Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1947, Side 2

Fálkinn - 20.06.1947, Side 2
2 F Á L K I N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daffa kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HBRBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR í síðasta blaði var bent á, að útsöiuverð einnar smálestar af góðri síld vœri komin upp í tiu þúsund krónur, þegar sildin vœri seld full- verkuð í dósum. Með sáma verði mundi síldarafli síðasta árs nemá um 1317 milljónum. Vitanlega færi mikiil meiri hluti af þessu fé i beinan lcostnað. En það er samt gaman að velta fyrir sér hvíiik ó- grynni af „hráefni" felst í sildinni við ísland. Nú er i ráði að vinna eilthvað af þessu hráefni betur en hingað til hefir gert verið. Reisa stóra full- verkunarstöð á Norðurlandi og af- greiða eittlivað af síldarmagninu þannig, að það verði flutt út ,,til- búið á borðið". Síldarbræðslan hef- ir hingað til verið eina stóriðjan, sem rekin hefir verið hér á landi. Nú bætist þessi við. ísland ætti að hafa góða aðstöðu til að gera fullverkun síldar að glæsi- legum atvinnuvegi, og ástæðan til þess er sú, hve síldin er góð. Gæði hennar eru þegar kunn í öllum þeim löndum, sem hún hefir fengið mark- að í. Og með þvi að verka síldina beint upp úr sjónum á að vera liægt að framleiða enn betri vöru en nú er á markaðnum t. d. á Norðurlöndum.. Hin íslandsveidda síld, sem Norð- menn veiða og selja sem „prima Islandssíld“ hlýtur að vera lakari vara en hin, sem skipað er beint á land nokkrum tímum eftir að hún er veidd. Það er hinn mikli aðstöðu- munur, sem vegur á móti ýmsum öðrum atriðum, er við stöndum verr að vígi um en keppinautarnir. Ef ísland verður aðalframleið- andi bestu síldartegundar lieimsins fyrir þjóðirnar austan hafs og vest- an þarf það engu að kvíða. Þvi að þó að síldin sé dutlungafull og hverfi stundum, þá er hún okkur meira virði en nokkur gullnáma. Og þegar feitmetisskorturinn til iðnaðar fer að sjatna, verður það mikils virði að geta notað síldina í kræsingar, í stað þess að pressa úr henni fitu. Það er enn ekki séð hve mikil fram- tíð er fyrir höndum i þessu efni, það er engin skýjaglópska að gera sér vonir um glæsilegán árangur af matvælaframleiðslu úr þeirri síhl, sem viðurkennd er sú besta í heimi. ***** 30 BÍLA HAPPPRÆTTI S. I. B. S. Glæsilegt happdrætti. Gott málefni. | Verðmæti vinninganna er: íarþfga- ] 270 þús. krónur. 13.500 kr. farþegabíll fyrir 10 krónur. Markmið S. í. B. S. er: Útrýming berklaveikinnar á íslandi. XILDÖGU^ HAPPDRÆTTISI^S: Dregið verður 4 sinnum, um 5 bíla í hvert sinn. 1. Dráttardagur 15. júli 1947. 3. Dráttardagur 15. febrúar 1948. 2. Dráttardagur 15. nóv. 1947. 4. Dráttardagur 15. maí 1948. Viðskiptamönnum happdrættisins eru tryggðar allar bifreiðirnar. í lokadrætti verður aðeins dregið úr seldum miðum. Athugið: Dráttardögum verður ekki frestað. Bíll fyrir ÍO kr. Bíll iyrir ÍO kr.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.