á Thomas E. Morton. Hann ræður öllu sjálfur. Ekki til. Én kona þá? Hvaða möguleika mundi kona liafa í viður- eign við Thomas E. Morton.?.... Thomas E. Morton gekk fram og aftur, aftur og fram á austurlenskum gólfdúknum í bókastofu sinni á land- setrinu sínu i Westchester. Hann var hár, kjálkabreiður og sterklegur og var með gráar öklahlifar við bláu, tvíhnepptu jakkafötin, sem virtust vera einskonar einkennisbúningur mannanna í bankaeigendafélaginu. Hann nam staðar við arininn, studdi olnboganum á arinhilluna og velti um háu skrautkeri. Hann tók það upp aftur, athugaði það og setti það svo á sinn stað, við hliðina á klukkunni. — Það brotnaði ekki, sagði bann. — Það var gott, sagði kona lians, eins og henni stæði á sama. — Þetta skrautker kostaði 300 dollara, sagði hann, gramur yfir því hve húsfreyjan varð lítið glöð, að það skyldi ekki brotna. — Það var kraftaverk að það skyldi ekki fara í méL Klukkan fór að slá. — Hættu þessu! kallaði hann reið- Sinni vorum við ur til klukkunnar. En hún liætti ekki fyrr en hún hafði slegið tíu högg. —- Mikið þætti mér vænt um ef þú settist, Thomas, sagði frúin. Hún liagræddi sér í skinnfóðraða stóln- um. Krosslagði fæturna og reykti síg- arettu. Hún var fríð kona, fallega klædd og einhverskonar óbifandi ró yfir henni. — Þú kemst i æsing að ástæðulausu, þegar þú skálmar svona, bætti hún við. — Að ástæðulausu, orgaði liann. — Ivallarðu það að ástæðulausu? Hann benti á morgunblaðið, sem lá á borðinu. — Ha, ha, hvað er ástæða ef þetta er að ástæðulausu? Brytinn kom inn með dagblað, sem prentsvertan var ekki þornuð á og rétti frú Morton það. — Eg sendi eftir öðru blaði, sagði liún við mann sinn. Hún leit á myndirnar á fyrstu síðu og fletti svo á blaðsiðu 3. — Hér er þessu lýst með miklu sterkari litum, sagði hún eftir að brytinn var farinn. — Falleg mynd af Ralpli og stelpunni á forsíðunni. Hann þreif blaðið og stundi er hann las yfirskriftina: Sonur Mortons- skotinn undir róman- tískum kringumstæöum (Sjá grein á bls. 3). Hann leit á myndirnar. — Hún er að minnsta kosti montin af löpp- unum á sér, sagði liann með fyrir- litningu. — Hún hefir fallega fætur, sagði frú Morton. Hann las tekstann undir myndun- um. Ralph Morton, listmálari, og söng- mærin Margrét Adams, lenda i skammbyssubardaga í jtorpi í Green- wich. — Listmálari! urraði hann fyrir- litlega. — Svei, þetta er í fyrsta skifti sem nokkurt blað liefir viður- lcennt að Ralph væri listmálari. En liann varð að nærast af byssu- kúlu til þess að fá þá viðurkenn- ingu. — Hann verður duglegur list- málari fyrr eða siðar, sagði frúin. Brytinn kom inn. — JBlaðamenn- irnir biða úti, sagði hann. — Og Ijósmyndararnir. — Blaðamenn? Eg hefi ekkert við þá að tala. Rekið þá burt. Það verð ég að segja, að nóg er þeim gefín frekjan. — Já, herra, sagði brytinn og fór út. — Jæja, við förum að minnsta kosti ekki í kvöld. Það eitt er víst, sagði Morton drungalega. — Við getum eins vel tekið upp úr tösk- unum. — Því skyldum við ekki fara — útaf svona smámunum? — SmámUnum! hrópaði liann æfur. — Hefir þér ekki enn skil- ist, hvað komið hefir fyrir? Littu bara á þetta! Sonur okkar — og þessi söngstelpa. — Hún er engin söngstelpa. Sú saga er ekki annað en tilbúningur. Hún lék í dansþætti á Capitol — liafði meira að segja gott hlutverk. — Hvernig veistu það? í þessu blaði stendur að.... — Eg er viss um að hann ætlar að giftast henni •— undir eins og hann fær þær tekjur, að hann geti unnið fyrir lienni. — Giftast henni? Sú leið liggur yfir líkið á mér. Hvar lendir ann- ars með þetta unga fólk? Ef hann hefði farið að vinna í bankanum í stað þess að fara að eiga við þessa málaraflónsku — en það er þér að kenna. Þú ýttir undir hann. — Hann verður frægur listamað- ur einn góðan veðurdag. Og þú munt verða stoltur af að eiga hann fyrir son. Og ég er orðin stolt af honum núna. — Hversvegna fór liann ekki að skrifa auglýsingar? Það er hægt að græða peninga á því. — Ralph kærir sig ekki um pen- inga. — Ætli hann geri það ekki þeg- ar liann fréttir, að ég liafi arfleitt spítalana að aleigu minni? Þú skalt rciða þig á, að honum stendur ekki á sama um peningana þá. — Eg vona að þú ætlir ekki að refsa honum? — Refsa honum fyrir þetta? hróp- aði liann. Hann liélt blaðin á lofti og sló handarbakinu á myndina af stúlkunni. — Hér verður eitthvað að gera. Eg hætti að borga þennan mánaðarlega styrk, sem hann liefir fengið hjá mér. Eg skal neyða liann til að hætta við þessa klessumáln- ingu. — Þú lánar honum bara pening- ana. Þú mátt reiða þig á að þú færð þá aftur. — Hvernig ætti hann að borga þá aftur? Ætli stelpan ætli ekki að borga mér lika aftur? Leiga fyrir herbergið? Svei, þvílíkt bull! — Heyrðu, sendirðu bílinn á stöð- ina aftur? Hann leit á klukkuna. — Já, ég hefði farið sjálf, ef ég liefði ekki vitað, að þú varst í miklu alvarlegra ástandi en liann. — Þetta er ekki nema skeina, segja blöðin. — Já, en jm skilur, að veslings drengurinn hlýtur að vera beygður yfir þessu. — Hversvegna simaði hann ekki til mín í gær? Þá hefði ég kannske getað bægt þessum síþefandi blaða- delum frá málinu. Þetta fékk hræði- lega á mig. Hann benti á blaðið. —Setjast f meinleysi við morgun- verðinn, og les svo að sonur manns liafi verið í slagsmálum með skamm- byssum! Hvað heldurðu að kunn- ingjar mínir segi? — Hver hirðir um það? ung líka — Þetta gereyðileggur framtíð hans. — Bull! Hann er mest umtalaði maðurinn í dag. Það er bara leið- inlegast, að á morgun er allt gleymt. Eg skil þig ekki, Lillian, sagði hann. Það gekk fram af honum. Hún stóð upp, gekk til hans og lagði liöndina á öxl honuin. — Það hefir þú aldrei gert, sagði hún þýðlega. — En ég liefi alltaf skilið þig. Og þessvegna — ■— —- liann tók báðum höndum utan um hana og hún fór að strjúka honum um árið. — Þessvegna höfum við sdlt af verið svona hamingjusöm. — Hann kyssti hana. — Þrátt fyrir það að þú hefir aldrei viljað fara að mínum ráðum. — Konurnar leggja sjaldnast vit- urlega til málanna, sagði hann. — Það er ekki ætlast til að eiginkon- urnar séu ráðunautar. Karlmennirn- ir skilja livað lífið er. Það eru þeir sem taka ákvarðanirnar. — Þú hefir vist rétt fyrir þér, sagði hún. Nú heyrði hún í bifreið fyrir utan. Hún kyssti manninn sinn i flýti og liljóp út að glugganum. — Þarna er Ralph, sagði hún. Morton fór til hennar og lagði liönd- ina um öxlina á henni. — Hann er með höndina i fatli, sagði hún. — Og hann stansar til að tala við blaðasnápana. Því ýtir liann þeim ekki frá sér og kemur inn? Þeir...... — Þeir ætla að Ijósmynda liann. Eg vona — Ágætt. Þeir báðu liann að taka ofan hattinn. Þá litur hann miklu betur út. — Stendur hann ekki þarna hlæj- andi og masar við þá! hrópaði Mort- on reiður. Og þeir skrifa hjá sér það sem hann segir. — Nú kemur liann! Móðirin hljóp til dyra á móti honum. .Hún kom inn í bókastofuna aftur og hélt utan um Ralph. Hann var hár, laglegur maður. Fólk sagði að hann væri lifandi eftirmynd föð- ur síns. — Halló, pabbi! sagði Ralph og rétti fram vinstri liöndina. Morton hristi liana óafvitandi. — Hvernig líður þér í handleggnum? — Minnstu ekki á það. Eg verð góður eftir viku. Eg vona að þið liafið ekki orðið hrædd. Eg liafði ekki hugmynd um að blöðin mundii skrifa allt þetta bull — en svona er að eiga frægan föðar. — Þetta er liræðilegt, Ralpli. Eg skil ckki að sonur minn skyldi gera það. — Gera hvað? spurði Ralph for- viða. — *Eg gerði alls ekki neitt. Það var Spánverjinn, sem nú situr inni, sem gerði allt sem gert var. Hann hló. — Eg var hetjan í sög- unni. Þessi brjálaði ofstopi ætlaði að skjóta okkur bæði.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.