Fálkinn


Fálkinn - 02.07.1948, Side 5

Fálkinn - 02.07.1948, Side 5
FÁLKINN 5 ar hann las við Ohio-háskólann, komu undrahæfileikar Owens raunverulega fyrst í ljós. 25. maí 1935 stofnaði Harvard-háskólinn til keppni í Ann Arbor, og þar afrekaði Owens meiru en nokkur frjálsíþróttamaður fyrr eða síðar hefir gert. Hann byrjaði með því að hlaupa 100 yards á heimsmets- tíma, 9,4 sek., setti heimsmet í langstökki 8,13 metra, og að lok- um bætti hann bæði heimsmetið í 200 metra hlaupi og 220 yards. Báða spölina hljóp hann á 10,3 sek. Langstökksmetið er ennþá óhaggað, en blökkumaðurinn la Beach hljóp nýlega 200 metrana á 20,2 sek. og Melwyn Patton, hlaupastjarnan ameríska, sem er ekki blökkumaður, hefir nú bætt metið á 100 yards niður í 9,3 sek., en hann hafði áður hlaupið þá á 9,4 sek. ásamt Owens og fleiri Ameríkumönnum. Olympíuárið 1936 byrjaði Ow- ens með því að hlaupa 100 metr- ana á 10,2 sek., nýju heimsmeti. Á Olympíuleikunum í Berlín var hann aðalstjarna leikvangsins. Hann vann langstökkið á 8,06 m., 100 m. á 10,3 (10,2 í fyrri milli- riðli) og 200 m. á 20,7 sek. Lang- stökkskeppnin var mjög spenn- andi. Áður en úrslitastökkin þrjú voru stokkin, hafði Owens 7,87 m., en keppinautur hans, Þjóð- verjinn Long, 7,84 m. Fyrsta stökk Owens í úrslitum misheppn- aðist, og jók það á möguleika Long, sem náði líka stökki 7,87 m. löngu. Æsingahviða heyrðist af áhorfendapöllunum, en Owens brosti til fjöldans og fór til Long og óskaði honum til hamingju. I 2. og 3. umferð í úrslitum stökk Owens svo 7,94 og 8,06 m., og þar með var sigurinn tryggður. Nr. 2 varð Long, 7,87 m. þriðji var Japaninn Tajima, 7,74 m., fjórði ítalinn Maffei, 7,73 m., fimmti Þjóðverjinn Leichum, 7,73 m., og sjötti Bandarikjamaðurinn Clark, 7,67 m. Góð stökk! Af öðrum svörtum spretthlaup- urum má nefna Ben Johnson, sem í meðvindi hljóp 100 m. á 10,2 sek. og var hlaupari á borð við Tolan, en ekki Owens. Þá varð negrinn Ewill annar á 100 metrunum í meistarakeppninni í Bandaríkjun- um 1941 á 10,3 sek. Fyrstur var Harold Davis, sem hefir 10,2 sek. sem besta tíma eins og Ovens. I millivegalengdum hafa negrar átt ýmsa góða menn, einkum 400 og 800 metrum. Hinn háfætti John Woodruff, sem vann 800 m. í Berlín á 1:52,9 mín. eftir fallegt hlaup, er einna frægastur þeirra, þótt sá tími þyki varla boðlegur á næstu Olympíuleikum. — En Woodruff hafði áður náð tíman- um 1:50,0 sek. Hann var 21 árs að aldri 1936.1 þessu sama hlaupi var Kanadanegrinn Edwards lengi annar, en ítalski verkfræðingur- inn Lanzi marði fram úr honum í lok hlaupsins. Woodruff hefir síðan hlaupið 800 m. á betri tíma, t. d. 1940 á 1:48,6 mín. og 1937 á 3 yards of stuttri braut á 1:47,8 mín. Þetta skipar honum sess næst á eftir Þjóðverjanum Harbig og Englendingnum Wooderson. Elroy Robinson hljóp 800 m. 1937 á 1:48,9 mín., sem fékkst ekki viðurkennt sem heimsmet, en sama ár var tími hans 1:49,6 mín. staðfestur sem heimsmet. í 400 m. hlaupi stóðu negrarnir sig vel 1936 í Berlín. Um skeið leit út fyrir að þeir Archie Will- iams og Lu Válle, báðir negrar frá Bandaríkjunum, myndu vinna tvöfaldan sigur, eins og Owens með þeim Metcalfe og Robinson tryggði negrunum tvöfaldan sigur í 100 og 200 metra hlaupunum. Williams og Lu Valle voru fyrstir er 75 metrar voru eftir, og Will- iams kom fyrstur í mark á 46,5 sek. (Besti tími hans er 46,1 sek.) en Lu Valle, sem hljóp á 46,8 sek., várð að láta í minni pokann fyrir Bretanum Brown (46,7 sek.). — Bretinn Roberts var fjórði á 46,8 sek. Nú hefir komið fram á sjónar- sviðið vestra „fenomenal" 400 m. hlaupari, Herbert McKenley. 1946 hljóp hann 440 yards á nýju heimsmeti, 46,2 sek., en það jafn- gildir 46 sek. sléttum, eða jafnvel 45,9 sek. á 400 metrum (2,3 m. styttri braut). McKenley er enn í fullu fjöri og lætur vafalaust mikið að sér kveða í London í sumar. Hann er vel og kröftug- lega vaxinn Jamaicabúi. 1 vor hef- ir hann bætt met sitt á 440 yards um 0.2 sek. Langstökk og hástökk hafa allt- af látið negrum vel. Fyi’sta svarta stjarnan í langstökki var S.Butler. Hann kom til leikanna í Antwerp- en 1920 sem öruggur sigurvegari, að því er talið var. En svo illa vildi til í fyrsta stökki hans, að hægra hnéð fór úr liði og hann féll máttlaus niður í gryfjuna. Stökkið mældist samt 6,60 metr- ar, en hefði annars orðið alltaf 1 meter lengra. Þess má geta til gamans, að Svíar högnuðust á slysi þessu, því að W. Petterson -Björneman vann langstökkið á 7,15 m. Eftir óhappið hætti Butl- er íþróttamennsku. Arftakar Butlers eru svo þeir Hart Hubbard, skólapiltur úr Michigan-háskóla, og E. Gourdin, Harvard-stúdent. Hubbard vann langstökkið í París á 7,44% rn., og Gourdin varð annar. Hubbard varð þannig fyrsti negrinn, sem tekur gullpening á Olympíuleik- um. Þremur árum áður hafði Gourdin sett heimsmet, 7,69% m. og slegið hið 20 ára gamla met Irans Pat O’Connor, 7,61 m. Á Parísar-leikjunum varð sá sögulegi atburður, að Ameríkan- inn Legendre, sem ekki var skráð- ur i langstökkið, sló heimsmet Gourdins í fimmtarþrautarkeppni. Hann stökk 7,76% m. En svo árið 1925 stekkur Hubbard 7,89% m. og færir heimsmetið aftur í hend- ur negra. Árið 1928 nær Hubbard 7,98 metra stökki, sem í fyrstu var talið heimsmet. En svo vitn- aðist það að uppstökksplankinn var einum sentimetra (!) hærri en gryfjan, og þá var ekki hægt að staðfesta heimsmetið. I Amsterdam 1928 var talið lík- legt. að Haiti-negrinn Silvio Cator yrði fyrstur. En hann varð að lúta fyrir hvíta Ameríkumanninum Ed Hamm, sem stökk 7,73 m. Cator stökk 7,58 m. Hamm sýndi það síðar að hann var verðugur sig- ursins með því að bæta met Hub- bards um % sm., en það fékk ekki a ð standa lengi því að Cator stökk bráðlega 7,93 metra og þá var metið enn á ný komið til negr- anna. Hubbard og Cator voru hvorugur jötnar að vexti, en Ed Gordon, negrinn sem vann gullið fyrir langstökkið í Los Angeles 1932 (7,64 m.) var þéttvaxinn náungi og kröftugur. En stílfeg- urð skorti hann. Arftaki þeirra, Owens,var aftur á móti rennilegur og hafði léttan stíl. Tilhlaupið var kröftugt og hann kastaði fótun- um langt fram. Hann datt samt aldrei á bakið, þótt hann teygði svona úr fótunum, þar eð hrað- inn var svo mikill. Hástökkið hefir á síðustu ár- um verið ,,týpísk“ negragrein, þótt heimsmethafinn, Les Steers, sé hvítur. Met hans er 2,11 metr- ar. Flestir negrarnir nota „kali- forniska'1 stílinn, t. d. Cornelms Johnson, háfætti negrinn, sem varð nr. 4 í Los Angeles 1932, en bætti sig stöðugt eftir það. — I amerísku meistarakeppninni 1936 stökk hann og negrarnir Dave Al- britton og Mel Wálker 2,03 metra. I Berlín 1936 sigraði Johnson á sömu hæð. Annar varð Albritton. Mel Walker varð samt þeirra bestur. Hann náði hápunkti 1937 í keppnisferð Bandaríkjamanna til Evrópu og setti heimsmet á Stad- ion í Stokkhólmi, 2,08 metra. 1 Marlmö hækkaði hann það í 2,09 metra. Staðfesting metsins kom seint, en kom þó. Grindahlaupara eiga negrar góða, t. d. Harrison Dillard, sem allir kannast við. Owens var og lengi heimsmethafi í 200 m. grhl. (22,6 sek.). Negrinn Pollard varð 3. maður í 110 m. grindahlaupi í Berlín 1936 og bolaði Hákan Lid- man í 4. sætið. Harrison Dillard hefir í vor hlaupið 110 m. grinda- hlaup á 13,6 sek. I tugþraut eiga negrar eitt stórt Frh. á bls. U. Nenn, sem talað er nm: ALEXEI patríarki, yfirmaður rússnesku kirkjunnar, sem hefir í viðtali við fréttaritara Reuters sagt, að stjórnarvöldm rússnesku væru vinsamleg í garð „ortodoxu“ kirkjunnar í landinu. Sömuleiðis kvað Alexei tölu kirkjusækjenda fara siliækkandi. FOLKE BERNADOTTE GREIFI, forseti sænska Rauða Krossins, sem miðlaði málum í Palestinu. — HAROLD EVANS, ameríski lög- fræðingurinn, sem S.Þ. útnefndi sem borgarstjóra i Jerúsálem. —

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.