Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 04.04.1947, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 \ • Lífstíðarfangar selja augu sín. — / Ameríku hefir verið komið á fót svokölluðum ,,augnabartka“,. sem tryggir sér augu fólks eftir dauðann. Þau verða notuð i blinda menn, sem oft fá sjónina með þess- um nýju augum. — Myndin sýnir lífstíðarfanga í Stateville-fangels- inu i lllinois gera „augnsamning“ við bankann. Við borðið sést m. a. augnlæknir, sem rannsakar, hvort augu seljandanna séu heil. ertu kominn, og ég er svo glöð .... nei, það eru ekki réttu orð- in. Þú ert kominn til baka og ég elska þig. En — ég elska Paul líka. Eg á son. Við eigum son, hann er einkasonur minn og ég eignast ekki fleiri börn. Eg er svo hrædd. Eg veit ekki, .... Paul, heyrir þú.... Eg veit ekki. Paul gekk til og faðmaði Önnu, og Sergei hallaði höfðinu að öxl hennar. Anusjka, sagði hann. — An- usjka, elskan mín, þú veist að bæði Sergei og ég viljum að þú verðir farsæl. Þú skilur. ... við bíðum eftir að heyra hvað þú segir. Paul gat ekki sagt meira. Ást hans til önnu jdirbugaði liann. Hann var svo altekinn af þakk læti fyrir það sem Anna hafði verið honum. Hann þagði og lau t höfði. Hann reyndi að horfa á andlitið ú lienni, en gat ekki greint andlitsdrættina undir eins. Það var farið að dimma í her- berginu, dagsbirtan var að dvina fyrir utan gluggann. Sú sjálfs- gleymska og sinnuleysi um tím- ann, sem Paul hafði stundum af að segja, hafði náð valdi á þeim öllum á þessu augnabliki. Þau stóðu þarna og föðmuðust og enginn tími var til framar. Björt, rússnesk júnínóttin vafði hvítri þokuslæðu um þau. Það var ilmur af reseru í stofunni. Flugurnar suðuðu i garðinum. Andlit önnu með lokuð augun er alveg máttlaust. Hendur henn ar — svartar af mold — hengu um axlir Sergeis. Það er komið kvöld, sagði Paul allt í einu og hrökk við. —- Farðu og þvoðu þér uin hend- urnar, Anusjska, þær eru svo óhreinar. Paul kyssti með viðkvæmni hendur hennar og andlit Önnu ljómaði af hamingju. Hún gekk til dyranna að herberginu sínu til að þvo sér um hendurnar. Allir gluggar stóðu opnir, og hressandi kvöldloftið streymdi inn í húsið. Á slíkum stundum er maðurinn eitt með moldinni. rétti fram höndina og þegar hann liafði tekið í hönd Sergei fann liann i hverri taug líkam- ans og af teygjunum fyrir brjóst- inu og kringum axlimai* að nú var annaðhvort að hrökkva eða stökkva, að nú var það annað hvort hann eða — Sergei. Anna hafði aðeins elskað þessa tvo menn. Hún hafði liaft minningu Sergeis í heiðri, og sama hátt og Paul hafði líka virt þann mann, sem hafði elskað konuna hans, minninguna um manninn — sem samkvæmt dánarvott- orðí, sem Anna hafði fengið frá frönsku herstjórninni — hafði fallið við Verdun. Þessi minn- ing - heilög og leyndardómsfull — stóð á milli þeirra. I öll þau ár sem hann hafði elskað hana hafði liann aldrei spurt liana um tilfinningar hennar gagn- vart Sergei, og hann hafði aldr- ei borið sjálfan sig saman við iiann, þvi að liann vildi hlúa að minningu hans. Paul hélt enn í hönd Sergeis. Augu lians hreyfðust ekki. — Nei, Sergei, auðvitað er ég enginn þjófur. Anna sneri sér að þeim. Hún kom til þeirra. Útréttar hendur hennar voru orðnar stífar eins og steinn. Hún var með tár í augunum. Sergei rétti liendurnar til hennar, þann- ig að lófarnir sneru upp, og Anna horfði niður í'yrir sig. Paul skildist, að þetta væri nokkuð sem Sergei héfði verið vanur að gera og sem Anna þekkti frá fornu fari. Hann leit feimnislega niður fyrir sig, til þess að vera ekki sjónarvottur að neinu, sem hann ætti ekki að sjá. Anna horfði á Paul og rétti honum hendurnar. Hann sá það ekki og liún stóð svona með framréttar hendurnar. — Eg fer fram og þvæ mér um hendurnar, sagði hún. — Já, gerðu það, sagði Paul. — Anna og Paul Andrejevitsj .... og varirnar skulfu af lík- amlegri þjáningu.. Anna, kæra Anusjka. Já, ég or orðinn skelf- ing gamall .... skelfing gamall. Anna settist aflvana á stólinn við borðið og gleymdi höndun- um á sér. — Nei, alls ekki.... hvernig þá það? sagði Paul. — Anna hefir alltaf talað svo mildð og svo hlýlega um yður. Við höfum myndirnar af yður hérna, og mér finnst að myndin, sem ég hefi gert mér í huganum af yður.... hvað álítið þér, Serjosja? Paul nefndi hann sama nafn- inu og Anna hafði alltaf notað þegar þau minntust á hann. — Nei heyrið þér, Serjosja, þér hafði aðeins breyst þegar maður ber yður saman við gömlu myndirnar.... Anna rétti nú búðar hendur fram til Pauls á sarna hátt og Sergei liafði áður rétt fram liendurnar til liennar. Paul skildi nú að hún hafði lært þessar handahreyfingar af Sergei. Hann tók mn hendur önnu og kyssti þær og moldina á þeim, hann kyssti raka, svarta moldina með allri þeirri viðkvæmni sem hann bar i brjósti til hennar. Svo þurrkaði hann moldina af vör- unum á sér og sagði: — Nei, Anoschka (óafvitandi notaði hann nafnið, sem Sergei hafði gefið henni), nei ég er enginn þjófur. Eg skil að ég get ekki kallað þig konuna mína — fyrr en þú kallar mig mann- inn þinn. Paul þurrkaði enn moldina af vörunum ú sér. — Hve margt undursamlegt er það ekki sem öldin felur. Hér stönd- um við þrjú saman — hvernig á maður að koma orðum að því? Það er það undursamlegasta í lífi mínu.... Þér hafið þekkt það á undan mér, Serjosja.... Eg liefi fengið að kynnast því, sem yður er allra dýrlegast, það sem var leyndarmál yðar eins. Eg á engin orð til að lýsa því. Anna stóð upp og stóð eitt augnablik hreyfingarlaus. Hún var rænd öllum viljakrafti. — Hálsinn á henni titraði eins og strengur. Hún laut höfði, gekk svo til Sergei og faðmaði liann. Paul og Sergei skildu. Þegar Anna rétti fram liendurnar til Pauls þá var hún að verja Ser- gei, og nú þegar gekk hún til Sergei var hún að verja Paul. Með beygðu höfði og með kinn- ina við brjóst Sergei sagði Anna: — Eg er hrædd, Serjosjka — ég er hrædd, Paul. Eins og ég beið eftif þér, Serjosja, þegar þú fórst til vígstöðvanna! Og hversu ég þjáðist þegar ég fékk fréttina um það hingað til Rúss- lands að þú værir dauður, þú veist hve ég hefi elskað þig. Nú *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.