Fálkinn - 19.11.1948, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
VITI® ÞÉR . . . ?
að hreyfingin, sem lithvörfung-
urinn gerir með tungunni þegar
hann veiðir fiðrildi, er svo snör
að myndavélar ná henni ekki
nema með sérstökum tilfæring-
um?
að í Ameríku á að gera högg-
mynd, sem er enn stærri en hin-
ar frægu kletta-Iágmyndir Borg-
lums?
Þetta er minnismerki yfir
Indíánahöfðingjann „Crazy
Horse“ og verður höggvið í
fjallið Thunderhead Mountain i
Suður-Dakota. Áætlað er að
verkið taki 30 ár og kosti 5
milljón dollara.
Á myndinni sést höfundur-
inn, Ziolovskij myndhöggvari
ásamt Indíánahöfðingja einum
hjá frumdráttarmynd af lista-
verkinu. En á bak við er fjall-
ið, sem myndin verður liöggin í.
Á teikningunni er sýnt hvern-
ig farið er að Ijósmynda svona
snögga hreyfingu. Af því að
enginn lokari er nógu flj.ótvirk-
ur er Ijósopið látið standa opið
og svo er notað blossaljós, sem
verkar á einum milljónasta úr
sekúndu. Lithvörf ungurinn
kveikir Ijósið sjálfur. Skordýr-
ið, sem hann veiðir með tung-
unni er látið vera á kopar-
þynnu og þegar tungan snertir
plötuna fær rafstraumurinn
samband.
að myndirnar í blöðunum eru
samsettar úr punktum, örsmá-
um þar sem myndin er ljósust
og stærri þar sem hún er dökk?
að fyrir stríð framleiddi Japan
eins mikið silki og öll önnur
lönd samanlagl?
Heimsframleiðslan var þá 80
þúsund smálestir á ári, og
Frakkland, sem fyrir 100 ár-
um framleiddi 26.000 smálestir
framleiddi árið 1939 ekki nema
50 smálestir.
Myndin sýnir silkiorm á tib
raunastöð einni.
KONA TIL SÖLU.
f blaði einu í Hampstead, New
York, var nýlega þessi klausa:
„Kona tii sölu Lágleg, Ijóshærð
kona fráskilin óskar eftir manni til
Þetta stafar af því að mynd-
in er Ijosmynduð gegnum svo-
nefnt net, mismunandi fíngert
— fyrir dagblöð eru um 600
möskvar á hverjum fersenti-
rnetra. — Hérna sést hluti af
svona neti mikið stækkaður.
að sjá fyrir sér og tveimur bprnum.
Verður að greiða 10,000 dollara út
í hönd.“ Blaðið neitaði að birta
þetta sem auglýsirtgu en tók það
sem fregn á forsíðuna. Sú ljós-
hærða, sem heitir frú Dorothy
Taylor og er 28 ára, fékk samdæg-
urs 15 tilboð, sem hún fór að at-
huga. „Eg verð að hafa ráðið þetta
við mig innan þriggja vikna,“ sagði
hún, „því að þá verð ég orðin
blönk.“
( Bókarfregn )
.—Si ■: - ■ . --- ■--E======5g7
Dagur er liðinn. Ævisaga
Guðlaugs frá Rauðbarða-
holti, eftir Indriða Indriða-
son. Utgefandi: Bókaútgáf-
an Norðri.
Sú var tíð, að það þótti sjálfsögð
skylda við látna lærdómsmenn og
höfðingja að rita ævisögu þeirra
og gefa út nokkurs konar grafskrift,
svo að jieir sem eftir iifðu kynnt-
ust mikilleika þeirra og fögru for-
dæmi. Einnig þótti ekki nema eðli-
legt, að þeir skrifuðu sjálfir sögu
sína i iifanda lifi. En öðru ináli
var að gegna um óbrotna almúga-
menn. Ævi þeirra var tilbreytinga-
iaust strit og kröm og langt frá
því að vera frásagnaverð. Það mun
jafnvel liafa þóU broslegt og nær
því hneykslanlegt, þegar Sigurður
Tngjaldsson frá Balaskarði, tók upp
á þeirri fordiid að skrifa ævisögu
sína og lét gefa hana út, jiótt ein-
staka bókmenntaunnandi sæi gildi
bókarinnar og greindum og lestrar-
fúsum alþýðumönnum rynni blóðið
tii skyldunnar og þætti bókin hið
mesta hnossgæti til lestrar.
Það má segja, að GuðmundUr Gísla-
son Hagalín liefji nýja gerð is-
lenskra ævisagna með ritun Virkra
daga, ævisögu Sæmundar Sæmunds-
sonar skipstjóra, og sýni með því
hvernig hægt er að skrifa nýjar ís-
iendingasögur. Síðan hafa nokkrar
ævisögur athafna- og alþýðumanna
verið skráðar á þann veg, að þeir
bafa sagt fyrir sögu sina, en kunn-
áttunienn sveigt frásögn þeirra und-
ir form máls og stíls, eftir því, sem
þeim þótti best hæfa.
Við slika sagnagerð varðar miklu,
að söguritarinn sé skyggn á frásögn
þulsins —- geti sett sig inn í menn-
ingarhorf lians — sjái með lians
augum atburði og pérsónúr frá
liðnum árúin og taki þar við, er
liann skortir orð til þess að tjá við-
horf sín, án þess að mynd þulsins
raskist.
Á þennan hátt liafa skapast ævi-
sögur, sem hafa hið mesta menn-
ingargildi og bókmenntalega þýð-
ingu.
Meðal nýjustu ævisagna af þess-
ari gerð er saga Guðlaugs frá llauð-
barðaliolti — Dagur er liðinn. —
Þulurinn er umkomuiitill alþýðu-
maður alinn upp á sveit. Viðhorf
lians eru ekki stórbrotin og lífs-
glíma hans sú að lialda sér og sín-
um upp úr basli og erfiðleikum. En
þrátt fyrir kröpp kjör og tilbreyt-
ingalítið amstur hefir hann sögu
að segja. Honum fannst jafnvel, að
lífið hafi verið sér gjöfult og veitt
sér margar ljúfar stundir. Með góð-
leik og velvild ininnist hann sam-
ferðamanna sinna og er stundum
alldrjúgur yfir hæfileikum sinum
og getu.
Lesandinn fær strax áhuga fyrir
sögu Guðlaugs og fylgir honum fast
eftir. Hann sér þegar umliverfi það,
sem hann elst upp í, og vaxtarskil-
yrði hans, þar sein liann er töku-
barn hjá Sesselju húsfreyju, sem
verður minnisstæð persóna. Hún er
stórskorin og hrjúf við fyrstu sýn,
en svo hlý og raungóð, að hún veit-
ir hreppsómaga-snáðanum nióður-
lega umhyggju. Og þau eru raun-
gæði liennar, að höfðingjarnir frá
IIóli koma títt að Rauðbarðaholti
til þess að njóta hyglunar hennar og
hlýju, sem hinn landskunni höfð-
ingi, Bjarni í Ásgarði, geldur síðar á
þann veg, að hann tekur Sesselju,
gamla og einmana, til sin og ann-
ast um liana eins og móðir hans
væri.
Leið Guðlaugs liggur snemma úr
fósturhúsum. Lítill að burðum fer
hann í vist vestur að ísafjarðardjúpi
og ilendist þar. Hann á i fyrstu fullt
i fangi með að valda þeim byrðum,
sem hið hversdagslega líf leggur á
hann —: lieiðarförum að vetri og
sjósókn haust og vor. En liann eign-
frh. á bls. l't.
herra er varaformaður í amer-
ísku nefndinni til samvinnu við
Evrópuríkin. Hann tók þátt í
ráðstefnunni um Bandaríki Ev-
rópu, sem haldin var i Inter-
laken nýlega.
J. Robert Oppenheimer prófessor
er einn af fremstu kjarnorku-
■fræðingum Bandaríkjanna.
Iíann hefir undanfarið dvalist í
Kaupmannahöfn til skrafs og
ráðagerða við Niels Bohr, hinn
fræga danska vísindamann.