Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 30.05.1947, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 rólega við Fanny: — Líst þér á þetta borð? Viltu heldur silja einhversstaðar annarsstaðar? — Til dæmis þarna ? Hann benti með höfðinu í hinn endann. Að vera svona veraldarvanur! Fanny dáðisl að honum úr djúpi sálar sinnar, en það eina sem liana langaði til, var að setj- ast og' vera eins og allir liinir. — Það er gott þetta borð, sagði hún. — Allt í lagi, sagði Goerg og settist nærri því áður en Fanny var sest og pantaði í flýti: — — Te fyrir tvo, og svo dálilið af chocolat-eclair. — Ja-á, sir, sagði brytinn og opnaði munninn og smellti lion- um saman aftur, eins og hann væri reiðubúinn til að stinga sér aftur að fislta liætti. — Viljið þér ekki fá steikt brauð með, við höfum ágætt steikt brauð. — Nei, svaraði Georg slutt. - - Þú vilt víst ekki brauð, Fanny? — Nei, þökk, það vil ég ekki, sagði Fanny og óskaði þess i hjarta sinu að brytinn færi. — Eða kannske frúin vildi líla á lifandi bumarinn, sem við höfum í kerunum, meðan hún biður eftir teinu? Andlitið á George var eins og það væri böggvið i stein. Og aftur sagði bann: „Nei!“ og Fanny laut fram á l)orðið og fór að taka af sér hanskana. Þegar hún leit upp aftur var brytinn farinn. Georg tók af sér hattinn, fieygði honum á auðan slól og strauk hárið aftur. — Gott að maðurinn skyldi hypja sig á burt, sagði liann. Mér leið- ast þessir útlendingar. Eina ráð- ið til að losna við þá er að vera nógu stuttur i spuna, eins og ég gerði. — Gaman að hann fór andvarpaði Georg aftur með til- finningu. Og nú brann ástin og aðdáunin í hénni. Hann lét hend- urnar liggja á borðinu, stórar, brúnar liendur, sem hún þekkti svo vel. Hana langaði svo lil að taka aðra höndina og kreista liana. En svo varð George fyrri til þess. Hann hallaði sér fram yfir borðið, lagði höndina ofan í hönd liennar og sagði án þess að hórfa á liana: — Fanny, elsku, elsku Fanny! — O, George! Einmitt á þessu augnabliki var eins og Fanny lieyrði liljóma fyrir eyrum sér „twing-t\ving-dodelida“, eins og létt væri leikið á strengi. Það vérður hljáðfærasláttur hér, liugsaði hún með sér, en bljóð- færaslátturinn var henni ekki svo mikils virði einmitt þessa stundina. Hún hrosti og liorfði á hitt brosandi andlitið, og hún var svo sæl að liana sárlangaði til að segja Georg: ■— Við skul- um alltaf vera hérna, hérna sem við erum .... við þetta litla borð. Það er svo yndislegt. . . . hafið er svo yndislegt. Við skulum alLtaf vera hérna. En í staðinn kom alvara í augun' hennar. Elskan mín, sagði hún. — Eg verð að spyrja þig að nokkru sem er afar mikilsvarðandi. — Lofaðu mér að svara því. Lof- aðu mér að þú skulir svara þvi! — Þvi lofa ég, sagði Georg miklu hátíðlegar en svo, að hann tæki málið jafn alvarlega og Fanny gerði. Það er um, að.... Fanny tók augnabliks málhvíld, leit nið- ur og svo upp aftur. — Heldurðu að þú þekkir mig orðið til fulls, meina ég? þekkir mig í raun og veru — alveg' eins og ég er? Nú geklc fram af George. Að hann þekkti ekki hana Fanny sina? Hann hló barnalega. — Það getur þú sveiað þér upp á að ég geri, sagði hann með á- herslu. Af liverju spyrðu? Fanny fann á sér að hann liafði ekki skilið til fulls hvað hún átti við. Hún hélt áfram og talaði hratt: Eg á við þetta, skilurðu. Það eru svo margar manneskj- ur já, meira að segja fólk, sem elskar hvort annað, en þekkir þó ekki hvort annað til fulls. Það er eins og j)að kæri sig ekki um að þekkja hug livors annars út í æsar.... Og það finnst mér svo óviðkunnanlegt. Það niisskilur livort annað og er ósammála um mikilsvert atriði, sem varðar bæði. Það var angistarsvipur á andlitinu á henni. — Georg, það niundum við aldreí gera. Aldrei.... — Aldrei á ævinni, liló Georg, og hann ætlaði einmitt að fara að segja lienni frá því hve vænt sér þætti um nefið á henni þeg- ar þjónninn kom með bakkann og liljómsveitin fór að leika. Það var flauta, gítar og fiðla, og sveitin lék svo glaðlega og fjörugt, að Fanny fannst að boll- arnir mundu bregða sér á leik ef hún liefði ekki gát á þeim. Georg át þrjú chocolat-eclair, Fanny tvö. Það var skrítið bragð af teinu. — Það er soð af humar. hrópaði liann mitt í laginu, en gott var það, og þegar Georg liafði ýtt bakkanum frá og far- ið að reykja, gerðist Fanny á- ræðnari og fór að sko'ða fólk- ið kringum sig. En það var hljómsveitin undir einu trénu, sem lieillaði hana mest. Digri maðurinn, sem glamraði á git- arinn, var eins og málverk. Sá dökkhærði, sem hlés flautu, var alltaf að hleypa brúnum, eins og liann furðaði sig á hljóðinu, sem kom úr flautunni. Fiðlu- leikarinn stóð í skugganum. Hljóðfæraslátturinn þagnaði eins óvænt og hann hafði byrj- að. Það var þá sem hún tók eftir löngum manni með grátl hár rétt hjá hljóðfæraleikur- imum. Undarlegt að hún skyldi ekki liafa séð liann fyrr. Hann var með mjög liáan stífan flibba, frakkinn vra grænn i saumun- um og hnappagötin afar slitin. Yar þetta annar hryti til? Hann var að vísu elcki þesslegur, og samt stóð hann og starði út yfir borðin, eins og hann væri að liugsa um eitthvað, sem væri mjög fjarri. Hvað gat hann ver- ið? Fanny sal lengi og horfði á liann, og liann tók í hornin á harða flibbanum með fingrunum og lióstaði og sneri sér svo að hljómsveitinni. Hún fór að leika aftur. Hávaðasamt og glymjandi lag, fullt af eldi og glóð streymdi út i loftið og til þessa einkenni- lega manns, sem neri hendurar jafn fjarhuga og áður og fór svo allt í einu að syngja. — Ilerra minn trúr! sagði Georg. Og það virtist svo sem allir aðrir yrðu jafn forviða og hann. Jafnvel börnin, sem voru að éta isrjóma, lyftu skeiðinni og gláptu á liann. . Ekkert lieyrð- ist, ekki nokkurt hljóð nema þessi veika og mjóa rödd, sem eiginlega var ekki nema bergmál af rödd og raulaði eitthvað á spönsku. Hún skalf, sótti i sig veðrið, náði liáum tónum, féll aftur, virtist vera að biðja, grát- bændi um eitthvað, og svo breytt ist lagið, beygði sig fyrir örlög- unum, sem sögðu nei. Rétt áður en laginu lauk hló eitt harnið, en allir brostu nema Fanny og Georg. -— Er lífið líka eins og þetta, hugsaði Fanny með sér. - Það eru til svona menn eins og liann. L>að eru lil menn sem þjást. Og svo leit hún út á töfrandi hafið, sem hjalaði við fjörusandinn eins og það elskaði landið, og á himininn, sem aftanskinið var komið á. Ilafði hún og Georg nokkurn rétt til að vera svona Framhald á bls. 14. Snjómokstur. — Þýskir stríðsfangar voru settir í snjómokstur í Bretlandi auk íjölda óbreyttra borgara og hermanna, er harðindin og snjóþyngslin voru þar i vetur. Striðsfangarnir eru ein- kenndir með stöfunum P. W,. (Prisoners of war).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.