Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1948, Qupperneq 3

Fálkinn - 17.09.1948, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 Byggirtg vinnuskála að Reykjalundi er næsta verkefni S. í. B. S. Stórhýsið að Reykjalundi verður væntanlega tekið í notkun I. febrúar næstkomandi. Saumaslofan að Reykjalundi. Fálkinn birtir að þessu sinni for- síðumynd frá þingi S.Í.B.S., sem haldið var dagana 20.—22. ág. s.l. Það er 6. þing sambandsins, og 10 ára afmælis félagsskaparins var minnst þar. Til sérstakrar umræðu var tekið veglegasta viðfangsefni S.Í.B.S., en það er bygging og starfræksla Vinnuheimilisins að Reykjalundi. — Fálkinn hefir snúið sér til skrifstofu S.Í.B.S. í Reykja- vik og fengið ýmsar upplýsingar um byggingarnar að Reykjalundi og störf þingsins, sem sat í ágúst. Fara þær hér á eftir: Aðalhúsið að Reykjalundi er nú lang't k.omið, og vonir starida íil, að hægt verði að iaka það i notkun 1. febrúar n.k., en þá eru 4 ár lið- in, frá þvi að Vinnuheimilið iók til starfa. Auk þess sem sambandið mun kappkosta að fuilgera aðalliús- ið, þá verður megináhersla lögð á að koma upj) vinnuskálum, þvi að skálar þeir, sem hingað til hefir verið notast við, reyndust svo kald- ir í vetur, að flytja varð úr sumum þeirra í nýja húsið. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um stærð og fyrirkomulag aðalliússins, skulu greindar liér ýmsar tölur, sem tala sinu máli til skýringar. Grunnflötur hússins er 900 ferni.l framálman um 40 m. löng og 8 m. breið, 3 hæðir og kjallari. Auk þess gengur 13,5 m. löng og 7 m. breið dagstofa út úr þessari álmu, en aðeins ein liæð. Bakálman er 34 m. löng og 10 m. breið að meðtöldum gangi þeim, sem á að tengja aðalliúsið við vinnuskálana. Auk þess er við bak- álmuna borðstofa 16 m. löng og 8 m. breið, en aðeins ein liæð, eins og dagstofan við framálmuna. Bak- álman er einnig 3 hæðir, en kjallari ekki nema undir iiálfri álmunni. — Alls er húsið 9.200 rúnnnetrar. Alls eru í húsinu 11 einsmanns her- bergi, 27 tveggja manna herbergi, svo að rúm er fyrir 65 manns þar. Auk þess eru í byggingunni t. d. nýtísku eldhús, borðstofa, setustofa, lesstofa, snyrtiklefar, sjúkradeild, skrifstofa forstjóra, herbergi starfs- fólks, fundarsalur o. fl. Sólbaðs- skýli eru á þökum borðstofunnar og dagstofunnar. Ilúsið er hitað með geislaliitun. Alls mun kostnaðurinn við aðalhúsið vera orðinn 2%—3 milljónir, og reikna má með að 500—800 þús. þurfi í viðbót, áður en húsið er fullgert að innan sem utan og búið öllum nauðsynlegum tækjum og húsgögnum. Að Reykjalundi eru nú 11 vist- mannahús, sem búið er i og 3 starfs- mannahús. Rúma þau 44 vistmenn. Þegar aðalbyggingin tekur til starfa hækkar vistmannatalan væntanlega upp undir 100. Til þess að veita fólki þessu sem besta aðbúð við vinnu, mun verða lögð sérstök áhersla á að reisa vinnuskálana, eins fljótt og auðið er, einnig verð- ur síðar hafist handa um ræktun landsins kringum Reykjalund, til þess að prýða staðinn. Gróðurhús verða líka sennilega byggð. Til þessara nauðsynlegu fram- kvæmda þarf talsvert fé, og S.Í.B.S. he'fir ákveðið að leita enn á ný til ahnennings, af því að bón þeirra hefir alltaf hlotið góðar viðtökur lijá honum. T. d. má geta þess, að í síðasta happdrætti S.Í.B.S. seldust 111.561 miði, þar af um helmingur i Reykjavik. í litlu þorpi eins og Vík í Mýrdal seldust 1457 miðar. Mun slík sala happdrættismiða sjaldgæf eða óþekkt liér á landi. Fyrirkomulag fjársöfnunarinnar verður það, að happdrætti verður um bifreið, sem ekki gekk út i happdrættinu síðast, og merki S.Í..B.S., sem seld verða á næsta berklavarna- degi, eru númeruð og gilda sem miðar i happdrætti þessu. Einnig verður liöfð listasöfnun. Listar þess- ir verða sendir á vinnustöðvar, og gjafir skv. listunum verða skoðaðar sem afmælisgjafir til sambandsins á 10 ára afmæli þess. Enginn vafi er á, að þessari söfnun verður vel tek- ið, ekki siður en liinum fyrri. í tilefni af 10 ára afmæli S.Í.B.S. kemur út hátíðarrit á berklavarna- daginn. Er það lielgað Reykjalundi að verulegu leyti, enda hefir hann verið snar þáttur i allri starfsemi félagsskaparins. Ekki má svo gleyma afmælisgjöf- unum, sem S.l.B.S. hafa borist. Húsavíkurhreppur og Mosfellshrepp- ur hafa gefið sínar 2000 krónurnar hvor, Siglufjörður hefir gefið 20.000 kónur til berklavarnarstarfsemi, Trolle & Rothe 3000 kr., fulltrúar Svía, Finna og Dana á stofnþingi D.N.T.C., — „Det Nordiska Tuber- kulosförbundens Centralorganisa- tion“ — afhentu sinn borðfánann frá hverju landi. Norðmenn, sem áður hafa gefið fána, gáfu útskorinn írébauk. Hann er g'erður á vinnu- heimili berklasjúklinga í Noregi, og reist hver vistmaður sinn skurð í baukinn. Ásgrimur Jónsson og Matthías Sigfússon, listmálarar hafa gefið málverk. Á hinu nýafstaðna þingi mætti Eysteinn Jónsson, menntamálaráð- lierra, og fulltrúar Norðurlandanna fjögurra, sem sátu stofnþing D.N.T.C. Forscti þingsins var kjörinn Ás- herg’ Jóliannesson Við stjórnarkjör hlaut Maríus Hegason, forseti S.ÍB. S., endurkosningu. Meðstjórnendur eru Ásherg Jóliannesson, Björn Guð- mundsson, Daníel Sumarliðason, Oddur Ólafsson, Þórður Bendedikts- son og Þorleifur Eggertsson. Aðal- maður í stjórn vinnuheimilisins að Reykjalundi var kjörinn Árni Ein- arsson, og vinnulieimilisins að Krist- nesi Ásgrimur Stefánsson. SYNDAFLÓÐ 1952. Amcrískur „spámaður", William Greenwood, sem lika er kallaður Nói, liefir nýlega lokið við að smiða stóra örk, sem stendur uppi á há- um liól skammt frá Washington. Hún á að bjarga honum og skyld- mennuin lians þegar næsta synda- flóð kemur, en það verður árið 1952, segir meistari Nói. Nýja örkin hans Nóa er 60 feta löng og að ýmsu leyti svipuð víkingaskipi. „Timcs“ segir að liann liafi ýms vopn i örkinni og svo liefir hann kött, — eina dýrið úr þessum heimi, sem Greenwood segir að fái að lifa syndaflóðið af. Kona þessi er ú áttrœðisaldri og elsti vistmaðurinn að Regkjalundi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.