Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 04.04.1947, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN DREXELL DRAKE: 14 »HAUKURINN« — Á faðir yðar skyrtuhnapp með stór- um demanti? — Já, hann notar hann alltaf þegar hann er samkvæmisklæddur. — Hann er mjög verðmætur? — Hann hlýtur að vera það. Hann er fallégastur og stærstur af öllum demöntun- um í safninu hans. — Ha .... safninu? — Já, Sneed-demantsafnið er vist ekk- ert leyndarmál. Haukurinn stóð við gluggann og horfði út á götuna. Allt í einu heyrði hann lágt hljóð bak við sig. Það kom frá dyrunum. Hann steig nokkur skref til haka, leit til dyranna og sá að þær höfðu aðeins verið opnaðar. — Eg get sagt yður, ungfrú Sneed, að faðir yðar varð að fara í ferðalag, sem kom lionum alveg á óvænt, sagði hann og brýndi röddina. — En hann hefði átt að geta gert mér viðvart. — Það hagaði þannig til að hann fékk ekki tækifæri til þess. Hann liratt upp hurðinni og leit fram í ganginn. Svo gekk hann til ungfrú Sneed aftur. — Það sem ég sagði núna var ekki alveg rétt, ungfrú Sneed, sagði hann. — En ég vildi að þessi manneskja, sem stóð og hleraði við dyrnar, skyldi lieyra það. — Sáuð þér nokkurn? spurði hún skelfd. — Það eru fleiri hérna í húsinu en þér sjálf, frænka yðar og stúlkan. — Nei, nema svo þjónarnir, auðvitað. Eg sá fót með grárri ökklahlíf hverfa inn í lyftuna. Er nokkur þjónanna yðar með svoleiðis fótabúnað? Ungfrú Sneed stóð upp. Roðinn kom fram í kinnar henni og það var köld ró í raddhreimnum. — Eg hefi svarað öllum spurningum yðar með þolinmæði, þó að ég hafi yfirleitt enga vissu fyrir, að þér hafið rétt til að leggja fyrir mig spurning- ar. Mér finnst þér gera þetta allt nokkuð dramatískt. ... Hvað er það, sem þér vilj- ið? Hver eruð þér? — Eg verð að biðja yður um að treyna í yður þolinmæðina enn um stund. Það var ein spurning, sem þér svöruðuð mér ekki beinlínis. Yitið þér hversvegna faðir yðar fór út á þriðjudagskvöldið? Hún dró svarið við sig: — Nei, ekki í síðara skiptið. — Svo hann fór þá tvisvar út? — Já, fyrst fór hann út og át mið- degisverð með vinum sínum og kom heim aftur um klukkan níu. Eg sat hérna með honum til ldulckan tíu. Og þegar ég fór inn til mín hélt ég að hann væri að fara að hátta. — Hvernig fenguð þér að vita, að hann liafði farið út aftur? Já, ungfrú Sneed, nú megið þér ekki verða óþolinmóðar. En ég ér eini maðurinn, sem raunverulega get- ur gefið upplýsingar um hvað komið lief- ir fjTÍr föður yðar. Þér verðið að hugga yður við það.... í bili. — Þér eruð ekki frá lögreglunni, því að annars hefðuð þér sagt mér það. Þér þeklc- ið ekki föður minn. Gott og vel, ég skal eigi að síður sætta mig við þessar ómögu- legu aðstæður. ... í bili. Fyrir stuttu töl- uðuð þér eins og ég myndi aldrei sjá föð- ur minn framar. — Þér skiljið eflaust jafn vel og ég, að málið er alvarlegt, ungfrú Sneed. — Og allt stendur og fellur með yður? — Að leiða sannleikann í ljós, já. Aðeins það er undir mér komið. — Það virðist svo sem mér sé nauð- ugur einn kostur. Hvað var það svo meira? — Það var viðkomandi öðru skiptinu, sem faðir yðar fór út. — Eg vissi ekkert um það fyrr en morg- uninn eftir, þegar ég sá, að hann liafði ekki sofið í rúminu sínu. — Og þér sáuð liann síðast liérna í þesari stofu? — Já. — Við skrifborðið? — Nei, hann hafði hallað sér á sófann. En hann hafði setið við skrifborðið áður. — Var skrifborðið læst þegar hann fór? — Eg hugsa ekki. — Þá hefir hann máske sest þar aftur. Hafið þér athugað skrifhorðið síðan? — Nei. — Það getur verið eitthvað þar, sem gefi skýringu á að hann fór út! Getið þér opnað það? — Eg hefi lykil, en ég er viss um að það er tilgangslaust. Hann hafði tekið til á skrifborðinu þegar ég fór. Hann fékk mér bara nokkur blöð, sem ég átti að geyma til morguns. Hún fann lykil í tösku sinni, opnaði skrifborðið og lyfti lokinu. í sama bili barði stúlka að dyrum og kom inn. — Afsakið þér, ungfrú Sneed, en það er maður liérna með bréf, sem hann segir að sé áríðandi. — Hvaða maður er það? — Hann kom með stóran böggul, sem liggur niðri, áritaðan til yðar, og svo þetta bréf, sem hann sagði að þér yrðuð að fá undir eins. Ungfrú Sneed gekk fram i dyrnar til stúlkunnar. Haukurinn setti ekki fyrir sig þó að stúlkan truflaði. Hann hafði meiri áhuga fyrir öðru bréfi, sem lá á skrifborð- inu og var áritað til J. Hamlin Peffer, senators, Albany, New York. Hann þreif bréfið í snatri og lét það renna ofan i frakkavasa sinn. í sama bili sneri ung- frú Sneed sér að honum. Augu hennar voru köld eins og stál þegar hún leit upp úr bréfinu, sem stúlkan hafði afhent henni, og sem hún hafði nú lesið. — Heimsókn yðar mun ekki standa í neinu sambandi við þetta? spurði hún kald- ranalega. Hún rétti lionm bréfið, sem var skrifað með blýanti. Rithöndin var klunna- leg: „Ungfrú Sneed: — í bögglinum eru fötin af föð- ur yðar. Við höfum gengið frá lionum. Hafið fimmtíu þúsund dollara tilbúna. Fötin sýna að við viljum eiga kaup við yður. Þér skuluð heyra nánar frá okkur um livernig þér afhendið okkur peningana. Við verðum að fá þá i smáum, not- uðum seðlum. En þér verðið að iialda yður sam- an, ef þér viljið þyrma lífi föður yðar.“ — Takið þér þessu alvarlega? spurði hann rólega. — Þér svöruðuð ekki þvi, sem ég spurði yður um. — Kannske þér viljið heldur reyna að bjargast af án minnar lijálpar, sagði hann og gekk út að glugganum. Það var auðséð að hún fór hjá sér, því að nú sagði hún í allt öðrum tón: — Þér viljið máske afsaka mig meðan ég'fer ofan og skoða þennan böggul? Svo fór hún með stúlkunni. „Haukurinn“ gekk að skrifborðinu til að athuga, hvort hann sæi fleira nýstárlegt. En það var rétt, sem ungfrú Sneed hafði sagt, að tekið hafði verið til á skrifborðinu. Og bréfið til Peffers senators hafði liklega verið skrifað siðar. Meðan hann stóð þarna álútur yfir skrif- borðinu heyrði hann lágt fótatak fyrir utan. Hann hljóp til og opnaði dyrnar, en forsal- urinn var tómur. Eigi að síður þóttist hann viss um að hann hefði heyrt fótatak. Hann gekk forsalinn á enda, fram lijá þremur lokuðum dyrum, en hvergi gat liann heyrt nokkurt liljóð. Svo fór liann að lyftunni og þrýsti á hnappinn, en tók þá eftir að lyftan stóð við þriðju hæð, þar sem hann var. Einhver hafði notað hana eftir að ungfrú Sneed og stúlkan fóru með lienni niður. Hann ætlaði að fara að opna dyrnar þegar lyftan rann niður aftur. I liinum enda forsalsins var mjór stigi, sem vinnufólkið notaði. Hann hljóp niður þennan stiga og kom nægilega snemma nið- ur á fyrstu hæð til þess að sjá hvar maður gekk inn í sömu stofuna, sem stúlkan hafði farið með honum inn í fyrst. Það var auð- séð að maðurinn kom frá lyftunni. „Hauk- urinn“ afréð strax að veita honum eftirför. Maðurinn sneri bakinu að dyrunum. Ung- frú Sneed og stúlkan stóðu yfir bögglinum, sem þær munu hafa verið búnar að taka upp. I honum voru ýms föt. Ungfrú Sneed leit upp í sama bili og hann kom inn. Það var líkast að hún hefði búist við honum, þyí að hún sagði ofur rólega: — Þetta eru fötin lians föður míns. Þissi maður er nýkominn frá lögreglunni vegna hvarfs föður míns, bætti hún við. Maðurinn hafði snúið sér við og Haukur- inn þurfti ekki að láta kynna sér hann. Hann liafði þekkt að þetta var Be Haley, einn af mönnum Ballards, og sennilega hægri hönd

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.