Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1948, Page 4

Fálkinn - 12.03.1948, Page 4
4 FÁLKINN St. Moritz Þessi hjú eni nú talin best í heimi í skautálist og hafa nýlega sigrað i St. Moritz. Það er Darbara Ann Scott frá Canacla og fíichard fíurton frá U.S.A., sem bœði urðu Olympíu- meistarar. Stökkbrautin í St. Moritz. 1948 Meðal hóglifisfólksins í St. Moritz, sem ýijkir betra að sitja inni i hlýj- um sölum gistihúsanna en að norpa úti og horfa á íþróttir var þessi dama, sem var kosin „Miss Olympi- ade 19b8“. Vetrar-Olympíuleikarnir Hinn 8. febrúar lauk Vetrar- Olympíuleikjunum í St. Morilz, en þeir stóðu í 10 daga. Úrslit- in urðu þau að Svi])j(')ð sigraði með 82 stigum, Sviss fékk 77, Bandaríkin 73%, Noregur (SQYi, Austurriki 51, Finnland 49, Frakkland 39. Canada 2iJ/íi, Italía 22, Belgía 18, Bretland 15, Tékkóslóvakía 13, Ungverja- land 10, Holland tí, Pólland 1 stig. íþróttagreinarnar sem kcppt var i voru alls 22, en vitanlega eru það skautahlaupin, skíða- göngur og skiðastökk, sem mestu þykja varða hér á landi, því að sleðaakstur, „curling“ og íþróttakeppni hermanna skipta oklcur minna máli. En i aðal- iþróttunum voru það Sviar og Norðmenn, sem báru af, og Finnar stóðu sig einnig allvel, þó að ýmsir byggjust við að þeir mundu gera betlir. Norð- menn voru fremstir á skautum og í skíðastökki, en Sviar í skíðagöngu. Þar brugðust Norð- menn, en náðu sér niðri aftur í skíðastökkinu þar sem þeir tóku öll verðlaunin. Nýr mað- ur, Petter Hugsted, fékk 1. verðl. fyrir tí5 og 70 metra stökk og ein kunir frá 18 til 19%. Birger Ruud sem settur var í liðið á síðustu stundu (liann meiddist fyrir nokkrum vikum á æfingu og ætlaði ekki að lceppa), fékk 2. verðlaun. Hann stökk 64 og (57 metra. Þriðji varð Torleif Schieldierup mcð 64 og 67 metra stökk og fékk 225.1 stig. Birger fékk 226.6 og Petter Iiugsted 228.1. Fjórði var Matti Pietik- ainen, sem stóð best eftir fyrri umferðina, liann stökk í bæði skiptin 69 metra, en stíllinn var ekki nógu fallegur. Ameríku- maðurinn Gordon Wren varð fimmti maður. Slökkið var síðasta grein leik anna, þeirra er almennur áhugi var fyrir hjá norrænu þjóðun- um. 1 kappgöngu, 50 km. á skíðum, sem var daginn áður. var það liin fræga kempa ,Mora-Nissa“ (Nils Karlsson), sem vann gullið á 3.47.48, Sví- inn Hai-ald Eriksson fékk silfr- ið á 3.52.58, en 3. og 4. urðu finnsku bræðurnir Vanninen og voru aðeins 30 sek. á milli þeirra. Svíinn Törnkvist varð 22 sek. á eftir Vanninen hinum síðari. Sviar unnu líka 18 km. íþróttamennirnir í St. Moritz höfðu mikið fyrir lífinu, en öðru máli gegnir um gestina þar. Þeir hafa það hægt. Ilér sjást nokkrir vera að matast úti, í hléi milli íþróttanna.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.