Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.02.1947, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN „Ingólfnr Arnarson** Framh.afbis.3 Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri flutti því næst ræ'ðu, og veitti skip- inu viðtöku f. h. Reykjavíkurborgar. Lagði hann milda áherslu á, hve nauðsynlegt þjóðinni væri að fá at- vinnutækin og halda þeim úti. Fyrir þeirri nauðsyn ættu allar krytur að víkja. Árnaði hann Ingólfi Arnar- syni og hinni nýju bæjarútgerð Reykjavíkur allra heilla. Einnig fór hann þakksamlegum orðum um ís- lenska sjómenn og starf þeirra á öllum tímum. Síðan töluðu Gísli Jónsson, alþm. sem hefir liaft eftirlit með smiði skipsins, og Guðmundur Ásbjörns- son, forseti bæjarstjórnar. Lúðra- sveit Reykjavikur lék fyrir og eftir ræður undir stjórn Alberts Klahn. Eftir móttökuathöfnina var siðan siglt með boðsgesti út á eyjasundin og út fyrir eyjar. Var skipið þá skoðað liátt og lágt, og veitingar voru framreiddar um borð. Á þriðjudaginn var almenningi heimilt að skoða skipið, var þar þröng manna, eins og að likum læl- ur. Áhöfn skipfsins er 13 manns. — Ski’pptjóri er Hannes Pálsson. Aðrir skipverjar eru: Þorkell Sigurðsson, Loftur Júlíusson, Gunnar Auðunsson, Baldur Snæland, Ólafur Sigurðsson, Guðmundur Ma^íasson, Ingólfur Frið bjarnarson, Jónatan Kristleifsson, Kári Gíslason, Leó Kristleifsson, Ár- mann Brynjólfsson og Einar Karls- son. í ráði er að Ingólfur Arnarson fari bráðlega á veiðar. SÍLDVEIÐI Á RE YKJ AVÍKURHÖFN Ilér sést báturiiin Ágúst Þórarinsson með fullfermi síldar, sem veidd er rétt við hafnarmynnið. Ljósm.: Fk. Sildarveiði á Reykjavíkurhöfn. Svo kynlega brá við í vetur, að skip komu ofan úr Kollafirði með fullfermi síldar dag eftir dag. Marg- ir töldu allar likur á, að þetta væri aðeins stundarfyrirbæri, og almenn- ingur furðaði sig á þessum fréttum. Svo bar það við dag einn, þegar bátarnir héldu upp i Kollafjörð, að þeir fengu ekki bröndu. En þá spurð ist til síldar uppi í Hvalfirði og síðan á ytri höfninni við Reykja- vik. Og undanfarnar vikur liefir síldveiðin liér á höfninni verið mest rædda dægúrmál bæjarbúa og jafn- vel víða um land. Hvcrsu fjarstætt hefði mönnum ekki fundist það í sumar í síldarleysinu að tala um síldveiði á Reykjavíkurhöfn um há- vetur? En staðreyndirnar eru tal- andi tákn, og við þeim verður eigi hróflað. Vetrarsíldarmagnið er nú orðið nálægt 50.000 málum, og laust eftir síðustu helgi varð löndunar- stopp á Siglufirði, því að allar þrær voru fullar! — Og ennþá sýnir sild- in ckki fararsnið á sér. Skipin liáfa upp úti á sundum í blíðunni, og sildin virðist ekkert fælin, hún kemur meira að segja í kynnisferð- ir inn á innri höfnina. Það er ckki ósennilegt að lands- menn taki síldina í fulla sátt eftir þessa vetrarlirotu, þó að hún hafi verið duttlungafull og stríðin i sum- ar. Egyptinn lærir . . . Frh. af bls. 11. Nú er ég ekki lengur óhreinn Fellali. Eg er hreinn og heiðarlegur maður. Eg á góða konu og skémmtilegt heimili. Eg geng á kveldskóla og kann bæði að lesa og skrifa. Og ég er orðinn vélfræðingur.“ Hann fann til sín þegar hann sagði síðustu orðin. Svo hikaði hann sem snöggvast og spurði síðan. — „Segið þér mér, eru margir menn eins og herra Triulzi í Ameríku?“ Eg sagðist halda það. Góður kaupbætir. — Eftir að Franz Schubert var dáinn fannst meðal þess litla, sem hann lét eftir sig, mappa, full af blöðum. Fornsali einn keypti hana fyrir nokkra aura. Hann fann brátt kaupanda að möppunni, sem vildi helst ekki taka við henni nema seljandinn tæmdi hana. Loks gekk hann að því að liirða blöðin líka. En þegar hann var að fleygja þeim tók hann eftir að eitthvað var skrifað á blöðin. Nótur. Hann sýndi fróðum manni þessi blöð, og kom þá á daginn að þarna var frumhandritið af hinum ódauðlegu „Múllerlieder“ Schuberts. ÚTSVÖR 1947 Samkvæmt heimitd í 28. gr. útsvarslaganna, hefir bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkt að innheimta fyrirfram upp í útsvör gjaldend- anna 19Á7, sem svarar h-slming útsvars hvers gjaldanda, eins og það var úkveðið 19Á6, mcð gjalddögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní næstlcomandi, sem næst Ys hluta (i2Vi°7o) af útsvarsupphæðinni 19)6 liverju sinni, þó þannig, að greiðstur standi jafnan á heilum eða hálfum tug lcróna. Þetta tilkynnist útsvarsgjaldendum í Reykjavík. Borgarritarinn. L10 N GÚMMÍLÍMIÐ BREGST YÐUR ALDREI Heildsölnbirgðir: Signrbjörn Mepantsson & Go h.f. Austursiræti 14. Simi 6745

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.