Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 21.02.1947, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ititstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR Ef Flugfélag íslands hefði ekki telcið upp flugferðir milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar á síS- astliSnu sumri mundi hafa horft til vandræSa um samgöngur milli ís- lands og Norðurlanda, bæði fyrir póst og farþega. ÞaS er tákn tím- anna, sem fáir munu líklega hafa spáð síSustu árin fyrir styrjöldina, að reglubundnar flugferðir til út- landa kæmust á svo að segjá að stríSinu loknu. Og þó er þetta elcki nema byrjun- in. Innan fárra ára er sennileg't að daglegar ferðir verði milli Reykja- vikur og Norðurlanda, og að far- gjöldin með flugvélunum verði raun- verulega engu dýrari en með skip- um. Það er svo með flugiS eins og með allt annað, aS það er dýrara í byrjuninni. Tilkostnaður fer mink- andi eftir þvi sem flugsamgöngurn- ar aukast, og vélarnar fullkomnast og burðarmagnið eykst. Framfarir í flugi liafa í rauninni orðið miklu örari en hjá nokkurru öðru sam- göngutæki sem komið hefir fram í veröldinni. Flugfélögin i Danmörku, Noregi og Svíþjóð liafa að þvi er virðist ekki kært sig um að hafa samvinnu við íslendinga. Þegar SAS-félagið var stofnað í haust afréð það að fljúga framhjá íslandi, en örlögin höguðu þvi samt svo, aS i fyrstu ferðinni varð vélin að leita til ís- lands vegna veðursltilyrða. Flugfélag íslands hefir haft sam- vinnu við Skota um DanmerkurferS- irnar. En margt virðist benda til þess, að okkur yrði hagkvæmara að hafa feriðir yfir Sola, sem NorS- menn eru nú aS gera að allsherjar- stöð fyrir Amerikuflug sitt. Fjöldi islenskra farþega fer til Noregs og Svíþjóðar og þá er stysta leiðin yfir Sola. Og þaðan hefir norska flug- félagið daglegar ferSir til Osló, Stokkliólms og Kaupmannahafnar og Englands. ÞaS væri athugavert hvort ekki væri hægt með samvinnu við þetta félag að gera flugfargjaldið til höf- uðborga Norðurlanda mun ódýrara en það er nú. Sola er tryggur og stór flugvöllur og veðurskilyrðin eru eru þau bestu, sem fást á nokkrum flugvelli í Noregi. Og vegalengdin frá Rtykjavík álíka og til Prestwick í Skotlandi. Ingólfur Arnarson siglir að gömlu uppfyllingunni. (Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson). »INGÓLFUR ARNARSON« Það var ekki amalegt veðrið á mánudaginn, þegaV fyrsti nýsköimn- artogarinn, Ingólfur Arnarson, kom á Reykjavíkurhöfn. Það var sól og heiðríkja, ládauður sjór og vetrar- slilla, þannig að engu var líkara en að höfuðskepnui’.mar fögnuðu komu Ingólfs Arnarsonar ekki síð- ur en Reykvíkingar. Kl. IV2 e. h. sigldi Ing'ólfur Arnar- son fánum skreyttur inn eyjasund- in og heilsaði með hvellri eimpípu- raust. Fjöldi fólks hafði þá þegar flykkst niður á hafnargarð, og það sem eftir var dagsins lá sifelldur fólksstraunnir niður að höfn til að skoSa aufúsugestinn. Kl. 4 e. h. hófst móttökuathöfn- in við liafnarbakkann. Voru þéttar raðir fólks, hvert sem litið var á land frá skipin'u. Hafnarbakkinn húsaþök nærliggjandi húsa og skip á höfninni voru kvik af fólki, og’ hver reyndi að tylla sér sem hæst til þess að geta séð gripinn. Fyrsti liður móttökuathafnarinnar var ræða sjávarútvegsmálará'ðherra, Jóhanns Þ. Jósefssonar. Rakti ráð- herrann nýsköpunaráætlanir í sjáv- arútvegsmálum sem fráfarandi stjórn lagði drög að og hóf áriS 1945, og sagði að þessi dagur markaði tíma- mót í sög'u íslenskrar stórútgerðar og sögu þjóðarinnar. Ilann þakkaði framsýnum athafnamönnum þjóðar- innar þann stórhug, sem þeir sýndu í útgerðarmálum og fór miklum og verðugum lofsorðum um liina dáðrökku og hugumstóru íslensku sjómannastétt. í lok ræðu sinnar afhenti ráðherra borgarstjóra Reykja víkur skipið til eignar og umráða handa Reykjavíkurbæ og bað skipinu allra heilla og blessunar. Frh. á bls. Í4. Jóhann Þ. Jósefsson afhendir borgarstjóra Ingólf Arnarson. Minningarsýninu Þðrarins B. Þorlákssonar. í tilefni af áttræSisafmæli Þórar- ins .B. Þorlákssonar, frumherja ís- lenzkrar málaralistar, hafa vanda- menn hans komið upp sýningu á verkuin hans í Oddfellow-liúsinu. Hefir náðst i fjölda málverka eftir liann, en þó ekki nærri öll, enda eru þau dreifö um landshyggðina. Sýningin var opnuð kl. 2 e. h. laugardaginn 15. febr. að viðstöddu fjölmenni. Dr. Matthías Þórðarson, þjóðminjamörður, flutti ræðu, og skýrði hann frá æviatriðum Þórar- ins ítarlega mjög. Vék hann oftlega að starfsáhuga hans og einlægni. Þórarinn hóf listnám sitt við Akademíið í Höfn árið 1895, 28. ára gamall og gerðist þannig braut- ryðjandi i málaralist hér á landi Þórarinn B. Þorláksson. fyrir um 50 árum. Hann lagði inn á nýjar slóðir, sem landsmenn þekktu ekki nema að litlu leyti, þvi að íslendingar áttu engan fulltrúa á þvi listasviði áður, að Sigurði Guðmundssyni málara þó fráskild- um. Skömmu eftir aldamótin, þegar Þórarinn hvarf aftur heim frá námi, gat hann ekki snúið sér að málara- listinni fyrir alvöru, því að hún gaf ekki nægt fé í aðra hönd. Hann stundaði þvi ýmisskonar störf jafn- framt þvi, sem hann málaSi. Hann rak bókaverslun, kenndi við Iðn- skólann og aðra skóla og var skóla- stjóri Iðnskólans á tima. Þórarinn andaðist árið 1924, 57 ára að aldri. Myndir Þórarins eru fíngerðar, og mildi skín úr hverjum drætti. Hann hefir að því leyti verið andstæða við ýmsa helstu núlifandi málara okkar, þvi að þeir glima einkum við hina hrikalegu tign náttúrunn- ar, en hann snýr sér að hinum blíðu á björtu hliðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.