Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.07.1947, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Qawam EsSnltaneh Framhald af bls. 6. ing og fyrir að liafa unnið á móti umbótum í landinu. En nú.varð þess skammt að bíða að Sayyid Zia sæi, að hann stóð magnþrota gagnvart Riza Klian, sem sífellt færði sig upp á skaftið. Fór liann nú í út- legð af frjálsum vilja, en Qawam var ekki aðeins látinn laus heldur gerð- ur að forsætisráðherra þeirrar stjórnar, sem hermálaráðherrann — Riza Khan - réð enn mestu í. Quawam tókst að sitja í þessari erfiðu stöðu í tvö ár, en Riza Khan tryggði völd sín smátt og smátt og bolaði hverjum keppinautinum eftir annan burt. Árið 1923 kom að Qaw am í röðinni, honum var vísað úr landi til Evrópu og þar átti hann heima til 1928, en þá gerðist Riza Klian einræðislierra i Iran undir nafninu Riza Sjah. Nú var Qawam es-Sultaneli leyft að koma lieim aftur, en þó með þvi skilyrði að hann skipti sér ekki af stjórnmál- um! Og næstu þrettán árin lifði liann í kyrrþei á óðulum sínum við Kasp- íahaf. 1941 varð enn breyting i íran er Bandamenn héldu iiði sínu inn í landið og Riza Sjah var settur af. Nú skaut upp á opinberum vettvangi mörgum þeirra, sem lifað höfðu í kyrrþei, ýmist tilpeyddur eða ekki; smá-stjórnmálaflokkar voru stofnað- ir og stýrði Qawam einum þeirra. Fylgismenn hans voru fáir, en liann Iiélt vel á spilunum og 1942 tókst honum að láta þingið fela sér stjórn- arforustuna. Þetta gerðist á þeim tíma, sem íranar gerðu sér miklar vonir um að fá nýja vendi til þess að sópa burt rotnuninni, sem verið hafði í stjórnmálum þjóðarinnar, og daginn sem hann lcynnti ráðuneyti sitt i þinginu voru álieyrendapall- arnir troðfullir, alveg gagnstætt því, sem verið liafði á einræðisárum' Riza Sjah og allir voru sljóvir og áhugalausir um það sem gerðist. En þess varð ekki langt að biða að örðugleikarnir hrönnuðust í götu hans. Fjárhagskreppa kom í iandið og stafaði hún af styrjöldinni; í landinu starfaði athafnasöm 5. lier- deild fyrir Þjóðverja og barátta var háð um völdin i sífellu, milli stjórnarinnar annarsvegar og unga sjahsins og hersins hinsvegar. Þessi deila komst í algleyming í desember 1942, þegar uppþot voru gerð gegn stjórninni í höfuðstaðnum. Qawara barðist af dugnaði gegn þessum erfiðleikum. Hann varð kyrr á sínum stað og kom fullri reglu á aftur, þrátt fyrir það að sjahinn skipaði honum að segja af sér. En óvinir hans voru aðeins sigraðir, án þess að þeim væri útrýmt; þeir héldu áfram mögnuðum andróðri í blöðunum og gerðu sér m. a. mik- inn mat úr því að Qawam liefði skipað ýmsa ættingja sína i eftir- sóknarverðar stöður. Þegar Qawam Iilúði að ættingjum sínum þá fylgdi liann reglu, sem var mjög algeng í íran - en liitt var verra, að þessir ættingjar höfðu gengið lengra en góðu hófi gegndi í því að skara eld að sinni köku. í febrúar 1943 neydd- ist Qawam til að segja af sér, og hvarf nú á ný til óðala sinna. Vera má að það hafi verið von- brigðin og óánægjan útaf þessu, sem olli því að nú fór hann að svipast eftir stuðningi úr annarri átt. Árið 1943 byrjuðu kosningarnar til liins nýja þings. Qawam hafði komist í makk við Tudeh-flokkinn svonefnda sem var undir vernd Rússa. Sá flokkur hafði í fyrstu verið stofn- aður af hóp manna, sem Riza Sjah liafði látið varpa í fang'elsi og sak- aðir voru um kommúnisma-áróður. Nú beitti Qawam áhrifum sínum, sem óðalsherra við Kaspíahaf, til framdráttar frambjóðendum Tudeh- flokksins. Það urðu ekki nema fáir, sem náðu kosningu, en eftir þetta var Qawam jafnan forsætis- ráðherraefni sovjetstjórnarinnar við öll stjórnarskipti í íran á árunum 1944 og 45. í febrúar í ár hlaut hann laun fyrir þolinmæði sina: hann varð forsætisráðherra á ný, en rétt á eftir gerði hann sér ferð til Moskva til þess að semja við Rússa um samskipti írans og Rúss- lands í framtíðinni. Hvar stendur Qawam Es-Sultaneh nú? Veikasf' þátturinn í aðstöðu hans er sá ^ð ef hann getur ekki gert Rússum til hæfis þá á hann enga vini framar. í raun réttri á liann engin áhugamál sameiginleg með Tudeli-flokknum, heldur þvert á móti. Sem óðalseigandi í fornum sið, er ávallt hefir verið talinn frem- ur afturhaldssamur en umbótagjarn, telst hann einmitt til þeirrar teg- undar stjórnmálamanna, sem Rússar og Tudeh-lærisveinar þeirra eru vanir að stimpla sem fjandmenn sína. En hann stendur í svo mik- illi skuld við Moskva að það er erfitt að skilja hvernig hann ætti að geta haft endaskipti á sjálfum sér og gerast foriijgi þjóðernissinn- aðar andstöðuhreyfingar. Einkum nú eftir að liann liefir misst traust þjóðar sinnar með því að játast undir rússneska hjálp. Eina trompið sem hann hefir á hendinni er það, að ef Rússar vilja losna við hann þá mun þeim veitast erfitt að finna annan í hans stað, sein liafi þá aðstöðu að liann geti lekið við. Ætlar liann að nota þetta tromp til þess að prútta af kappi við Moskva eða ætlar hann að tryggja sig i embættinu með þvj að láta undan öllum rússneskum kröfum? Júlíana Hollandsprinseöa cignaðist fjórða barnið sitt í fehrú- ar s.l. og í margar vikur höfðu Hollendingar staðið á öndinni af eftirvæntingu. „Verður það prins eða prinsessa?“ spurði fólkið sjálft sig og veðjaði og gerði áheit. Júlí- ana og Bernliard prins höfðu nefni- lega átt þrjár dætur áður en eng- an son, og sonur hefir ekki fæðst í konungsfjölskyldunni i nærfellt 100 ár. Svo kom barnið - það var dóttir! Hún á að lieita Maria Christina en verður kölluð Marijke, sem er dreg- ið saman úr liinum nöfnunum. Útfjólubláu geislarnir auka afköst skólabarna um 40%, segir i skýrslu um tilraunir, sem gerðar hafa verið á þessu sviði við skóla einn í Uppsölum. Lampar með útfjólubláu ljósi voru notaðir i tilraunastofunum og hafði ljósið svona góð áhrif á börnin. Jafnframt drepa geislarnir sóttkveikjur. Þeir sem að tilraununum stóðu. Torsten Torell prófessir og dr. Hans Runge ætla næst að gera tilraun með út- fjólubláa geisla á heiinilunum. „Eg hefi nú alist upp lijá fátæk- um, en aldrei fengið jafn litla köku og í dag,“ sagði Oddur háleggur, eftir að hafa verið til altaris i fyrsta sinn. Lítill drengur, sem var i kirkju í fyrsta skipti: „Músikin var ágæt, en mér fannst lítið varið i fréttirn- ar.“ - TÍZKIMYNDIR - Myndarlegur útikjóll. — Það er Hattur í fullu skrúði. — snoturt snið á þessuin einfalda Meðal þeirra háu hatta sem sést útikjól. Með fallega ryðrauð- hafa í vor slær þessi blóm- um, grænum og gyltum klút, og skreytti hattur metið. ryðrauðu belti og hönslcum, er Maður gerir þó ráð fyrir að hann reglulega fallegur. hér sé aðeins um gaman að ræða í vorsamkvæmum. Þá er maður orðinn þreyttur á gömlu kjólunum, sem notaðir liafa verið allan veturinn. M er gott að fá sér þennan hór þvi að hann er fallegur og ó- dýr. Hann er úr svörtu organdi með hvítum doppum. Til þess að hann njóti sín vel þarf undir- kjóllinn að vera úr svörtu silki og ekki allt of víður. Hinn mikli flái á kjólnum fer vel við ungar og fagrar axlir. Kjólnum er haldið uppi með svörtu flauels- bandi. Sportklæðnaður. Negrahrún tvihneppt treyja og fellt strálitt pils fer þessari ungu stúlku ljómandi vel. Líklegt er að þær sem leita eftir fallegu sniði á vorklæðnaði langi lil að revna þetta. ;

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.