Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.02.1947, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Sú staðreyrid að Eddie Reardon væri besta númerið hjá úmferða- sirkusnum, gat ekki afstýrt því að Britt Harmon ræki liann úr vist- inni. Því að fyrsta flokks númer kom að litlu haldi, ef aðalpersón- an er svo útúrfull, að hún getur ekki staðið, og þó að Victoria bragðaði aldrei brennivín, þá gat hún hvorki né vildi sýna sig nema Eddie væri þar líka. f síðustu sex bæjunum, sem sirkusinn hafði sýnt í áður en komið var til Red Bull, hafði Eddie alltaf verið þreifandi fullur. „Victoria, drottning bjarndýranna, og Reardon, konungUr allra bjarn- arteipjara" —r Harmon gnísti tönn- um af vonsku. Hann ætlaði að halda birnunni; Eddie hafði hvort sem var ekki efni á að taka hana með sér, og hver veit nema hún lærði með tímanum að koma fram fyrir almenning Eddie-laus? Annaðhvort það, eða hann gæti étið hana — það var bjarnarsteik í margar mál- tíðir. Það varð kvöld áður en það rann svo af Eddie að hann gerði sér Ijóst að hann væri þyrstur. Þegar hann kom út heyrði hann rödd Harmons, sterka og óþjála, segja: „Jæja, Bums — þú ert rekinn. Og reyndu að hypja þig á burt. — Birn- unni held ég." Það brá fyrir glampa í augum Reardons. Hann og Victoria höfðu oft verið rekin frá betri sirkusum en þessum. En hann var þreyttari en svo að hann nennti að skamm- ast við Harmon núna. Honum fannst líkast og munnur hans og háls væru úttroðnir af sagi. Hann staulaðist framhjá Harmon út á upplýsta aðal- götuna í Red Bull. Flestum var vel til Eddie, og Pete Cooper, sem átti bifreiðastöðina, var engin undantekning í þvi. Garmur- inn er fullur eins og 47 páfar, hugs- aði Pete með sér, þegar hann fylgdi Eddie nokkrum timum síðar frá einni knæpunni i bænum og heim á legubekkinn í skrifstofunni sinni. Þegar Eddie komst til sjálfs sín fyrri partinn daginn eftir gaf- Pete hon- um kaffibolla og lögg af viski. Eddie þvoði sér í framan við vatnspöst- inn. „Heima í New York borgum við peninga fyrir svona kalt vatn,“ sagði hann við Pete og svo flýtti hann sér af stað til þes að gefa Victoriu morgunmatinn. Harmon beið eftir honum. „Út!“ sagði hann og benti honum með þumalfingrinum. Hann brosti is- köldu brosi þegar Eddie fór að tala um morgunmat Victoriu. „Þú ert ágætur,“ sagði hanm „En þú átt engan björn, og gerir kannske svo vel og skifta þér ekkert af mínum .... út!“ Eddie fór aftur á bifreiðastöðina til Pete. Hann afþakkaði í staup- inu. Svo sat hann fram til hádegis og góndi fram undan sér. Um miðdegisleytið sagði hann við Pete: „Þú varst að segja mér af björnunum í dýragarðinum. Og þú ert viss um, að enginn þeirra verði nokkurntíma skotinn?“ Pete kinkaði kolli. Allan eftirmiðdaginn var Eddie að þamba vatn, hvert glasið eftir annað. Pete Cooper horfði þegjandi á hann. Ekkert nema sterkur spiritus gat lægt þann eld, sem brann í iðrum Eddies, en Eddie Reardon drakk ekkert. Um miðnætti slokknuðu gas- ljósin í sirkus, sem lá skáhalt á móti bifreiðastöðinni. „Eg held að ég fari að loka, sagði Pete Cooper. „Viltu lögg áður en þú ferð að hátta?“ Eddie horfði á hann. „Heyrðu mig,“ sagði hann. „Eg skal borga þér það einhverntíma. En viltu lána mér bílinn þinn í nokkra daga?“ Pete horfði á Eddie. Það var und- arlegt, augnaráðið hans núna. „Vitanlega," sagði hann. Milli klukkan þrjú og fjögur um morguninn tólc Eddie til starfa. — Síðasta spölinn skreið hann á fjór- um fótum. Honum tókst að ljúka upp búrinu án þess að nokkurt hljóð heyrðist, og nú fann hann þegar Victoria fengið sér að drekka og þar gæti hún synt, ef hana langaði. Hvílíkt laugarker fyrir björn! Birnan snökti og þrýsti nefinu að löppinni á honum. í ellefu ár höfðu þau verið saman í bliðu og stríðu. Síðan hún var húni. Nú var hún á besta aldri. Meðalævi bjarnar- ins er 25 ár. Heiming æfi sinnar hafði Victoria lifað í sirkusbúrum og flutningavögnum — í fangelsi. En betri helmingurinn var eftir hugs aði hann með sér. .Bara að Victoria gaéti gert sér grein fyrir því. „Það er best að ljúka þessu,“ sagði Eddie við sjálfan sig og stöðvaði vagninn. „Út!“ skipaði hann. Victoria velti sér út úr bílnum. Phyllis Duganne: B i r nan trýnið á Victoriu við kinnina á sér. „Uss!“ hvíslaði Eddie, þegar þau læddust þumlung fyrir þumlung í myrkrinu, hlið við hlið. í dögun voru þau 3G mílur fyrir sunnan Yellowstone. Eddie ók með aðra höndina á stýrjnu, með hinni hélt hann i lubbann á Victoríu. „Það fer um þig eins og í Para- dís,“ sagði hann. Victoría deplaði augunum og sleikti á honum hönd- ina. „Allur garðurinn er einn stór leikvöllur fyrir þig og marga aðra birni. Þú eignast marga vini þar. Heyrirðu hvað ég er að segja? Og svo ert þú líka dama — svo að þú lendir aldrei í slagsmálum. Annars eru þeir allir eins og ein stór fjöl- skylda þar.“ Eddie staðnæmdist með bifreið- ina fimm milur fyrir sunnan Yellow- stone Park. „Nú er um að gera að láta tunguna liggja rétt í munnin- um,“ sagði hann og gaf Victoriu merki um að leggjast flöt aftur í vagninum. Svo fleygði hann ábreiðu yfir hana. — Svo liggjum við dauð, kallaði hann og smellti fingrunum. Victoria hlýddi. Eftirlitsmaðurinn við hliðið leit syfjulega á Eddie. Eddie sagði hon- um frá því, mjög óðamála, að sig' hefði alltaf langað til að sjá Yellow- stone, alla tíð síðan hann lærði um þennan stað I skólanum. Og að hann yrði að vera kominn austur að hafi eftir tvo daga og væri því tíma- bundinn, og nú yrði hann að fá að koma inn úr því að hann væri hérna. Hann borgaði þrjá dollara i inngangseyri. Hvort hann hefði nokkur vopn? Nei, það var nú öðru nær. Það var enginn umferð inni í garðinum. Eftir að hann hafði ekið nokkurn spöl stansaði liann vagn- inn en lét hreyfilinn ganga. „Allt í lagi,“ sagði hann, „komdu hingað.“ Eftir eina sekúndu var Virtoria komin í framsætið við hliðina á honum. Hann ætlaði að aka langt inn i þjóðgarðinn áður en hann léti Vic- toríu fara út, og hann ók hratt. Yellowstonevatn glitraði djúpt, blátt ög svalt milli trjánria. Þar gæfi Hann tók festina af henni og leit í síðasta sinn á hálsbandið hennar, þar sem nafnið VICTORIA var graf- ið, með stórum bókstöfum. „Jæja — eftir hverju ert að bíða? Nú ertu lieima!“ Birnan hafði ekki augun af hon- um. Hún sperrti eyrun til að heyra livað hann segði. „Heyrðu nú,“ sagði Eddie alvarlegur, „geturðu ekki skilið livað sjálfri þér er fyrir bestu? Ekki einu sinni þegar það er beint fyrir nefinu á þér? Aldrei að vinna framar ■—- frelsi, alltaf frelsi! Þú kynnist öðrum björnum.“ Nú gat hann ekki sagt meira. — Augun voru orðin full af tárum. Hann hljóp upp i vagninn og ók af stað. Hann leit ekki við. Pete Cooper var ekki þannig gerð- ur að liann snýstist um annarra liagi, en jafnvel liann gat ekki að sér gert, að horfa forvitinn á Eddie er liann kom að skila vagnjnum, sem hann hafði fengið léðan. Sirkusinn liafði farið úr bænum þá um morg- uninn, og Eddie byrjaði undir eins að drekka sig betur fullan en hann hafði nokkurntíma gert, þau 40 ár, sem hann hafði lifað. Það tók hann þrjá daga og svo liðu aðrir þrír, meðan það var að renna af hon- um aftur. Eins og menn sem liða skipsbrot í ástum hafði Eddie ekki getað drukkið úr sér endurminn- inguna um Victoriu. Og nú þegar runnið var af honum gat hann ekki um annað liugsað en Victoriu. En eitt var honum Ijóst. Hann varð að komast burt. Miklu lengra burt frá Victoriu. í ágúst var Eddie aftur kominn til New York óg var jafnan ófull-’ ur. Það var eins og hann hefði misst alla löngun til að drekka. Borgin stundi af hita, en Eddie liugs- aði um svalann í Yellowstone og var glaður. Hann félck vinnu við skipti- símann í Mohawk-gistihúsinu — sem var hann gamli dvalarstaður. Þar sá hann daglega andlit sem hann kannaðist við í anddyrinu — Helen Link, trapez-meistarann, trúðinn Toby Conell og Mortimer Ball, minnsta mann i heimi. Eddie brá sér fram úr skonsunni og heilsaði Mortimer með handabandi. „Hvernig liður Victoriu? spurði dvergurinn. „Ágætlega,“ svaraði Eddie, „hún er í vetrarhiði“. „Hún er fallegur björn,“ sagði Mortimer. í janúar fékk Eddie stöðu sem aðgöngumiðasali í Madison Square Gardens. Hann hitti gamla kunningja og upipgötvaði að poker með sóda- vatni er miklu arðvænlegra spil en með viskíi. Það er verið að leika íshocliey, en liugur Eddies var langt frá Madi- son, þegar kunnugleg rödd hljóm- aði í eyrum hans. „Hvernig gengur það, Eddie?“ Hann gleymdi að síðast liöfðu þeir Jeff Brainerd og liann skilið sem allt annað en góðir vinir. Rödd- in olli þvi að endurminningin um Victoriu blossaði upp í honum. Maðurinn, sem var stjórnandi stærsta sirkusins í heiminum, rétti honum liöndina. „Eg hefi frétt af þér, Eddie. Komdu til Jacks og fáðu þér glas þegar þú ert búinn liérna.“ Eftir átta mánaða bindindi fannst Eddie það mjög eðlilegt að biðja um sitrónvatn þegar hann kom til Jacks. Brainerd liló. „Nú þykir mér taka í linúkana! Ertu orðinn bindindis- maður?“ „Já,“ sagði Eddie. Brainerd klingdi við hann. — „Hvernig líður drottningunni?" „Ágætlega,“ svaraði Eddie. Því að hann vonaði það. „Hún var fyrsta flokks björn.“ „Já“, svaraði Eddie. „Þetta var Ijómandi góð sýning lijá þér.“ Brainerd brosti. „Við gæta- um vel notað • það aftur.“ Eddie lirökk allur í kút. „Hvar er drottningin?“ „Hjá kunningjunum. Eg var með liana fyrir vestan. Hamel Harmon og ég skildum hana eftir þar. „Náðu í hana aftur,“ sagði Brain- erd. Hann hikaði en bætti svo við: „Þarftu peninga?' ‘ „Nei,“ svaraði Eddie. „Nei, þökk!“ Hann átti 500 dollara í bankan- um. Fyrir 200 keypti liann notaðan vagn, og fimm dögum eftir að hann hafði farið frá New York stóð hann á bifreiðastöðinni hjá Pete Cooper í Red Ball. Pete þekkti hann ekki undir eins. En þegar hann sá hver þetta var brosti hann gleitt. „Eg hefi safn- að saman blaðaummælum handa þér,“ sagði hann. „Dansandi björn í Yellowstone Park .... Taminn björn skemmtir fólk- inu.... Björn með hálsband......... o. s. frv.“ Eddie Reardon gleypti þessár frá- sagnir í sig. „Eg vissi að hún mundi bjarga sér. Eg vissi það!“ endurtók hann. „Þú lítur skrambi vel út sjálfur,“ sagði Pete. IJann liafði þegar boðið Eddie glas en það verið afþakkað. Augu þeirra mættust og það ískraði í lionum hláturinn. „Veistu að hann bróðir minn er orðinn umsjónar- maður í Yellowstone?“ „Nei, er það satt?“ stamaði Eddie. Það var snjór yfir allt þegar Eddie og Pete óku upp að húsi umsjónarmannsins. Herb Cooper tók hjartanlega á móti þeim, svo hjart-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.