Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1948, Side 9

Fálkinn - 12.03.1948, Side 9
FÁLKINN 9 anir sínar og sumir lokuðu. Nöfn stúlknanna voru ekki nefnd. Eg kom til Sam Lings einn daginn að sækja þvott, og spurði eftir honum. Það var lokað, en drengurinn kom og opnaði, þegar ég hafði barið um stund. Hann læsti á eftir mér þegar ég fór og hrosti góð- látlega. Nei, pabbi lians var ekki kominn aftur. Hafi liann verið kvíðinn um föður sinn þá var móðir lians það ekki síður. Eg hafði aðeins séð henni hregða fyrir. Mig langaði til að kynnast þessum dreng með fallega hrosið og svarta hárið, en liann varnaði þvi kurteislega. Málið átti að koma fyrir rétt eftir tvo daga. Kannske lét drengurinn sér standa á sama? Eða las liann elclci hlöð — vissi ekki hvað faðir hans var salc- aður um? Hve hættulegt það var? Kærði hann sig ekkert um það? Hversvegna átti ég þá að liafa áhyggjur af því? Kín- verji .... það voru mörg hundr uð.milljónir lil af þeim. Um kvöldið fór ég á kvikmyiul við 'Boroughs Ilail og á eftir á kaffi hús og fékk kaffi og smurt brauð, og dalt svo i hug að líta inn til Bill á eftir, Stúlkurnar voru þar báðar og lá vel á þeim. Þær voru auðsjáanlega að segja skemmtilega sögu. Bill hló. — Ilalia-ha, sagði hann — já, gulu djöfsarnir kunna að þegja yfir því. En svo eru smn- ir sem geta staðist ykkur samt? Og gefa ykkur peninga samt. Ha-ha, það var strembið! Svo gekk hann að sófanum til ann- arrar og, settist hjá henni og tók utan um hana. — En livað er eiginlega að mér? Hvenær kemur að mér? — Æ, þú veist að ég elska þig! — Eg á hann! sagði hin. Það er ég sem elska hann. Og svo hlammaði hún sér í fang hans. Eg blandaði mér drykk og Bill sagði: — Æ, hvað er þetta, við höfum ekki fengið olckur glas í margar mínútur. — Hei, hei, hrópuðu stúlkurnar. Hann er ekki svo vitlaus samt, Sví- inn. Og þær fóru að syngja: „I wisli I had a drink“. Þær voru orðnar drukknari en ég hafði séð þær nokkurntíma áður. En þær voru alveg stöðugar á fót- unum, hlógu og skræktu og hlöðr uðu. Svo fóru þær að segja sögu af lögregluþjónum. En liugsið þið ykkur, þeir gerðusl nær- göngulir og við urðum að hiðja um hjálp! Þið getið nærri að það varð gauragangur. Þeir lög- regluþjónarnir hafa víst aðra atvinnu í dag. Bill var orðinn þögull, svip- urinn var harður og árvakur. Hann hlustaði á það sem stúlk- urnar sögðu, en virtist ekki gefa því gaum. Leit til min sem snöggvast og það hrá einhverju einkennilegu fyrir í svipnum. Svo stóð liann upp, gekk inn í herbergið til hliðar og kom aft- ur með gömlu, bognu pípuna sína, setti tóbak i hana og kveikti. Svo sagði hann stutt við stúlkurnar: — Þið getið farið! Þær glottu og héldu áfram að blaðra, eins og þær skildu ekki hvað hann sagði. — Þið getið farið! sagði liann aftur, hvassar. — Fara? Við? Hvað segir maðurinn. Einmitt núna þegar það er svo notalegt liérna. Hafði liann kannske hugsað sér að henda þeim út? — Já, einmitt! sagði Bill þurrlega. Þær fóru að æpa, litu til mín, eins og ég mundi laka svari þeirra. Þær komu með hótanir, jusu ókvæðisorðum, þegar þær sáu að Bill var al- vara. Önnur þeirra gaf í skyn að hann hlyti að vera fullur, nei .... liann var það víst ekki. Þetta skyldi hann fá borgað! Þá fór Bill til þeirra, tók sinni hendi í handlegg hvorri og sagði: — Út með ykkur undir eins! Ekkert uppisland hér. Hann var graf alvarlegur oð bystur. Þær fóru að tygja sig, rifu kjaft og hlógu á vixl. En hikandi voru þær. Skömmu siðar heyrðum við þær fara niður í lyftunni. Eg kveikti mér í vindlingi og horfði forvitinn á Bill. Ilann var fölur. — Svei attan! sagði hann. En nú eru þær í netinu. Þú skilur að í svona lilfelli duga engar ágiskanir, maður verður að hafa sannanir, óhrekjanleg- ar sannanir. Gelurðu skilið að sextán ára ungar stúlkur slculi geta verið svona gerspilllar? Nú jæja, sem betur fer er slíkt undantekning. En svo maður hafi allt i sama orðinu: Man- haltan Symphony Orchestra heldur tónleika á morgun, viltu koma með mér? Eg á tvær vin- stúlkur, ég er viss um að þér fellúr við þær .... svo getum við farið eitthvað og fengið okk ur að horða á eftir. — Hvað ertu eiginlega að segja? Og hvað vinstúlkur þín- ar snertir þá fer ég sannast að segja að .... — Það er búið með þessar tvær, þú skalt aldrei liitta slíkt tros hjá mér framar .... ef ekki — hann dró við sig orð- in, og leit á mig .... ef ekki kemur upp annað Sam Ling- mál. — Sam Ling? hrópaði ég. Eru þetta stúlkurnar? Við blönduðum okkur glas í viðbót og Bill sagði frá. Hann hafði séð stúlkurnar við fyrstu yfirheyrsluna og náð í heimil- isfang þeirra. Svo njósnaði hann þar í nágrenninu, fékk upplýsingar um fjölskyldur þeirra, talaði við kaupmenn, bílstjóra, snuðraði upp hvar stúlkurnar héldu sig, hitti þær á dansstöðum og kynntist þeim. Hann talaði við alla Kínverja- ana, sem höfðu veitingastaði og þvottahús þarna. Það var erfiðast að ná nokkru upp úr þeim, en þó varð hann ýmislegs vísari, sem staðfesti grun hans. Eg vissi að Bill var afarlaginn á að fá fóllc til að segja frá, þó hann að því er virtist talaði sjálfur í sífellu. — En þetta nægir þó ekki? sagði ég. Þær eru ekki allar þar sem þær eru séðar, og það ganga sögur um þær, enginn vill beinlínis segja neitt .... nei, það er ekki hægt að hyggja ó þessu. Farðu varlega, annars hefði fólk það til að vilja herja þig niður. Hefirðu hugsað þér að verja málstað kínversks manns? — Þær sögðu mér frá þessu sjálfar eitt kvöldið. Ja, það var ekki stórum verra en snmar sögurnar, sem þær hal’a sagt okkur. — En herra minn trúr, í rétt- inum . . . . ? Þar leika þær sak- leysingja, og hvað stoðar þá þó að þú og ég segjum, að þær séu dækjur? Þær gætu meira að segja haft til að segja, að við hefðum ætlað að forfæra þær. Vafalaust. Og dómarinn trú- ir þeim. Þú ættir að heyra hve varlega þær voru spurðar um livað gerst hafði, og livað þeim virtist þykja liræðilegt að tala um það. Og að þær mundu al- drei híða þess hætur. Jú, það var kómedía. Annars hafði ég nndir eins þá grun um að eitt- hvað væri bogið við þær. Eg athugaði þær talsvert nákvæm- lega þaðan sem ég sat, skannnt frá, þær voru ekki jafn saklaus- ar og þær létust. Og vilji þær elcki meðganga það þá skal ég sjá fyrir því. Þú verður að koma í réttinn og hlusta á, — kannske er Sam Ling kunningja þínum líka huggun að því að sjá þig þar. Dagurinn kom og ég sat og horfði talsvert undrandi á tvær látlaust klæddar ungar stúlk- ur, einsstaklega barnslegar. Þær stömuðu, þær roðnuðu og fram- burður þeirra var hikandi. Jú, önnur þeirra liafði átt að skila þvotti til Sam Ling (þær hafa aldrei lálið þvo þar, hvíslaði Bill). — Já, og svo? Stúlkurn- ar horfðu hvor á aðra. — Jú svo hafði Sam Ling spurt livort þær vildu ekki súkkulaði. (Bill glotti til mín. — Hefirðu sagt tvöfaldan snaps! sagði liann). — Já, og svo? Þetta kom harkalega og dómarinn hvessti augun. —- Svo fórum við með hon- um inn í bakherbergið. — Við héldum að það væri hættulaust. — Já, og svo byrjaði hann . . (Þær litu háðar niður fvrir sig). — Fyrst aflæsti liann dyrun- um, sagði liin. — Nú, og svo? — Þurfum við að segjameira? — Já, svaraði dómarinn þurr- lega. Hún tók npp vasaklútinn og svo hevrðist lcjökur. — Og þú sýndir enga mót- stöðu? — Jú, auðvitað, og Dott hjálp- aði mér, en hann sló hana. Yfirhevrslan hélt áfram og spurningunum rigndi niður, en stúlkurnar voru ótrúlega leikn- ar. Þær höfðu ekki litið aftur fyrir sig til áhorfendanna í eitt einasta skipti. Ef þær liefðu séð Bill og mig mundu þær kann- ske ekki hafa verið eins örugg- ar. Sam Ling sal skjálfandi á stól og leit aldrei upp. Þetta er mjög alvarlegt mál, sagði dómarinn. Stelpurnar and vörpuðu, litu hljúgar til dóm- arans og svo niður fyrir sig aftur. Þær tókust í liendur og voru prýðilegt dæmi liins harns lega sakleysis. — En það er lika til önnur útgáfa af því hvernig þetta muni liafa gersl. Ilún keniur eftir dálitla stund, en fyrst skul- um við hlusta á nokkrar sögur, sem þessar stúlkur hafa sagt sjálfar, af sínu eigin einkalifi. Nú var grammófónn settuv á horðið fyrir framan dómarann. Eg leit á Bill. Hann glotti hara. Frh. á bls. 10. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.