Fálkinn


Fálkinn - 02.07.1948, Síða 2

Fálkinn - 02.07.1948, Síða 2
2 FÁLKINN Athugið fegurð krónublaða blómanna. Slík verður áferð hörundsins þegar Yardley snyrtivörur eru notaðar. Fegurð og litskrúð fara saman hjá blómunum og eins ber að vera hvað hörund yðar áhrærir. Þessa eðlilegu fegurð má auðveldlega auðnast með því að nota Yardley vörur. Þá er það óafsakanlegt að líta ekki vel út, því Yardley fegurðarvörurnar eru þægilegar og snyrtilegar. Fegurðarvörurnar frá YARDLEY Útvegum frá Hollandi og Tékkóslóvakíu allskonar vefnaðarvörur, svo sem: LÉREFT, FLÖNEL, FATAEFNI, KÁPUEFNI, KJÓLAEFNI, úr baðmull, ull og silki, HANDKLÆÐI, einnig ULLARGARN og ýmsar aðrar vörur. G. Helgason & Melsted h.f. Tilraunafélagið jjáir opnar sýningu á krossum úr Heklueldi og fleiru. í þessari viku verður opnuð i Listamannaskálanum nýstárleg sýn- ing á vegum tilraunafélagsins „Njáll“, en forgöngu um félagsskap þann hefir Sigurjón Pétursson á Álafossi. Eins og alkunna er, liefir Sigur- jón mótað krossa úr Heklueldi, og verður þeim lielgað eitt horn sýn- ingarskálans. Þá hefir Sigurjón og félagskapur hans sent hresku sál- arrannsóknarfélagi kross úr Heklu- eldi til minningar um 100 ára af- mæli spiritismans. Undir krossunum á sýningunni verður letruð saga krossins, sem Sigurjón Pétursson liefir tekið sam- an. Hún hljóðar svo: „Sagan sannar að krossinn hefir ol't og tíðum kostað blóð og tár. Hann hefir líka verið mörgum leiðarjós í gegnum margs konar hörmungar, sem þjóðin hefir átt við að stríða í sambandi við eldgos, hungur og sjóslys. Mér var kennt í bernsku að elska þann, sem á krossinum dó — og trúa á liann. — Á morgni lífs míns var hann mín fyrirmynd i lireinleik, sem ég vildi keppa að. Og ég veit, að allir þeir, sem líkamsmennt stunda, verða ekki vonsviknir að eiga liann sem fyrirmynd. Kross úr Heklueldi, sem tilrauna- jélagið ,,Njáll“ gaf breska Sálarrann- sóknarf élaginu iil minningar um 100 ára afmæli spíritismans. Einn sterkasti sólargeislinn í mínu lífi hafa verið sálarrannsóknir. í þeirri leit hefi ég ekki misst sjónir af honum, því hann sagði: „Leitið og þér munuð finna. Knýið á, og fyrir ykkur mun upplokið verða.“ Hefir hans kær.leiks- og sannleiks- hönd leitt mig í gegnum þær ran'n- sóknir. Loks liefir einn af lians vin- um komið og beðið mig um og bent mér á, að Heklueldtirinn væri fljótandi efni, sem hægt væri að móta. Því gæti ekkert, ekkert efni jafnast við það minnismerki, sem væri kross, tákn trúar — gerður úr eldi hins fræga eldfjalls, sem liefði annan eins mikilleik að hjóða, aðra cins tign og hryggð. Þegar ævisól okkar fer að síga til viðar, mundum við þá ekki allir krjúpa að krossinum með erfið- leika lífs vors — og taka undir nteð ræningjanum: „Minnstu min herra“? En þessi eldkross, sem þér sjáið hér, er talandi tákn þeirra ummæla, sem Jesús sag'ði cftir Mkamsdauð- ann: „Eg lifi, j>ið ntunuð lifa“. Sigurjón Péturson. Á sýningunni er ýmislegt fleira, t. d. einn veggur til kynningar á störfum Náttúrulækningafélagsins, teiknaðar myndir af fornmönnum (eftir skyggnilýsingu) og fleira, sem ekki verður nefnt liér. Einkunnarorð sýningarinnar eru: „Þekking en ekki blekking.“ FÆREYINGAR hafa varið 35 milljónum króna til fiskiflotans síðan í stríðslok. Þá áttu þeir tíu togara en eiga nú nær 40, og 87 vélbáta, 35 - 90 smálesta hafa þeir lika keypt. Kostuðu þeir stærstu um 200.000 krónur, en togararnir, sem ýmist eru keyptir frá íslandi eða Englandi kostuðu 400.00 — 800.000 kr. danskar. Útflutningur þeirra á liðnu ári var um 53 milljónir króna, en fiskútflutningurinn var kringum 50 þúsund smálestir, þar af var 22.000 smál. saltað, en 27.000 smál. fyrir 23 milljón krónur var fhitt út i ís. Út- flutningurinn hefir aldrei orðið meiri en nú, en innflutningurinn nam 45 milljón krónum, svo að verslunarjöfn- uðurinn var liagstæður um 8 milljón- ir.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.