Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.07.1947, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Vandræðamál Palestinu eru nú komin til aðgerða UNO, eftir að Bretar hafa gefist upp við að koma á friði. Hér er málið skýrt frá sjónarmiði Gyðings- ins Moshe Zack og eru upplýsingar hans nokkur skýring á ]>ví hversvegna Gyðingar hafa gersl spell- virkjar og gripið til örþrifaráða, sem óefað spilla málstað þeirra. ARABARÍKI EÐA ATHVARF GYÐINGA? Eftir MOSHE SACK í lok 19. aldar hófust svívirði- legar Gj'ðingaofsóknir í Rúss- landi. — Þessar ofsóknir urðu til þess að stofnuð var hin svo- nefnda Zionistahreyfing, og samfara lienni hófst talsvefður innflutningur Gyðinga til Palest inu. Hinar fyrstu Gyðinganý- lendur þar voru stofnaðar um þær mundir. Þegar fyrri heims- styrjöldin hófst voru um 60 þúsund Gyðingar í Palestinu. Gyðingar víðsvegar að úr heim- inum gerðust sjálfboðaliðar í Gyðingahersveitinni, sem Bret- ar stofnuðu, og börðust fyrir því að ná Palestinu úr greipum Tyrkja. Árið 1917 gaf Balfour út hina frægu yfirlýsingu sína, þar sem hann lofaði því að Palestina skyldi verða þjóðar- heimili Gyðinga. Þegar Allen- by hafði náð Palestinu undan Tyrkjum var það ákveðið, að landið skyldi fyrst um sinn verða undir hreskri vernd. ^— Árið 1922 samþykkti Alþjóða- sambandið loforð Breta um að Palestina skyldi verða heimili Gyðinga. Alþjóðasambandið samþykkti einnig ráðstafanir til að styrkja landnám Gyðinga í Landinu lielga. En Araharnir mótmæltu. Þeir viðurkenndu aldrei Balfour- yfirlýsinguna og neituðu einnig því, að Palestina vrði verndar- ríki Breta. Foringi þeirra var hinn rauðskeggjaði stór-múfti af Jerúsalem, sem skipaður hafði verið í stöðu sína af Gyðingnum Herbert Samuel, sem var fyrsti enski landstjór- inn i Palestinu. Arabar gerðu uppreisn undir forustu múftans 1920 og 1921, mótmæltu inn- flutningi Gyðinga og kröfðust þess að Palestina vrði sjálfstætl Arahariki. Árið 1922 var nokk- ur hluti hins breska verndar- svæðis skilinn frá Palestinu og fenginn Aröbum i liendur. Þetta land fékk nafnið Transjordania. Arabar höfðu sig nú hæga um hríð en 1929 drógu þeir upp uppreisnarfánann á nýjan leik. Og 1936 hófst uppreisn enn á ný, sem stóð í næstu þrjú ár. Meðan þessu fór fram voru Gyðingar að nema landið og byggðu sér heimili í bröttum fjöllum, þurrlendum sandflák- um og votum mýrum. Gyðinga- nýlendurnar spruttu upp hér og þar. Iðnaðarfyrirtækjum var komið á fót og á hverju ári fluttust þúsundir Gyðinga til Palestinu. Árið 1939 voru um 500.000 Gyðingar búsettir í Landinu helga. Um þær mundir var það orð- ið ljóst að styrjöldin mundi hefjast þá og þegar. Bretar sendu út hvíta bók það ár, til að spilla þeirri vinsamlegu sam- búð seni orðin var milli Þjóð- verja og Itala annarsvegar og Araba hinsvegar — Þjóðverjar og ítalir höfðu m. a. veitt Aröb- um liðstyrk í uppreisnunum 1936 - ’39. í þessari hvítbók gáfu Bretar fyrirheit um að Palestina skyldi innan tiu ára verða sjálf- stætt ríki, með öruggum ara- bískum meirihluta. Hámark var sett á innflutning Gyðinga, þannig að ekki mættu flytja inn nema 75.000 á ári, og það var aðeins þröngt svæði af landinu, sem Gyðingum var leyft landnám í. Áður en þessi hvítbók kom út höfðu Bretar í þrjú ár verið að reyna að friða Araba með smá ívilnun- um. Þannig scndu þeir nefnd til Palestinu 1936, undir for- ustu Peal lávarðar. Þessi nefnd lagði til að Palestinu skyldi skipt í tvö ríki, breskt og arab- iskt. Arabar höfnuðu þessu þegar í stað- Og 1938 fór ný sendinefnd austur. Sú nefnd dæmdi tillögur Peals ónotandi og óframkvæmanlegar. Svo kom fundurinn í London 1939, í St. James Palace. Neville Chamberlain og nýlenduráð- herra hans, Malcolm MacDon- and, revndu að miðla málum milli Gyðinga og Araba. En Arabar neituðu þvert öllum málamiðlunum. Þegar þessi fundur varð á- rangurslaus gaf stjórnin út áð- urnefnda „hvítbók 1939“. Gyð- ingar um allan heim lýstu yfir að þeir gætu ekki sætt sig við efni þessarar bókar. Og Araljar ekki lieldur. Þar var nfl. gert ráð fyrir að nokkur tími liði þangað til landið fengi sjálf- stæði, en þeir heimtuðu að Palestína vrði sjálfstætt ríki Araba undir eins. En þó létu þeir ioks tilleiðast að sætta sig við hvítbókina. • Gyðingar fengu stuðning frá Bandaríkjastjórn, sem ekki hafði staðið að samþykkt Al- þjóðasamhandsins 1922, en hins vegar gert samning við Breta viðvíkjandi Palestinu 1924. Og verndarríkjanefnd Alþjóðasam- bandsins neitaði að viðurkenna Breskir varðmenn mcð byssuna tilbúna halda vörð á þaki fyrrv. þýska scmliráðsbústaðsins, eftir að tiðs■ forinyjaklúbburinn var sprengdnr i loft upp.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.