Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1947, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.04.1947, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Lifandi kross. — Á kirkjuhátíð í New York mynduðu 1700 ungar stúlkur með kyndla í höndunum þennan kross, sem líkist risastóru, geistandi hálsmeni. Nunniír við uppskeruvinnu. begar vorar í Ölpunum. — Það vor- ar oft snemma i Ölpunum, og það er aðeins ]>ar, sem stíka hrífandi sjón er að sjá, blómstrandi tré í snjó. Þraut á þraut ofan. Frost og fann- kingi og síðan þíðviðri með stór- flóðum hefir mætt hart á ensku þjóðinni að undanförnu. — llér sjást sríðsfangar ryðja veg með snjóplóg. Erkibiskup heimsækir Þýskaland — Æðsti klerkur grísk-kaþólsku kirkj- unnar i Bretlandi og Vestur-Evrópu, Germanos erkibiskup heimsótti ný- lega Þýskaland. Iíér sést hann við guðsþjónustu í Bad-Nauheim. Leiksýning í kirkju. — / kirkju einni i London hefir nýlega verið sýnt leikrit, sem er trúarlegs eðlis. Hér sést Maria mey koma með Jesú- barnið i predikunarstólinn. Hraunflóðið úr Etnu. Fyrir skömmu vaknaði eldfjallið Etna á Sikitey af dvala, og setti það mikinn ótta í fólk þar syðra. Mynd þessi er tekin þegar straumleðjan vellur inn i þorp eitt við fjallsræturnar. Þorps- búar hafa tínt saman pjönkur sínar og lagt á flótta, en nokkrir standa enn við hraunjaðarinn og horfa á leðjuna eyða híbýlum þ.eirra. Etnugosið. Við hið nýafstaðna gos úr eldfjallinu Etnu mynduðust nýir gigar og talsvert hraunflóð fylgdi gosinfi. Þessi mynd etr tekin úr flugvél við eitt gosið. ........' ■ ÍK, ,, ' ' •//,/ ýXVfý/. Flóðin í Englandi. Svona var umhorfs í útborginni Putney við London, þegar þíðan kom. Vatnsflaumurinn rann eftir götunum og inn í húsin. Verra var þ.ó ástandið víða með Thems-ánni og Severn, þar sem vatna- vextirnir urðu svo stórkostlegir að annað eins hefir ekki þekkst síðuslu mannsaldra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.