Fálkinn - 19.11.1948, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
ER GÁTA PÝRAMÍDANNA RÁÐIN?
5000 ÁRA GAMALT VIÐFANGSEFNI
UM ÞÚSUNDIR ÁRA liafa
pýramýdarnir egypsku ver-
ið flestum óráðanleg gáta —
eitt af dularfyllstu mannaverk-
um veraldarsögunnar. Ekki svo
að skilja að menn vissu ekki
hverjir liefðu látið hyggja þá og
til hvers þeir voru ætlaðir. Það
hafa menn vitað lengi. Ræði
Þegar gröf Tuthankamens var opn-
uð fannst þessi rru/nd af faraóanum
Tuthankumen. Hún er úr skíru
gulli.
grískir og rómverskir sagnarit-
arar hafa skrifað ítarlega um
það. Og síðan tókst að þýða
híeróglýfurnar fyrir nálægt 150
árurn liefir rannsóknin á liinum
margháttuðu fornleifum Egypta,
grafhýsunum, áletrunum á
minnisvörðum og fjöldanum
öllum af papýrushandritum,
leitt í Ijós margvíslegan fróð-
leik viðvikjandi sögu Egypta-
lands langt fram í aldir, svo að
saga þjóðarinnár er sæmilega
kunn í öllum aðalatriðum síð-
an fyrir (5000 árum og fram til
þess er veldistími Rómverja
hófst. Hinar skráðu upplýsing-
ar eru að vísu býsna ófullkomn-
ar og slitróttar, en hinsvegar
hefir geymst svo mikið af mynd
um, sem gefa sögunni líf og
skýra hana betur en ritaðar
lýsingar. Fornleifarnar í Egypta
landi eru í raun og veru eins
og löng og skrautleg kvikmynd
án texta, og gefa lifandi hug-
mynd um daglegt líf þjóðarinn-
ar, trúarhugmyndir hennar og
listþroska, svo að nútiminn
þekkir út í æsar lífið í ríki fara-
óanna, sem Ernest Renan kall-
aði „vitann í hinu dimma hafi
frumtíðarinnar.“
En hina tæknilegu lilið á
byggingu pýramídans liafa
menn verið alls ófróðir um og
eru það kannske enn, svo fram-
arlega sem gátan hefir eigi ver-
ið ráðin núna nýlega. Þessi risa-
vöxnu mannvirki, hlaðin upp
úr grettistökum, sem eigi þættu
meira en svo viðráðanleg þó
að notaðar væru við þau full-
komnustu vélar nútimans, hafa
staðið þarna öld eftir öld og
enginn hefir litið þau augum án
þess að velta fyrir sér gátunni:
Iivernig gátu Forn-Egyptar
flutt þessi hjörg og komið þeim
í hleðslu alla leið efst upp á
pýramídann, og liann þegir um
tilorðning hinna risavöxnu
þöglu minismerkja þeirra tíma,
er einvaldir konungar, tignaðir
sem guðir, gátu þrækað þegna
sína eftir vild og geðþótta.
Pýramidarnir í Egyptalandi
eru eftir því sem næst verður
komist byggðir um það hil 3000
árum f. Kr. eða nokkru seinna,
og pýramidi Keops konungs er
stærstur þeirra allra. Hann er
148 metra hár og var hann i
smíðum í tuttugu og fimm ár.
Telst svo til að grjótið, sem fór
í þennan pýramída einan liefði
verið fullkomleg lileðsla á fimm
járnbrautarlestir, sem liver um
sig hefði náð alla leið milli
Wienarborgar og Parísar. Nám-
an, sein grjótið var tekið úr, er
fimmtán kílómetra frá pýra-
mýdanum, en granítið, sem not-
að hefir verið í konungahallir
þær, sem stóðu í nágrenni við
pýramídana, hafði verið sótt alla
leið til Assuan, sem er um 1000
kílómetra frá Kairo eða borg-
inni Gizeli, sem stóð á þessum
slóðum í þann mund er pýra-
mídarnir voru hlaðnir.
Meðal margra tilgátna um
byggingu pýramídanna er ein
sú, að konungarnir liafi jafnan
verið vanir að láta byrja á
smíði þessara grafhýsa sinna
um leið og þeir tóku við ríkj-
um. Var sjálft grafhýsið byggt
fyrst, en síðan h'afi verið hlað-
ið eitt lag utan á það á hverju
ríkisstjórnarári konungsins. Ef
þetta væri rétt ætti maður að
geta lesið það af hverjum pýra-
mýda live lengi konungurinn,
sem lét hlaða hann hafi setið
við völd, alveg eins og lesa má
aldur trjáa í árshringum þeirra.
Keops konungur ríkti að vísu
lengi, en vísindamennirnir hafa
samt orðið að hverfa frá áður-
nefndri kenningu. Þykktin á
pýramidunum hefir vafáláust
verið liöfð svona mikil til þess
að gera grafræningjum sem erf-
iðast fyrir um að brjótast inn i
grafhýsin og stela þaðan öllum
dýrgripunum, sem jafnan voru
lagðir í grafir konunganna. Og
þó að það megi teljast þrek-
virki, ekki síður en pýramída-
smíðin sjálf, að hrjótast inn í
grafhýsin i miðjum pýramídun-
um, þá er það eigi að siður
staðreynd að þetta hefir þrá-
faldlega verið gert. Og það er
meira að segja sennilegt að það
hafi stundum verið gert að fyr-
irlagi siðari konunga. Ptolomæa
konungarnir, sem ríktu frá Al-
exander til Ágústusar, báru
enga virðingu fyrir grafhelgi
faraóanna, fyrirrennara sinna,
en þeir voru að staðaldri í pen-
ingavandræðum og vissu að í
gröfuníim var feitan gölt að
flá, — þar var gull og gersem-
ar, sem ríkisfjárhirsluna mun-
aði verulega um.
Eins og áður segir tók það
tuttugu og fimm ár að byggja
Keopspýramídann. Að því er
menn best vita þekktu Forn-
Egyptar hvorki talíu né „krana“,
og því undarlegra er það, að
þeir skyldu geta ráðið við
steina, sem vógu margar smá-
lestir.
Það er enskur fornfræðingur,
sem hefir komið fram með
sennilegustu skýringuna á þessu.
Hann álítur að hleðsusteinun-
um, sem voru meter á kant
en mismunandi langir, hafi ver-
ið velt á keflum á byggingar-
staðinn eða að fjöldi manna
hafi dregið þá á einskonar sleð-
um. Undir eins og fyrsta —
neðsta lagið var hlaðið, hafi
verið gerð skábraut með litlum
halla upp á efri brún þess og
nýtt lag hlaðið, og þannig koll
af kolli. Þessi skábraut neðan
af jafnsléttu og upp í hæð við
lagið, sem verið var að hlaða i
það skiptið, liefir jafnan verið
með líkum lialla, en lengst stór-
um við hvert lag. Hafi halli
hennar t. d. verið 1:20 hefir
brautin lengst um 20 metra fyr-
ir hvern meter sem pýramídinn
hækkaði, og hefði því átt að
vera nær þrir kílómetrar þeg-
ar pýramídinn var fullgerður
(148x20 metrar). Þegar bygging-
unni var lokið hefir svo þessi
Gangur inn að grafhýsi i einum
pýramidanum.
Keopspýramídinn eins og hann lítiir út nú. ,,Pússningin" er dottin af.