Fálkinn - 02.07.1948, Síða 9
FÁLKINN
9
fyrir neðan. Hún er vinnukona á
Elliheimilinu og er á leiðinni í
kaupfélagið. Magnhildur sér hana
og kemur ráð í hug. Ekki svo að
skilja a'ð hún haldi að Dóra geti
hjálpað henni. Hún skilur varla
meira í útlensku en hún sjálf.
En hún getur þó talað við hana.
Hún verður að tala við einhvem
um þetta. Það er of mikill atburð-
ur til þess að hún geti búið að
honum ein, því að drengurinn
hennar Rannveigar stendur þarna
eins og glópur og segir ekki eitt
einasta orð.
— Dóra! kallar hún. Líttu á
hérna, ég hefi fengið símskeyti.
Og svo er það á útlensku.
— Ha? svarar Dóra.
— Eg hefi fengið símskeyti.
Það er á útlensku.
— Segirðu mér satt? Dóra kem-
ur heim á hlað. Hún setur frá sér
körfuna, strýkur handarbakinu
undir nefið og les.
— Nei, annað eins hefi ég nú
aldrei séð á ævi minni, dæsir hún.
— Já, hvað finnst þér? svarar
Magnhildur glöð yfir að hafa
fengið samsinni. Hún brosir hróð-
ug en þó vandræðaleg, eins og
hún viti ekki hvort hún eigi heldur
að gráta eða hlæja.
— Það væri gaman að vita hvað
þetta þýðir?
— Það er eitthvað um það.. .
Varla getur það verið neitt mis-
jafnt. Heldurðu að eitthvað hafi
komið fyrir?
— Sussu nei, segir Magnhild-
ur og baðar út öngunum. Það er
eins og hún sé að verja sig, banda
öllum aðsóknum frá sér. Nú man
hún aftur drauminn. Kvíðinn nær
sterkari tökum á henni. — Bull
er í þér! segir hún gröm. Eins og
eitthvað þurfi alltaf að vera að.
Það er nú oftast svo, að þegar
eitthvað kemur óvænt, þá er það
gott, svo hefir mér reynst.
En hún er nú ekki viss samt.
Dóra tekur eftir því og reynir að
hafa aftur á.
— Nei, mér datt það bara svona
í hug. Það skeður svo margt nú á
dögum. En þar fyrir þarf það ekki
að vera satt, sérðu.
Magnhildur svaraði ekki. Hún
stendur og heldur á hvíta blaðinu.
Nú er það velkt og svartir blettir
komnir á það. Hún rásar út að
stóru björkinni og kemur svo aft-
ur. Augun eru á sífelldu flökti.
Hún hugsar til mannsins síns. Ef
hann hefði verið heima, þó ekki
væri meira. En hann er uppi í
skógi og ekki væntanlegur fyrr
en í kvöld.
ÝMSIR FLEIRI ganga um veg-
inn. Þeir koma neðan að, kunn-
ingjar og grannar, sem hafa frétt
um símskeytið. Þeir koma hægt
og eins og hikandi. Langar að vita
hvað hafi skeð.
Og innan skamms er dálítill
hópur kominn kringum hana. Þeir
fá að rýna í skeytið hver eftir ann-
an, og stafa þessi skrítnu orð.
On behalf of . .. . it is our heavy
duty .... stop.
— Já, það er um hann Harald,
það er ég viss um, segir einn, því
að sjáið þið — hérna stendur
harold mickelson, og það er Har-
aldur Mikjálsson! Hann lítur í-
bygginn kringum sig.
Jú, svo mikið skilja hinir líka.
Þeir reyna aftur:
.... to inform you that your
son .... by a regretable case of
accident....
— Ef til vill er hann að koma
heim, segir Hallvarður, maðurinn
hennar Halldísar á Sundi. Þú skalt
sanna að hann kemur heim fyrr
en hann hafði ætlað sér.
— Æ, já! segja allir í kór.
Magnhildur hrífst með og reyn-
ir að brosa. Henni hefir dottið það
í hug líka, að skeytið væri ef til
vill þessvegna. Og allt i einu bloss-
ar upp í henni öflug von. En innst
inni finnst henni þó að þetta geti
ekki verið rétt. Hversvegna skyldi
hann koma svona fljótt heim? Er
kannske enga vinnu að fá? — 1
Kanada. ... I þessu góðæri! Nei,
það var eitthvað bogið við þetta.
Hún finnur það á sér, ósjálfrátt en
með fullri vissu.
En hún þorir ekki að segja það
við hitt fólkið. Hún kýs að láta
hrifningu þess ylja sér enn um
stund.
Sonur meðhjálparans hjólar
framhjá á veginum. Dóra kallar
til hans. — Æ, nei. Gerðu það
ekki, ætlar Magnhildur að segja
við hana en fær sig ekki til að
segja það upphátt. Forvitnin hef-
ir gripið hópinn, — nú er loksins
tækifæri til að sjá og reyna hvers
virði allur dýri lærdómurinn
stráksins er. Hann er í öðrum
bekk gagnfræðaskólans, og fer
þessa löngu leið inn í bæinn á
hverjum degi. Hann setur hjólið
frá sér við hliðið.
— Heyrðu, prófessor! kallar
Hallvarður í Sundi og glottir. —
Nú skaltu fá að sýna hve lærður
þú ert. Geturðu sagt okkur hvað
stendur hérna?
Drengurinn lítur vandræðalega
kringum sig. Hann grunar að ver-
ið sé að veiða sig í gildru og verð-
ur smeykur. Svo tekur hann sím-
skeytið og les. Hinir góna á hann.
Hafa ekki af honum augun.
On behalf of new canadian in-
dustrial company ltd. it is our
heavy duty to inform you ....
Hann les byrjunina upp aftur og
aftur. Allir þessir litlu stafir koma
honum svo ókunnuglega fyrir
sjónir og gera hann hikandi. —
Hann finnur ekki meininguna i
fyrstu setningunni og strandar
þarna og hjakkar.
— Jæja? Hallvarður í Sundi
glottir. — Hvað verður úr þessu?
Og fleiri fara að brosa, Þeir
gefa hvor öðrum olnbogaskot og
skemmta sér auðsjáanlega........
Drengurinn tekur eftir þessu og
berst upp á líf og dauða. Hann
berst sérstaklega við þetta on be-
hálf of. Hann gleymir alveg að
halda áfram og hjakkar þarna í
sama farinu. Svitinn bogar af hon-
um. Hann rífur í hárið á sér og
kreistir skeytið í hendi sér.
— Já, segir hann loksins, bara
til að segja eitthvað. Þetta er ekki
það mál, sem við erum vanir. Það
er-------verslunarmál!
Hann gerir sér von um að
bjarga sér með þessu og kven-
fólkið kinkar kolli honum til sam-
lætis, en Hallvarður í Sundi slepp-
ir honum ekki.
— Hvað segirðu? segir hann og
glottir forviða. Er þetta kannske
ekki ameríska, og er ekki amer-
íska það sama og enska?
— Jú, svarar drengurinn, —
en þetta er dálítið annað en það.
— Er það dálítið annað, seg-
irðu. Getur nokkuð verið dálítið
annað og það sama um leið ? Allt-
af heyrir maður eitthvað nýtt!
— Já, eftir því sem mér sýnist
er þetta eitthvað viðvíkjandi út-
svarinu, segir drengurinn til að
bjarga sér. — Eg má ekki vera
að þessu lengur, ég .... Hann
pabbi bíður eftir mér.
Hann fær Magnhildi skeytið og
hleypur að hjólinu.
En þá kemur gusan upp úr Hall-
varði.
— LJtsvarinu! öskrar hann og
skellir á lær.
Hann stendur í keng og hlær
svo að tárin hrynja af augunum
á honum. — Útsvarinu, hí, hí, hí!
Mikil þó andskotans vitleysa. Nei,
skólarnir nú á dögum! Heilsaðu
honum pápa þínum, drengur minn
og skilaðu til hans að segja kenn-
aranum þínum að borga pening-
ana til baka. Rektornum eða dí-
rektörnum eða hvern skrattann
það nú heitir. — Að fleygja pen-
ingum í svona hégóma!
Hann horfir hneykslaður kring-
um sig. Ýmsir kinka kolli til að
taka undir með honum.
— Þá veit ég ekki annað ráð en
að fara til gamla hreppstjórans
segir ein kerlingin. — Kannske
hann geti ráðið þetta.
— Æ, já, gerðu það! segja fleiri.
— Hann kann sjálfsagt útlensku,
karlinn. Og svo á hann heima
hérna rétt hjá.
EN ÞEGAR þangað kemur er
hreppstjórinn ekki heima. Þau
hittu bara drenginn og hann skil-
ur ekki meira en þau sjálf. Þau
horfa hvert á annað, alveg ráð-
þrota.
En svo kemur það á daginn, að
drengurinn hreppstjórans er ekki
jafn vitlaus og þau halda. Hann
opnar gluggann og kallar til
þeirra að þau skuli fara til prests-
ins.
— Prestsins, já .... það var
alveg satt! Það verður þrautar-
lendingin, Magnhildur. — Dóra
klappar henni á öxlina.
En nú vill hersingin ekki elta
hana lengra. Það er langt til
prestsins og svo er það ekki sæm-
andi að koma þangað eins og f jár-
hópur.
— Heldurðu að það sé viðeig-
andi? segir Magnhildur. Hún
strýkur um sig og er á báðum
áttum. — Svona eins og ég er
klædd!
— Sei, sei, já, segir Dóra og
allt hitt kvenfólkið. — Eins og þú
getir það ekki. Það er enginn sem
setur fyrir sig fatnaðinn þegar
símskeyti er annarsvegar.
— Jæja þá, í Herrans nafni,
segir Magnhildur. — Maður verð-
ur einhvei’nveginn að fá ráðningu
á þessu. Eg er orðin alveg ringluð.
Hún strýkur svuntuna sína og
labbar af stað.
En þegar hún kemur á prests-
setrið er presturinn ekki heima
heldur. Hann er farinn í kaup-
staðinn og kemur ekki heim fyrr
en seint í kvöld. Kannske ekki
fyrr en á morgun.
Það er frúin, sem segir henni
frá þessu. Magnhildur hímir úti
við dyr. Hún heldur á velktu sím-
skeytinu í hendinni.
— Kannske erindið sé þannig
lagað að ég geti hjálpað yðúr?
segir frúin vingjarnlega.
— Ja, ég veit ekki. Eg hefi
fengið símskeyti, en það er á út-
lensku.
— Má ég líta á? segir frúin for-
vitin. — Eg hugsa að ég geti ráð-
ið fram úr því.
Hún tekur við blaðinu og les.
Magnhildur starir á hana, eins og
hver taug í henni hrópi á hjálp.
Frúin segir ekkert strax. Hún
stendur og starir fram. Og svo
fara að koma kippir í andlitið á
henni. Þessi ókunna kona grætur.
Magnhildur hefir gripið í stól-
bakið. — Er það ’ann Haraldur?
segir hún hreimlaust.
Prestskonan kinkar kolli. — Já,
hann er-------dáinn.
Undir niðri hefir hún fundið
þetta á sér frá því fyrsta. En
núna, þegar hún loksins fær að
vita vissu sína, finnst henni það
samt eins og reiðarslag.
Hún hnígur máttlaus niður á
stólinn.
Prestskonan stumrar yfir
henni, strýkur á henni bakið og
yfir höfuðklútinn hennar, sem
angar af heyi og fjósalykt.
— Svona, segir hún blíðlega.
Það fara krampakviður um lík-
Frh. á hls. íi.