Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.02.1947, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Stavanger er fjórði stærsti bær Noregs og nm flest sá ein- kennilegasti. Hann er fræg- nr fyrir trúarhrejff- ingarogniðursoðna siid. ROGALAND hefir löngum verið rómað sem mat'arbúr Noregs. Á Jaðri er land- búnaður á háu stigi, ekki síst kvikfjárræktin og framleiðsla kjöts, smjörs og eggja er meiri þar en annarsstaðar í Noregi. Rogaland er 9.160 ferkm. að stærð en hefir rúmlega 100 þús. íbúa, og Stavangur þá eklci tal- inn með. En þarna eru aðeins 715 ferkm. skóglendis «ða hlut- fallslega langtum minna en í nokkru öðru fylki í landinu. Ræktað land er aðeins 450. ferkm. og hefir kostað ærna vinnu að gera það arðbært, eins eins og sjá má af öllum grjót- görðunum á Jaðri, margra metra þykkum. Það grjót hefir allt verið hreinsað úr ökrunum. Að öðru leyti er Rogaland að heiia má samfellt beitiland. Og vetr- ar eru mildir þar, einkum við sjávarsíðuna, svo að fénaður bjargast mikið úti. Þessvegna er sauðfjáreign Rygja meiri en nokkurra annarra í Noregi. Á Rogalandi eru um 160.000 sauð- fjár eða um 17% af allri sauð- fjáreign Norðmanna. Aðeins 3 fylki Noregs hafa fleira sauð- fé en nautgripi, nfl. Rogaland, Hörðaland, Sygna- og Firða- fylki. En í þessum þrem fylkj- um er nær helmingur allrar sauðfjáreignar þjóðarinnar. Sunnan Boknfjarðar eru fislc- veiðar lítið stundaðar; stafar það bæði af hafnleysi og svo hinu, að fiskimið eru þar léleg. En inn í Boknfjörð og innstu afkima hans fara á vissum tím- um árs miklar gögur af smá- sild, „brisling“, sem niðursoð- inn er orðin ein aðal útflutn- ingsvara Norégs. Stavangur stendur öðrum fæti í landbúnaðinum og liinum í síldveiðinni og verkun hennar. Bærinn hefir löngum verið lang- stærsta bækistöð síldarniðursuð- unnar i Noregi og einkum var það eitt fyrirtæki, sem „setti svip á bæinn“ i þvi tilliti — firmað Chr. Bjelland, sem heimsfrægt er á niðursuðudós- um, þó að fjöldi annarra fyrir- tækja fáist við þessa sömu iðn. Fyndni, sem gengur í Stavangri segir: „Áður var Stavangur bær Kjellands — nú er hann bær Bjellands.“ Enginn hefir lýst Stavangri betur en skáldið Alexander Kjel- land. Hann var Stavangursbúi í húð og hár og sá bær, sem hann lýsir, gamli bærinn milli austur og vesturhafnarinnar, er að heita má óbreyttur frá hans tíð. Stavangur hefir ekki haft af neinum stórbrunum að segja lengi, og því er miðbik bæjarins með gömlu sniði. — Göturnar þröngar og krókóttar og húsin ósamstæð og fornfáleg. Á aðalgötu bæjarins, Kirkju- götu, sem liggur frá dómkirkj- unni og norður að höfn, er víða ómögulegt fyrir bifreiðar að mætast. Þar eru mestmegnis timburhús, sambyggð, og má kalla furðulegt, að þessi bæjar- hluti skuli ekki vera orðinn að öslcu fyrir löngu. Aðaltorg bæjarins liggur i halla, fyrir miðjum botni aðal- hafnarinnar, Vogsins, svokall- aða. Ofarlega á torginu er standmynd af Kjelland. En fyr- ir ofan torgið stendur, fyrir miðju eina sögulega bygging- in, sem til er í Stavangri, Dóm- kirkjan. Hún er frá 12. öld og helguð dýrlingnum Svithun. Þvi að Stavangur hafði mikil við- skipti við England lil forna og bærinn var kristnaður þaðan. Biskupskapella er sérstök bygg- ing við kirkjuna og á næstu grösum er gamall og kunnur menntaskóli. Kongsgaard. Upp af kirkjunni tekur skemmtigarður bæjarins'við; hann er lítill og liggur meðfram Bredevannet, sem er litil tjörn, minni en Reykjavíkurtjörn. Á bakkanum andspænis er járnbautarstöðin og fyrir enda tjarnarinnar, þeim megin, sem að torginu veit, stór bygging, sem geymir póst og síma. Ofar í bænum er vegleg bygging fyrir þjóðminjasafn og skammt þaðan gott og fallegt málverkasafn. Eru þá taldar helstu byggingar, sem vert er að skoða i Stavangri. En til þess að fá útsýn yfir bæinn er gott að bregða sér upp í Val- bergturninn, sem stendur á liæð framarlega á nesinu milli aust- ur- og vesturhafnar. Þaðan sér yfir bæinn allan, út yfir byggð- ir og til fjallanna í Rygjafylki. Einkum verður manni starsýnt Þjóðmenjasafnið í Stavangri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.