Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 04.07.1947, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 hvítbókina. I enska þinginu greiddi Churchill, frjálslyndi flokkurinn og verkamenn at- kvæSi gegn livítbókinni og stjórninni. Þeir töldu hana hrol á gefnu loforði — gerræöi. - — Gyðingar kváðust mundu herj- ast gegn stefnu stjórnarinnar. Og nú fóru Gyðingar að laum- ast óleyfilega til Palestinu. - Þannig stóðu sakir þegar heim- styrjöldin liófst. Þegar stríðið hófst sagði liinn sextugi formaður „Jewish Ag- ency“, David Ben-Gurion; „Við tökum þátt í striðinu gegn Hitl- er eins og engin livítbók væri til!“ Og það gerðu Gyðingar. Jafnvel andslöðuflokkurinn Irgun Zvai Leumi samdi frið við hresku stjórnarvöldin i Palestinu. Foringi þessa flokks, stúdentinn David Raziel fór í erindum Bandamanna til írak og féll þar i orrustu. Hópar af sem dró taum Þjóðverja. Ilann Gyðingum gerðust sjálfboðalið- ar í hreska hernum í von um að mál þeirra yrði tekið upp að nýju eftir stríðið. Þeir treystu því að sú stefna, sem Bretar höfðu haldið franí í hvíthók- inni mnndi verða endurskoðúð. Churchill og Roosevelt lofuðu þessu lika háðir. Þegar stvrjöldinni lauk var Evrópa orðin grafreitur sex milljón Gyðinga. Og þeir Gyð- ingar, sem lifað liöfðu af gas- klefana höfðu verið tíndir sam- an í verbúðir, og hiðu nú þess að fá að halda áfram til ætt- jarðarinnar Palestinu. En nú var Roosevelt eklci i lifenda tölu. Truman var orð- inn forseti, og i Stóra-Bretlandi tók verkamannaflokkurinn við stjórninni. Churchill fór frá: Nú bar Truman fram frum- varp um að 100.000 Gyðingár úr verbúðum þeim, sem gerðar höfðu verið fyrir displaced per- sons skyldu þegar í stað fá far- arleyfi til Palestinu. Breska verkamannasljórnin, sem hafði lofað að ógilda hvítbókina áð- ur en liún komst til valda, liafn- aði þessari lillögu Trúmans. — Síðar lag'ði hún til að skipuð yrði ensk-amerísk Palestinu- nefnd. Eflir fjögurra mánaða kynnisför um Þýskaland, Ausl- urríki og Vestur-Asíu lögðu tólf amerískir nefndarmenn til að 100.000 Gyðingar úr stöðvum fyrir „displaced persons" skyldu fá að fara til Palestinu þegar í stað. Breska stjórnin fram- kvæmdi þetta ekki, en bað í staðinn Amepkumenn að taka sæti í nýrri nefnd og samdi þvínæst áætlun, sem nefnd hefir verið Morrison-áætlunin vegna ])ess að Morrison innan- Gyðingaskipið ,,Haim Ar- losoroff“ fyrir utan Tel Aviv með á annað þúsund farþega. Breskir varðbátar vörnuðu farþegunum land- göngu og þeir voru send- ir tit Cypern. ríkisráðherra lagði liana fyrir þingið. Samkvæmt lienni skyldi Palestinu skijjt í Gyðingasvæði og Arabasvæði, hvort með sinni heimastjórn. Breski landstjór- in skyldi framvegis fara með æðstu völd. Bæði Gyðingar og Arabar höfnuðu þessum til- lögum. Og nú kvaddi breska stjórn- in saman nýja ráðstefnu, sem haldin var í Lancaster House, ]3ar sem British Museum var fyrir stríðið. En á þessa ráð- stefnu komu aðeins fulltrúar Arabaríkjanna. Gyðingar og Palestinu-Arabar komu ekki. Þeir töldu að ekki væri hægt að ræða málið á grundvelli Morrisonsáætlunarinnar. Jewish Agency lagði nýja áætlun fyr- ir bresku stjórnina, um að Palestinu skyldi skipt í Gyð- ingaríki og' Arabaríki. Forseti Jewish Agency, Weismann efna- fræðingur, sem nú er 75 ára gamall, sagði að þetla tilboð væri mikil fórn af Gyðinga hálfu. Aðaltilgangur þessa frum- varps var sá að Gyðingar sjálf- ir gætu ráðið innflutningnum í sitt eigið umdæmi. Ameríska utanríkisráðuneytið studdi til- lögu Jewisli Agency, en breska stjórnin vildi ekki fallast á hana. Þessi ráðstefna með Ar- abaríkjunum varð gagnslaus og var henni frestað til janúar 1947. Þá var henni lialdið áfram i St. James Palcce. Arabar ráðg- uðust við Bevin í bústað utan- ríkisráðherrans en Gyðingar héldu sína sérfundi með Creech Jones nýlenduráðherra í Down- ing Street. Bevin reyndi að fá Araha til að gera tilslakanir á innflutningi Gyðinga. Samtimis reyndi Creech-Jones að fá Gyð- inga lil að hætta við áformið um stofnun þjóðarlieimilis fyr- ir sig í Paleslinu og sætta sig við að verða minnihluti í pal- estinsku Arabaríki. Enginn árangur náðist af þess um umræðum. Undir lok fund- arins lagði Bevin fram nýja til- lögu — eða réttara sagt gamla tillögu í nýjum búningi: að skipta landinu í sjálfstjórnar- fylki. Arabar voru erfiðir, þeir höfnuðu tillögunni og' lirópuðu: „Við samþykkjum aldrei Bal- four-yfirlýsinguna!“ Bevin svar- aði: „Eg er ekki Balfour!“ En Arabarnir höfnuðu tillögunni aftur og töldu liana óhafandi. Skömmu síðar kom svo fregnin um að Bretar liefðu gefist upp og vísað málinu til UNO. „UNO!“ hrópaði Churchill, sem nú var foringi stjórnarand- stöðunnar í þinginu. „Ný frest- un. Hve lengi eigum við að halda áfram þessari vansæm- andi styrjöld í Palestinu, sem kostar okkur 40 milljón sterl- ingspund fyrir þessa 100.000 her- menn, sem við höfum þar?“ Þannig er málinu komið nú. En andstöðuflokkarnir í Pales- tinu láta nú skammt stórra högga á milli. Sextíu og fjór- um tímum eftir að Bevin hélt ræðu sína kom útflytjéndaskip til Haifa. Um borð voru 1300 Gyðingar frá flóttamannabúð- um í Evrópu. Breskur her tók skipið og sendi Gyðingana til Cyprus, en þar eru nú meira en 20.000 stroku-Gyðingar í haldi. Einum sólarhring eftir að þetta gerðist varð upphlaup í Palestinu. í Jerúsalem var breskur liðsforingjaklúbbur sprengdur í loft upi^. Víða annarsstaðar var ráðist á her- stöðvarnar og í Haifa var ráð- ist á birgðastöðvar flotans. Sið- ar tókst Gyðingum að sprengja olíuleiðslurnar frá írak og varð stórbruni af því. Bretar settu þegar herrétt í landinu. Um- ferðabann var fyrirskipað í Tel Aviv, þar voru eintómir Gyð- ingar, um 200.000 talsins. Borg- in var liersetin af Bretum og gerðu þeir liúsrannsóknir til þess að liafa upp á spellvirkj- unum. En ekki dró úr uppþot- um fvrir því. Þá var það að sir Alexander Cadogan sneri sér til UNO og bað Tryggve Lie að kalla saman fund til þess að ræða um Palestinumálin. Lie svaraði því, að slíkur aukafund- ur mundi kosta um 6-7 mill- jónir krónur, og lagði til að honum vrði frestað en að skip- uð væri sérstök nefnd til að rannsaka málið áður en það yrði rætt af UNO-fundi. Þetta verð- ur 9. Palestinunefndin á siðustu 25 árum. Brelar eru í vanda sladdir í Palestinumálinu. Þeir liafa lof- orð að efna við Gyðinga, en mega illa við að stvggja Araha. Bæði nú og í fyrri styrjöldinni urðu þeir að njóta stnðnings frá Aröbum. En tugir þúsunda af Gyðingum biða i flóttamanna búðunum í Evrópu eða á skip- um í Miðjarðai'liafi, eftir því að komast til fyrirheitna lands- ins í Palestinu. Skrítlur Tvær frúr mættust og talið barst eins og gengur og gerist, að vinnu- konuvandræðunum. „Er stúlkan yðar farin að komast fyrr á fætur en var?“ spurði önnur. „Já, það gengur skár síðan ég fékk vekjara- klukkuna,“ svaraði liin. „Fannst yður það borga sig?“ spurði sú fyrri. „Já, svaraði hin, — en ég verð að fleygja klukkunni i hana. $ $ $ $ $ Gamla konan: „Hérna eru tiu aur- ar, garmurinn. Hvernig urðuð þér svona illa stæður? Betlarinn: „Eg var alveg eins og þér, frú. Gaf fátækum og þurfandi stórfé. ***** Bílmann lieildsala lenti saman við lærðan stjarnfræðing í samkvæmi og þeir töluðu ýmislegt um stjörnurn- ar. Þá sag'ði Bilmann: „Eg get skilið að þið getið reikn- að út brautirnar, sem stjörnurnar fara. En mér er það ráðgáta hvernig þið hafið fengið að vita hvað þær heita.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.