Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1947, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.04.1947, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN » R. L. STEVENSON: GULLEYJAN MYNDAFRAMHALDSSAGA Copyrighf P. I. ö. Bok 6 Copenhogen 54. Eg gægöist út úr felustaö mín- um og hlustaöi. Jú, þarna var Silv- er kominn Ijóslifandi meö einn af hósetunum. Af samtalinu hegrði ég, að Silver var að cggja hann ú að ganga í bandalag með samsæris- mönnunum, en fortölur hans hrifu ekki, og hinn heiðarlegi háseti vís- aði öllum boðum hans á bug. 55. Samtalið endaði með skcrandi ópi, sem fældi fuglana gargandi i burtu. Hásetinn sem bjóst til að flýja, þegar Silver tók að ógna hon- um, fékk hækju Silvers i bakið og hné niður. Ilann reis ekki á fætur aftur, og höggið virtist hafa hrygg- botið hann. En samt var Silver ekki ánægður, hann vildi ganga úr skugga um, hvorl hann væri dauður. 56. Hann hoppaði þpí á einum fæti þangað, sem hásetiiui lá, tók hækj- una úpp og dró svo rýtinginn úr skeiðum, og rak hann á hol í brjóst hásetans. Mig svimaði við þessa hræðilegu sjón, og himinn, jörð og tré syntu fyrir augum mínum. Eg rankaði við mér, þegar Silver blés hvellt i flautu, og þá beið ég ekki boðanna, heldur lagði á flótta. Copyriat'l P. I. B. Bo. 6 Cop«nho0*o 57. Ótal hugsanir háðu striö í kollinum, þegar ég hljóp í blindni eitthvaö í burtu frá moröstaðnum. „Þú vcrður sá næsti, sem verður myrtur", suðaði fyrir eyrum mér. „Eg fer ekki um borð með bölvuð- um þrjótunum aftur. Dr. Livesey sér mig aldrei famar“. Sllkar hugs- anir ásóttu mig í sífellu og mögn- uðust því meir, þ.ví hraðar, sem ég hljóp. - En þá sá ég allt í einu sjón, sem magnaði hrœðsluna enn meir. 58. Eg var komirui upp á hæð með tveimur toppum, þegar ég kom auga á einhvcrja veru, sem sveifl- aði sér tré frá tré. Hvorl það var maður eða dýr, gat ég ekki almenni- lega greinl í fyrstu, en ég sá fljótt, að flótti var þýðingarlaus, því að veran dró alltaf á mig. Eg greip þvi til byssunnar og bjóst til að taka þ.vl, sem að liöndum bæri. 59. Eg setti í mig allan minn kjark, og það róaði mig, að ég hafði 2 skammbyssur, ef á þyrfti að halda. Nú gat ég greint að það var maður, sem elti mig, að hálfu nakinn, en að hálfu klæddur i rytjur af göml- um sjómannsfötum. Þegar ég sá hann ganga i áttina til mín, hvarf mér allur ótti. Hann kastaði sér á kné fyrir framan mig og leit biðj- andi til mín. - Geðveikur vesalingur, hugsaði ég. 60. „Hver ert þú?“ - „Ben Gunn„ sjómaður, sem var settur hér á land fyir þremur éfum og hefi flakkaö um eyna í allah þennan tima.“ - Eg skildi fljótt hvers kyns var. Hann hafði verið settur i land á eyðiey í hegningarskyni fyrir ó- hlýöni. Hanh spurði mig nafns. Um stjörnulestnr. Eftir Jón Árnason, prentara Eg hefi fengið fyrirspurnir nokkr- ar um það hvað sé um öll þau hin mörgu flugslys, sem hafi átt sér stað að undanförnu víðsvegar um heim. Mér hefir einnig borist fyrir- spurn um þetta efni frá erlendum manni í öðru landi. i Eg hefi lítið sagt um þetta efni, þvi margt kemur til greina, sem yfir- sést og sum atriði lítið eða ekki < skýrð í fræðibókum eða tímaritum, er fjalla um stjörnuspeki og stjörnu- lestur. Hinn 22. janúar þ. á. var nýtt tungl. Var það i byrjun Vatnsbera- merkisins. Á sama tíma var Saturn í Ljónsmerki, sem er andstætt Vatns- beranum eða gegnt honum í dýra- hringnum. Var Satúrn þar í þrótt- mikilli andstöðu við Sól og Tungl þar sem þau voru í samstæðu í Vatnsberanum. Nú ber þess að gæta, livers kon- ar hliðar þjóðfélagsins það eru, sem teljast Ljónsmerkinu. Því teljast fyrst og fremst konungar, rikjaráðendur, forsetar og æðstu valdliafar sem slíkir. Það er meðal annars vegna < þess að Satúrn ræður hér Ljóns- merkinu og stendur i nánu sam- bandi við það og álirif þess. Fram- tak manna í ýmsum starfsgreinum telst einnig að nokkru leyti merki þessu og er það vegna þess að þeir, sem framtakið hafa með höndum, eru að meira eða minna leyti ráð- endur hlutaðeigandi fyrirtækja, sem stofnsett hafa verið eða rekin af þeim. Sólin táknar ekki eingöngu æðstu stjórnendur, heldur ráðendur t. d. í lægri stjórnarstöðum öllum í þjóðfélaginu, ráðherra, dómara, fó- geta, borgar- og bæjarstjóra, sýslu- menn, sem yfirmenn sveitafélaganna og jafnvel alla leið niður í hrepp- stjóra. Vatnsberinn er hitt merkið, sem hér er um að ræða, og Satúrn ræð- ur þvi merki. En einnig er talið að Úran hafi mikil áhrif á það. Af sumum er þvi haldið fram, að liann liafi einmitt meiri og vaxandi áhrif nú en áður vegna þess að hann hafi miklu meiri álirif á þróun framtíðarinnar, -sem fæst við að Framhald á bl. /4. „Jim Hawkins." - „Jim, bú mátl vera glaður að þ.ú varst til að finna mig.“ 61. „Eg hefi fundið fjársjóð hér á eynni, sem getur gert okkur báða flugríka. - En þú kemur vonandi ekki með Flint skipstjóra?“ - „Nei, hann er löngu dauður". - Samrœður okkar slitnuðu, þegar fallbbyssuskot kvað við og siðar skammbyssuskot. Eg tók á rás til strandar og hinn nýi vínur miiui fylgdi mér. 62. Það sem skeð hafði var þetta: Yfirmennirnir höfðu oröið sammála um að láta til skarar skiða gegn samsœrismönnunum. Ákveðið var að dr. Livesey og Hunter nokkur, sem var i fylgd með Trelawny, skyldu róa i land og reyna að finna varð- húsið, sem merkt var á kortinu. Þeir lentu góðan spöl frá hinum bátun- um, en komust þó ekki í land, án þess að vera séðir af varðmanni Silvers, sem var niður við Strönd. Livesey gekk á land og haföi hlaön- ar byssur i höndum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.