Fálkinn - 31.01.1947, Side 14
14
F Á L K I N N
TONLISTARSYNINGIN
Blásiö í lúðrana.
Það er merkur viðburður í sögu
tónlistarlífsins hér á landi, að búið
er að koma upp tónlistarsýningu,
sem allmargar þjóðir taka þátt í.
Gestir þeir, sem líta inn í Sýningar-
skála myndlistarmanna þessa dag-
ana, geta aflað sér mikils fróðleiks
um þróun tónlistarinnar og kynnt
sér helstu listamenn á sviði henn-
ar, bæði frumskapendur og túllcend-
ur, þ. e. a. s. tónskáld og tónlistar-
menn. En á milli þess að gesturinn
skoðar myndir af tónjöfrum og les
um þá, þá getur hann tyllt sér nið-
ur og hlustað á tónverk, sem leik-
in eru öðru hverju allan daginn. Sá
„háklassiski“ og djúpsæi ætti helst
að koma rétt eftir hádegi, því að þá
eru leikin erfiðustu viðfangsefnin.
En eftir þvi sem á daginn líður,
er brugðið meira og meira yfir í
léttari verk. En svo er líka daga-
munur í viðfangsefnum. Einn dag-
urinn er ætlaður þessari þjóð til
túlkunnar sinna tónverka og annar
dagur liinni.
Siðastliðinn laugardag fóru þeir
dr. Páll ísólfsson og Jón Leifs um
sýninguna með blaðamönnum og
skýrðu hana fyrir þeim. Sögðu þeir,
að mjög hefðu þjóðirnar, sem boð-
in var þátttaka, brugðið misjafnt
við. Sumar hefðu þegar fyrir nokkru
sent mikið og gott efní, ten aðrar
hefðu eigi komið nema litlu áleiðis
enn. Ekki kváðu þeir það sér að
kenna, þar sem öllum þjóðum hafi
verið boðin þátttaka samtímis. Finn-
ar og Rússar hefðu verið einna
fljótastir til, en ennþá vantaði efni
viða að, sem jafnvel liefði orsakast
af því, að íslensku stjórnarvöldin
hefðu ekki gengið fram í þessu við
sendiráðin sem skyldi. Jón Leifs
taldi það verr, að eigi væru margir
menn einmæltir um skoðun Pader-
ewski, að listin væri stjórnmálun-
um einu stigi ofar, enda liefði hann
látið Versalasamkunduna eftir fyrri
heimsstyrjöld bíða eftir sér stund-
arfjórðung. — Svíþjóð töldu þeir
tvímenningarnir liafa löglega afsök-
un, vegna þess að flutningur sýn-
ingarmuna frá Stolckhólmi til Gauta-
borgar hefði tafist af völdum bíl-
slyss, én nú væri von á miklu efni
þaðan fyrir norræna daginn. —
Þetta var nú iéttara hjal, áður en
skoðunin hófst, en nú var haldið
að íslensku deildinni. Við byrjuðum
aftur í grárri forneskju með því að
skoða ljósprentað handrit af tíða-
söng Þorláks helga. Handritið er
nú geymt í Árnasafni. Síðan var
stildað á öldum, en síðan staldrað
við ýms nöfn, sem þó skulu ekki
talin upp hér, því að almenningur
veit býsna margt um tónskáld sín
og tónlistarmenn, að minnsta kosti
öll þau helstu. Þegar menn sjá gips-
myndina af Sigvalda S. Kaldalóns,
þá rifjast up í hugum manna liin
alþýðlegu lög tónskáidsins nýlátna,
sem hefir sungið tónsmiðar sinar
inn í hug þjóðarinnar. Málverk og
myndir, sönglagatextar o. fl. seiðir
fram í hugi manna margþættar minn
ingar, og við förum ósjálfrátt að
bera okkur saman við aðrar þjóðir,
þvi að til þess hættir íslendingum
mjög, hvort sem um tónlist er að
ræða, eða málaralist, skáklist eða
annað slíkt. Og slíkt ber ekki að
lasta, lieldur lofa, ef samanburður
okkar byggist hvorki á oflæti eða
minnimáttarkennd, heldur á hlutlaus
um dómi gjörlnigals skoðanda.
Svo er þarna ýmislegt fleira en
mannamyndir og þess háttar, og eitt
var það sérstaklega, sem sá, er þetta
ritar rak augun í. Það er ferðahljóð-
færið lians Jóns Leifs. Það sakar
engan, að gera sér ferð niður í
Sýningarskála, jafnvel þótt ekki væri
til annars en að líta á þetta merki-
lega lcrýli.
Síðan mjakaðist hópurinn liægt
og liægt áfram, deild úr deild. í
Danmerkur deildinni draga tveir stór
ir lúðrar athyglina helst að sér. Þeir
eru ekki gljáfægðir og með kopar-
lit, eins og nú tiðkast, enda ekki
nýsmíði, því að þeir eru taldir 3-4
þúsund ára gamlir. Lúðrar slíkir
sem þessir hafa fundist í jörðu á
nokkrum stöðum í Danmörku, venju-
lega tveir og tveir saman.
Sænska deildin er hálf hrjóstug
ennþá, en eins og fyrr getur er
von á bótum þar. Norðmenn hafa
sent fremur lítið. í pólsku deild-
inni er afsteypa af hendi Chopin
i eðiilegri stærð. Þarna sjáum við
nöfn eins og Paderewski, sem skifti
sér milli tónlistar og stjórnvisinda,
og Szymanowsky. Tékkar höfðu hug
á að koma upp myndarlegri deild,
en báðu um svo langan frest, að
því var ekki hægt að sinna. Annars
eru Tékkar ein af öndvegisþjóðum
tónlistarinnar nú á dögum. Ungverja-
land skartar með nöfnum eins og
Liszt og Bartok. Bartok gerðist
.Bandaríkjamaður og Vesturheimsbú-
ar vilja líka miklast af honum, enda
var hann ekkert smámenni. í ít-
ölsku deildinni mætti vera meira,
því að hina ,,stóru“ vantar ekki.
Verdi og Toscanini sjá fyrir því,
svo að ekki séu fleiri nefndir. Þess
má geta að Toscanini er nærri blind-
ur, þótt okkur furði á slíku.
Bandaríkin sendu sitt efni í síð-
ara iagi, en jjar mun nú samt verða
aliblómlegt um að litast.
Frakkland hefir sent nokkurt efni,
og þar er m. a. mynd af Romain
Rolland, nóbelsverðlaunahöfundinum
sem er prófessor í tónlistarsögu
við Sorbonne-háskólann. Rússland
hefir upp á margt að bjóða. Þar
skal fyrst frægan teija: Tschaikowski
svo eru það nöfn eins og Miaskow-
ski, Szostakovicz o. fl.
Bretar hafa sent heilar syrpur
af myndum úr dans og leiksýning-
um, svo að þar er liægt að staldra
við. Þar eru myndir af listakonunni
Myra IJess, sem hefir verið ein
stærsta stjarnan í tónlistartúlkun
Breta á stríðsárunum. — Á einum
veggnum eru myndir af frægum ein-
söngvurum eins og Enrico Caruso
og L. Melchior.
Siðan lá leið okkar til ýmissa hljóð
færa, sem þarna eru til sýnis. Jón
Leifs, sem nú var orðinn einn með
okkur, því að dr. Páll var farinn
út til að sinna öðrum störfum,
skýrði allt fyrir okkur sem um var
spurt — og meira en það, því að
spurningar okkar blaðamannanna
náðu svo skammt. Og það voru
orð að sönnu, sem dr. Páll ságði
við okkur, er hann kvaddi: „Mér
er víst alveg óhætt að fara, hann
Jón er alveg einfær um þetta.“
Þess má líka geta að i sambandi
við sýninguna eru kvikmyndasýn-
ingar. Rússar, Bandaríkjamenn og
Finnar hafa sent filmur. Finnska
kvikmyndin er um Sibelius, sem
margir Finnar telja mesta mann,
sem þeir liafa eignast. Og það er
ekki undarlegt að svo sé, þvi að
ættjarðarást hans er eins sönn og
ástin á listinni. „Ef það er til að
hjálpa Finnlandi, þá megið þið taka
eins margar myndir af mér og ykk-
ur sýnist,“ sagði hann, þegar leitað
var samþykkis hans um, hvort mætti
taka kvikmyndir á áttræðisafmæli
hans. Sibelius-kvilcmyndin verður
sýnd á norræna daginn, sem senni-
lega verður á sunnudaginn.
Ameríkumenn kaupa olíu. Það er
stundum haft á orði, að Bandaríkja-
menn séu sjálfum sér nógir og
þurfi ekki að flytja neitt inn. Þetta
er þó of djúpt tekið í árinni. Til
dæmis flultu þeir inn á fyrra helm-
ingi fyrra árs 67 miljónir tunnur af
steinolíu, og er það mesti missiris-
innflutningur í sögu Bandarikjanna
siðan árið 1922. Á sama tíma 1945
var innflutningurinn 54 miljón
tunnur. Mest af þessari olíu kemur
frá Venezuela, en næst koma Hol-
lands-Indíur, Mexico, Columbia og
Trinidad.
Nótna-sJdnnhandrit frá 15. öld.