Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.02.1947, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 anlega að tortryggni Eddies gagn- vart mönnum í einkennisbúninguin hvarf alveg. ÞaS er ekki um annað að gera en bíða, sagði Herb við þá. Birnirnir, sem voru soltnir og úrillir eftir vetr- ardvalann, voru komnir á stj.á, og liann lofaði að segja eftirlitsmönn- onum að hafa gát a Vicioriu. Eddie fór. aftur til Red Ball og vann á bifreiðastöðinni hjá Pete. Sirkustíminn í New York byrjaði, en Eddie sagði við Pete, að það mundi ekki þýða að hugsa um að verða með í þetta skiptið, því að Victoria mundi þurfa nokkuð lang- an tíma til að rifja upp fyrir sér gömlu listirnar. En næsta vor ætti Pete að koma til New York sem gestur Eddies á frumsýr.inguna. Einn daginn hringdi Iierb og sagði, að nú hefðu þeir fundið Vic- toriu. Það væri ekki um að viliast — hún væri enn með háísbandið. Svo liðu tíu dagar þangað til Eddie sá hana. Þrir aðrir birnir voru að slafra í sig fóðrið sitt þeg- ar Victoria kom rambandi fram úr skóginum. Eddie varð skjálfradd- aður. „Vic!“ kallaði hann. „Victoria!" Birnan stóð grafkyrr. „Vicky!“ kallaði Eddie. Hún hreyfði sig ekki, þegar hann færði sig nær, og hún hafði ekki augun af andlitinu á honum. Herb Cooper kæfði niðri í sér óp, þegar Eddie tók báðum höndum um háls- inn á birnunni. „Lofaðu mér nú að sjá framan í þig,“ sagði Eddie. Hann smellti fingrunum. „Upp með þig — stattu á tánum!“ Þetta var birna Eddies, en hún gegndi honum ekki. „Hefirðu gleymt öllu?“ spurði Eddie. „Stattu nú upp á afturfæt- urna.“ Hann danglaði i hálsinn á birnunni. Herb kreisti fingurna að riffl- inum. Reardon gat ekki verið með öllum mjalla, að sjá ekki þá breyt- ingu, sem orðin var. Skepnan hafði lifað sem björn í meira en ár. Þetta var enginn sirkusbjörn framar — hann var orðinn náttúrunnar barn. Victoria skalf. Eddie braut grein af tré. „Mér er illa við að berja þig,“ hrópaði Eddie, „en komdu nú. Upp á afturlappirnar!" Loksins — hægt og hægt — reis björninn upp á afturlappirnar. Svo horfðust þeir Eddie lengi í augu. „Gott!“ sagði Eddie. „Komdu nú hérna!“ Victoria rak upp trýnið, eins og hún væri að hlusta eftir einhverju, svo fór hún á fjórar fætur aftur ' og labbaði burt, en kom aftur eftir litla stund og ýtti tveimur ofurlitl- um húnum á undan sér. Eddie var sem steini lostinn. „Er þér alvara.. ..“ byrjaði hann. Það var aðeins einn maður í heiminum, sem hefði getað snert við þessum húnum. Victoria stóð graf- kyrr þegar Eddie tók þá upp. „Átt þú þá?“ spurði hann. „Þú ert með öðrum orðum gift?“ Eftir á fannst Herb þetta flónslegt, en meðan það var að gerast fannst honum ekkert við það að athuga. „Þó að björninn hefði svarað hon- um lield ég varla að ég hefði depl- að augunum." sagði lxann á eftir við Pete. „Viltu helst verða hérna áfram?“ Kuldinn sverfur að. — Hörkugaddur hefir nú veriö á meginlandi Evrópu um nokkurn tíma, meðan blíðviðr- ið hefir leikið við íslendinga. Og ekki bætir þ.að ástandið, að eldsnegti er ekki fáanlegt fremur en glóandi gull. Á myndinni sést fólk í kolaleit á járnbrautarstöð í Þýskalandi. Þung refsing er lögð við kolastuldi. spurði Eddie. Húninn saug einn hnappinn á yfirfrakkanum hans. „Svo að þú ætlar að yfirgefa mig, útaf öðrum birni?“ sagði hann. Hann brosti ekki þegar hann sneri sér að Herb aftur. „Eg gæti farið með hana,‘ sagði hann. „Og þá mundi hún vilja lcoma. En það væri ekki rétt. Hún er gjörbreytt. Svip'- urinn er orðinn annar. Eg held að henni líði betur hérna. Húninn glefsaði í eyrað á honum. Hann hélt honum upp og athugaði hann betur. „Og hvað segir þú?“ spurði hann móðurina. „Eigum við að hafa það svo. Þú verður hér og ég tek barnið!* Victoria hreyfði sig ekki. „Þá er það i lagi,“ sagði hann og sneri sér við. Svo sagði hann við Herb: „Hvar skyldi maður geta feng- ið keyptan pela hérna?“ Fallöxi til sölu. — Fallöxi þessi var til sölu í París. Hún er margnotuð og slitin, en það virðist ekki hafa nein áhrif á unga fólkið, sem hand- leikur hana l gamni. X-V 442-925 PÖNNUR, POTTAR, postulin, hnífapör — VIM-hreinsunin tnjgg- ir auðveldara verk og allt fágað og bletta- laust á heimihnu HREINSAR FLJÖTT OG ÖRUGGT Konukaup bönnuð. — Það er gamall siður í Afríku að menn kaupi sér konur af feðrum þeirra og borgi með kvikfénaði, og enda jafnvel stund- um með beinhörðum peningum. En nú kemur til mála að afnema þetta. Á trúboðsfundi í Bulawayo bar afríkönsk kona upp tillögu um að breyta þessari tilhögun. Ilún sagði að nú á timum væru ýmsir ungir Afríkunegrar við nám þangáð til þeir kæmust á giftingaraldur, og gætu því alls ekki sparað sér fyrir „lobola“ — eða konuverðinu. Það drægist því fyrir þeim að ná sér i konu, og af þvi hlytist margt illt! Samkvæmt venjunni er faðirinn — seljandinn — skyldur til að greiða kaupverðið til baka, eða láta kaup- andann fá aðra dóttur sina ef fyrsta hjónabandið yrði barnlaust. Ef mað- urinn deyr á undan konunni hirða ættingjarnir hans allar eigur hans, en konan fser ekkert, vegna þess- að hún hefir verið keypjt. Konu- kaup þessi eru því einber þræla- sala. Góður gjaldeyrir. — 1 amerikanska sendiráðinu í Róm var framið inn- brot i haust og stolið 1000 kg. af livítasykri. Þjófarnir geta lifað hátt fyrsta kastið, ef þeir nást ekki, þvi að á svarta markaðinum í Róm er kílóið af hvítasykri selt fyrir um 130 krónur. Verri en Atomsprengjan. — Þær eru ljótar sumar uppgötvanirnar, sem gerðar hafa verið á striðsárunum, ef sannar eru sögurnar, sem sagðar eru af þeim. Ein þeirra er sú, að ameríkönskum hugvitsmönnum hafi tekist að finna eitraða sóttkveikju, sem sé svo bráðdrepandi að þrjú grömm af sóttkveikjueitrinu nægi til að drepa 180 milljónir manna! ***** ✓

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.