Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1948, Page 3

Fálkinn - 12.03.1948, Page 3
FÁLKINN 3 an árbugðuna við Hestfjall mun kvísl úr Hvítá hafa runnið upp á flatirnar og komist á veginn milli Bitru og Skeggjastaða. Yarð þar flóð milcið. Þrjár meginkvíslar runnu yfir veginn. Var sú austasta svo vatnsmikil, að bifreiðar komust ekki yfir hana. Neðst i Flóanum var einnig mikill vatnaflaumur, og sum- ir bæir urðu umflotnir. Kaldaðarnesið fór i kaf, og skál- arnir frá hernámsárunum stóðu einir upp úr, eða réttara sagt, að- eins hluti þeirra. Arnarbæli í Ölfusi, gegnt Kaldaðarnesi var alveg um- flotið. Ofar með ánni, uppi í Þrastar- lundi voru sumarbústaðir ýmist um- fiotnir eða að meira eða ininna leyti í kafi. Spjöll á g'róðurlendi munu ein- hver hafa orðið, þótt eigi sé full- víst um það ennþá. Skiptir þar miklu máli, hvort árburðurinn er sendinn eða gróðurvænleg leðja. Biskupstungur. í uppsveitum Árnéssýslu gerðu flóðin líka usla. Hvítá og Tungu- fljót uxu að vatnsmagni og straum- þunga. Lentu margir bæir í flóðun- um. Mest urðu þau við Bræðra- tungu, í oddanum milli Hvítár og Tungufljóts, og á Reykjavöllum. Ferjustaðurinn Krókur, nokkuð upp með Tung'ufljóti, einangraðist af vatns völdum. Við Auðsholt, austan Hvítár gegnt Laugarási, varð nokk- urt flóð. Hesta flæddi, en varð bjargað, þegar vatnið náði þeim í kvið. Brúin á Brúarhlöðum varð fyrir miklum skakkaföllum, er flóðið var mest, og uppfyllingarnar við brú- arendana tættust sundur. — Brýrn- ar á Brúará og Tungufljóti skemmd- ust svo til ekkert. Hverir kólna að Laugarvatni. Laugarvatn í Laugardal flóði yfir bakka sína og varð mun stærra en venjulega. Hverir, sem Laugarvatns- skólinn fær liitann frá, fóru á kaf og kólnuðu. Varð því kalt í skóla- húsinu þann tima. Fljótt fjaraði samt út, og lieitavatnskerfið komst i lag aftur. Rangárvallasýsla. Fregnir bárust einnig af flóðum í Þjórsá og ánum austur í Rangár- A þjóðveginum austan Skeggjastaða. Á föstudaginn var flogið austur yfir flóðasvæðið, og sjást j)á greini- lega, hvílíkur vatnsflaumur var á undirlendinu í Árnessýslu. Blasti hann við frá því að komið var austur yfir miðja Hellisheiði. Mest voru flóðin í Hvítá og Ölfusá. íbúðarhús Lúðvíks Guðnasonar umflotið. Á neðri hæð jjess náði vatn- ið i klof. Sjá mgndina af Lúðvík til hægri. vallasýslu. Ekki hafa þau þú gert annan eins usla og flóðin i Hvítá. Eins og fyrr segir, er flóðum þessum líkt við flóðin árið 1930. Bera frásagnir Skeiðamanna og Tungnamanna það með sér, að vatnavextir í sveitum þeirra hafi verið meiri nú en en þeir voru þá. Hinsvegar mun flóðið í neðri liluta Flóans tæplega hafa verið eihs mikið nú, og vegurinn niður til Eyrarbakka og Stokkseyrar lokað- ist ekki. En 1930 einangruðust þorpin. Með grein þessari og á forsíðu birtast myndir austan af flóðasvæð- inu við Selfoss og austur við Skeggja staði. Gefa þær góða hug'mynd um vatnavextina, og þeir, sem kunnugir eru á þessum slóðum, sjá glögglega, hversu miklir þeir liafa verið .— Fálkinn hefir tekið myndirnar á forsíðu og í greininni að undan- skildum þremur: Myndina af Sel- fossi úr lofti tók Pált Jónsson, mynd Lúðvik Guðnason i íbúð sinni. ina af hesthúsinu Þorsteinn Jóseps- son og myndiná af Lúðvík Guðni Þórðarson. Flóðið í almætti sinu við Ölfusárbrúna.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.