Fálkinn


Fálkinn - 21.01.1949, Blaðsíða 2

Fálkinn - 21.01.1949, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Malcolm Campcll látlim A gamlaársdag spurðist and- lát frægasta kappakstursmanns, sem uppi hefir verið, það er Englendingsins Malcolm Cam- pells. Hvert mannsbarn svo að segja kannast við nafn hans, því að ótal dirfskusögur eru sagðar af honum og stórir sigr- ar eru tengdir nafni hans. Mal- colm Campell var sannkallað- ur ævintýramaður og sóttist eftir hættuspilum. Svo var þó sem ekkert gæti grandað hon- um, og það er því sjaldgæf kaldhæðni örlaganna, að slik- ur maður skuli kveðja heiminn á sóttarsæng. Strax í æsku fær Campell dá- læti á öllum hraða. Bifreiðar og bifhjól hrífa huga hans, þótt tælmin á því sviði væri þá enn lítil. Með upphafi flugtækninn- ar i dögun 20. aldarinnar gerist Campell einn af brautryðjend- um flugsins í Bretlandi. Á fyrri heimsstyrjaldarárunum gerðist hann flugmaður í flugher Breta og með því þefst hin eiginlega ævintýraferð hans gegnum líf- ið. -— 1 stríðslok byrjar hann tilraunir sínar til þess að setja hraðamet á bifreið. Á tímabil- inu 1923—’35 slær hann sín eigin met hvað eftir annað á „Bláa fuglinum“ (Bluebird), en svo kallaði hann allar bif- réiðar sínar. Met lians frá 1935 var h35 km. á klst., en eins og menn muna hefir Ameríkumað- urinn Cobb bætt það met um rúml. 100 km. á klst. eftir síð- ari heimsstyrjöldina. — Mal- eolm Campell lét sér ekki nægja að komast hratt á bifreið og kunna vel til flugs, heldur vildi hann líka vera „fljótasti maður i heimi“ á bát. Og honum tókst að ná 228 km. hraða á því far- artæki, og hefir enginn gert betur ennþá. Og fram í andlát- ið vann Campell stöðugt að því að gera sér nýjan bát, sem náð gæli 300 km. hraða. Tilraunir hans mistókust þó. — Myndin er af Campell á „Blcia fuglin- um“ sínum. Hver er meiningin? — Hverl mannsbarn í veröldinni veit, að svörtustu fjendur negranna í Ameríku eru meðlimir Ku-Klux Klan. Það er því ekki að furða, þótt menn reki upp stór augu, þegar þeir sjá þessa mynd. Ilún er frá borginni Augusta í Bandaríkjunum. Háttsettir félagar í Ku-Klux-Klan í borginni koma einkennisklæddir og gefa negra einum nýársgjafir. Ósjálfrátt lilýtur mönnum að finnast þetta býsna einkennilegt, og sú ályktun er nærtælc, að eitthvað djöfullegt búi undir þessu. Drekkið Egils ávaxtadrykki EINARSSON & ZOEGÁ Reglubundnar hálfsmánaðarferðir frá Genoa og Livorno til Amsterdam. — Næstu ferðir s.s. Luna 27. þ. m. og s.s. Thesens 10. febrúar. Umboösmenn i Genoa: Cristoforo David, pósthólf 445. Umboðsmenn í Livorno: L. V. Ghianda, pósthólf 70. GÁFNASKERPIRINN. glutamínsýra sé óbrigðul til að Þess verður væntanlega ekki skerpa gáfurnar. Þeir hafa gert til- iangt að bíða, að þeir sem eiga erfitt raunir á rottum, slagaveiku fólki, með að fylgjast með í skólanum eða tossuin og venjulegum unglingum og þurfa að skerpa gáfurnar fyrir eitt- allsstaðar hefir reyndin orðið sú hvert einstakt tækifæri geti farið sama: greindin hefir aukist. inn í lyfjabúð og keypt sér gáfna- piliur. Nokkrir kunnir vísindamenn ■ ' • » við Columbiaháskólann þykjast sem ♦ Drekkið Egils-Öl j sé hafa komist að raun um, að f Drekklð Egils-öl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.